Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 05.11.1935, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 05.11.1935, Blaðsíða 3
VERKLYÐSBLAÐIÐ VERKI.ÝÐSBLAÐIÐ Útgeíandi: Kommúnistaíl. íslands.|j Ábyrgðann.: Brynj. Bjamason. * Ritnefnd til viðtals þriðjudaga & og fimmtudaga 6—7. Afgr.: Vatnsstíg 3 (þriBju hœð). 1 Simi 2184. — Póstbox 57. Prentsm. Acta. g| KOMMÚWXSTAFLOKKUR ÍSLANDS (Deild úr Alþj.samb. kommúnista)B Skrifstofa: Vatnsstíg 3 (3. hæð). g Viðtalstími framkv.n. dagl. 6—7. gj REYKJAVÍKURDEILD KFÍ Skrifstfa: Vatnsstíg 3 (3. hæð). 1 Viðtalst. deildarstj. virka daga 6-7 Sameiginl. viðtalst. fastra nefnda flokks- og deildarstjóma: Frœðslu- og útbreiðslunefnd mánud. 6—7. Skipulagsnefnd miðvd. 8—9. Fjárhagsnefnd miðvd. 8—9. Faglegur leiðtogi þrd. 6—7. Andfasistar vinna á f Háskólanum Félag róttækra Háskóla- stúd. fær 46,7% greiddra atkvæða og hefir nú alger- an meirihluta í Stúdenta- ráðinu. Á laugardaginn fóru fram hlut- bundnar kosningar á 5 mönnum af 9 í Stúdentaráð Háskóla ís- lands (4 kosnir áður, einn úr hverri deild háskólans og eru 3 þeirra úr félagi róttækra Háskóla- stúdenta). Úrslit kosninganna sýndu, að Félag róttækra háskóla- stúdenta, sem eru samtök andfas- istiskra stúdenta, hefir stórum aukið fylgi sitt. Það er nú lang- áhrifaríkast allra félaga innan Há skólans. Atkvæðatölurnar eru þessar: Listi Fél. róttækra háskóla-stúd- enta 71 atkv. og kom að 2 mönn- um, listi lýðræðissinnaðra stúd- enta (íhaldsmenn) 57 og listi nazista 24. Efsti maðurinn á lista nazist- anna komst að á einu vafaat- kvæði, og hefir kosningin því ver- ið kærð. Hinum róttæku innan skólans vex stöðugt fylgi. Menntamenn- irnir eru að sjá það betur og bet- ur, að þeir verða að skipa sér þétt saman gegn fasisma og þröng- sýni, ef það á að takast að bjarga ísl. menningu. Rétt er í þessu sambandi að athuga úrslit stúd- entaráðskosninganna síðustu 3 ár. Þau líta þannig út: 1933 1934 1935 atkv. atkv. atkv. Fél. róttækra há- skólastúdenta 56 62 71 íhaldið (lýðræð- issinnaðir stúd.) 80 48. 57 Nazistar . . . . 34 24 Þessi tafla sýnir það, að sam- einað afturhaldið í skólanum hefir stöðugt tapað þessi þrjú ár. Ihaldið hefir í ár samt unnið á, en eingöngu á kostnað naz- ista, sem hafa stórtapað. Samein- að atlcvæðamagn afturhaldsflokk- anna er í ár minna heldur en í fyrra. Verklýðsblaðið fagnar sigri rót- tækra stúdenta. Hver stjórnar Islandi ? Fiskhringuriim eða landsstjórnín? Þannig hljóðaði fyrirsögn for- ystugreinar í Alþýðublaðinu þann 28. ágúst 1920. Ástandið var þá svo, að fiskhringurinn undir stjóm Coplands skuldaði íslands- banka svo milljónum króna skipti. Af 23 milljón króna útlánsfé hafði verið varið nær því 12 milj- ónum til fiskbrasksins. Innstæðu- fé aimennings var í voða. Utanrík- isverzlunin var í fullkomnu öng- þveiti. Lög um innflutningshöft voru samþykkt. Innflutnings- nefnd var sett á stofn. Iieildsal- arnii- fengu tækifæri til þess að Samsæri Kveldúlfs og Landsbankans Framh. af 1. síðu. Og því fær ítalska Kveldúlfsfirm- að 3 fiskfarma án þess að greiða þá enn að fuilu? Hér hlýtur að búa á bak við ægilegasta fjárglæframál, sem þekkst hefir á íslandi. Það er tví- mælalaus krafa allrar alþýðu, að þeir menn, sem þessu ráða, og þá fyrst og fremst Magnús Sigurðs- son og Richard Thors, — þessir eftirmenn E. Claessens og Cop- lands — verði teknir og allt mál þeirra, starf og erindrekstur, rannsakað. Sýni það sig, sem við búumst við, að Kveldúlfur sé í rauninni gjaldþrota og Lands- bankinn ófær að standa við skuid- bindingar sínar, ef hann er gerður upp, — þá sé Landsbankastjór- unum tafarlaust vikið frá og mál höfðað gegn þeim, en Kveidúlf- ur gerður upp. Því það er ekki aðeins hættu- legt fjármálum þjóðarinnar að þessir braskarar séu áfram látn- ir drotna yfir aðalútflutningsvöru og mestöllum gjaldeyri landsins, lieldur stafar og sjálfstæði þjóð- arinnar hætta af því. Gismondimálið og spönsku mút- urnar eru ekki aðeins stuldur frá sjómönnum og smáútvegsmönn- um, heldur og landráð við þjóð- ina. Og geta þessir herrar þá ekki framið önnur verri, ef þeir fá að leika lausum hala? HERBRÖGÐ ÍHALDSINS. Kveldúlfur veit upp á sig skömmina. Hahn lætur því Sjálf- stæðisflokkinn beita ýtrustu her- brögðum, fara úr utanríkismála- nefnd og neita þátttöku í sam- einuðu þingi. Ólafur Thors hljóð- Haraldur mun nú vera áhyggjufyllri en þégár myndin var tekin. -— En hvað Berir hann? ai' svo upp um „ofsóknir" og reynir að æsa sinn lýð — gerist svo fífldjarfur að heimta rann- sóknamefnd á félaga sína, — í trausti þess, að Magnús Sigurðs- son hindri að slíkt verði gert og stjórnin ekki þori það. Á sama tíma stöðvar Lands- bankinn yfirfærslur — og marg- íaldar óánægjuna og Ihaldið og fasistarnir reyna að beina henni gegn ríkisstjóminni. Þessu herbragði verður aðeins svarað með því að taka upp hanzkann, sem íhaldið hefir kastað, og hreinsa til í vespu- hreiðrí Kveldúlfs. Sú stjórn, sem nú bregst, er dauðadæmd hjá þjóðinni. En alþýða landsins myndi hins- vegar standa samfylkt bak við stjórn, sem tæki nú mannlega á móti. Fjárglæframennirnir sjálfir hafa heimtað rannsókn á sig. Látum þá fá hana. Landráðamennirnir hafa farið úi utanríkismálanefnd. Látum þá aldrei koma nærri utanríkis- málunum framar. Landsbankinn og Kveldúlfur hafa ögrað þjóðinni. Látum þá fá að kenna á, hver sterkari er. Dauðinn á 3. hæð og fleiri sögur eítir Halidór Steíánsson koma úí á niorgtto, Halldór Stefánsson er þegar orðinn kunnur sem einn helsti smásagnahöfundur landsins. Allir þurfa því að eignast þessa bók. Bókaútgáfan Heimskríngla Laugaveg 38. okra enn meir á nauðsynjavörum fólksins. Dýrtíðin óx. — Alþýðublaðið hóf harðvítuga baráttu gegn þessari spillingu. llver greinin rak aðra, þar sem lcrafizt var þess, að sala fiskjar- ins yrði tekin undan yfirráðum fiskhringsins. Fámenn klika gróðabrallsmanna hafði Imeppt stjórn landsins í vargaklær sínar. Hver stjórnar íslandi, fiskhring- urinn eða landstjórnin? spurði Alþýðublaðið. Bankastjórarnir í íslandsbanka gáfu út hverja skýrsluna á fæt- ur annari. „Þeir eru fullkomlega borgunarmenn fyrir því sem þeúri hefir verið Iánað“, sögðu þeir í Morgunblaðinu (15/8. ’20) og reyndu að sefa óánægju fólksins. Við viljum tilfæra hér nokkr- ar tilvitnanir úr Alþýðublaðinu þessa dagana, sem harðast stóðu átökin milh þess og burgeisa- klíku Reykjavíkur. „Sala fiskjarins“, sagði Alþýðu- blaðið, „þarf að komast undan Fiskhringnum og undan Islands- banka, svo það séu hvorki hags- munir fárra gróðrabrallsmanna né útlendra hlutnafa, sem ráði þar, heidur hagsmunir þjóðarinn- ar“. „Vegna spákaupmennsku fiskhringsins hefir verið ltomið á takmörkun innflutningsins. — Þessi nýja dýrtíð stafar af því að vöruinnflutningur til landsins er takmarkaður, en við það gefst nokkrum sárfáum kaupmönnum og heildsölum, sem vörur eiga, tæki- færi til þess að setja þær upp að mun“. „Og nú er loks svo langt komið, að það fæst svo að segja ekki einn eyrir fluttur út úr land- inu, þar sem íslandsbanki hefir neitað hvorutveggja, að yfirfæra fé til útlanda fyrir Landsbankann og fyrir póststjórn, þó hann sé til hvorutveggja skyldugur". Þannig var ástandið fyrír fimmtán árum. Umboðsmenn bur- geisanna risu upp til handa og fóta út af þessum tímabæru að- vörunum og kröfum alþýðunnar í landinu. Alþýðublaðinu var stefnt af bankanum. Skaðabóta var kraf- izt og nam upphæð kröfunnar 400 þúsund krónum. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins var dæmdur í 60 þúsund króna skaðabætur, sektir og fang- elsi. Landsstjórnin hélt áfram uppi vernd fyrir bankann. Bankinn verndaði miljónaspekúlantana. Allt var látið fljóta sofandi að feigð- arósi. Enda kom að því að kýli spill-. ingarinnar sprakk. íslandsbanki fór á höfuðið. Fiskhringurinn kútveltist. — Fátækir bændur og verkamenn á íslandi, vinnandi stéttir landsins, fá í dag að greiða miljónatöp gjaldþrotsins. Og hvernig er þessum málum komið í dag? Kveldúlfur skuldar Landsbankanum yfir fimm miljónir króna. Með dyggilegri aðstoð hins „framsýna“ atvinnu-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.