Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.11.1935, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 18.11.1935, Blaðsíða 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ ingjanefndin saman á fund til að ræða um ráðstafanir til að knýja kröfur Dagsbrúnar í gegn og samþýkktu að boða til atvinnu- leysingjafundar á fimmtudaginn svo framarlega sem húspláss fengist, en á því voru ekki talin nein vandkvæði. Og að fundar- menn færu síðan í kröfugöngu til bæjarstjómarinnar, sem heldur fund sama dag. Á fimmtudaginn sýnir verkalýðurinn að hann standi sameinaður um kröfumar til bæjar- stjómarinnar. Nú hafa Dagsbrúnarstjómin og atvinnuleysingjanefndin orðið sammála um að kalla verkalýðinn og þá fyrst og fremst atvinnu- leysingjana til baráttu fyrir kröf- um sínum og nú verða þeir líka að sýna og sanna að þeir standi einhuga að baki þeim og séu reiðubúnir til að knýja kröfum- ar fram. Og þeir munu sýna að þeir standa sem einn maður um sín hagsmunamál. Þessvegna mæta allir atvinnulausir og vinn- andi menn á atvinnuleysingja- fundinn og fylgjast vel með þeg- ar hann verður auglýstur í AI- þýðublaðinu og ekki sízt þar sem gera má ráð fyrir, að íhaldið jafn- vel reyni að skipuleggja óaldarlið til þess að hindra verkamennina í þessari baráttu. 11. nóvember í Frakkiandí EINKASKEYTJ TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. . . Kaupm.höín 15. nóv. 11. nóvember, vopnahlésdaginn, gengu 30000 þátttakendur úr stríðinu, fasistar og hægrimenn, gegnum sig- urbogann. EN SÍÐAN KOMU 100,000 EÝÐ- VELDISSINNAÐIR HERMENN ÚR HEIMSSTYRJÖLDINNI og 100,000 hrifnir áhorfendur hylltu þá. pjóðfylkingin hélt voldugar kröfu- göngur um allt Frakkland 11. nóv. til að andmæla striðinu. NORDPRESS. ........11 mmmammumaenmiaaiMnmmBinHmm „DAUÐINN Á 3. HÆÐ OG FLEIRI SÖGUR‘k hinar ágætu smásögur eftir Hall- dór Stefánsson, fást í HEIMSKRINGLU, Laugaveg 38 Sjómenn, stöndum samein- aðir « hagsmunabaráttunni FRÁ SAMTÖKUM SJÓMANNA Á „JARLINUM“. (Sjómannabréf). Ég ætla í stuttu máli að skýra frá baráttu sem átti sér stað milli háseta á línuveiðaranum „Jarlinn“ annarsvegar og skip- stjóra og útgerðarmanna hinsveg- ar. Þegar fréttir komu um það ó- vænt, að síldin mundi hækka í verði, ákváðu skipstjóri og út- gerðarmaður, að framlengja veiði- tímann. Við hásetarnir tókum saman ráð okkar og ákváðum að fara fram á kauphækkun í hlut- falli við verðhækkunina á síld- inni. Við kusum því einn úr hópi okkar til þess að fara á fund skipstjóra og útgerðar- , manns og skýra þeim mjög hóg- værlega frá þeim kröfum, sem við höfðum ákveðið að standa saman um. Skipstjóri og útgerðarniaður svöruðu fúkyrðum einum og skipstjórinn réðist persónulega á sjómanninn, sem flutti erindi okk- ar. Framkoma skipstjórans — fas- istans Kristófers Eggertssonar, mun vægast sagt hafa verið at- vinnurógur gagnvart þessum unga og mjög svo liðtæka sjó- manni, sem naut trausts félaga sinna fyrir sína prúðmannlegu framkomu, skyldurækni við störf sín og verkkunnáttu. Samtali þeirra lauk svo þannig, að sjómaðurinn var rekinn í land. Við hásetarnir vorum búnir að koma okkur saman um, að hindra þannig lagaðar ofbeldisað- ferðir atvinurekandanna með samtökum okkar. En nú vildi svo einkennilega til, að þegar til á- takanna kom, þá gugnuðu 7 af félögum okkar. Við vorum því 9, sem vorum ákveðnir 1 því að heimta félaga okkar aftur inn í skiprúmið eða fara að öðrum kosti. Því lauk þó þannig, að við gengum í land. En það reyndist árangurslaust, atvinnurekandinn valdi aðra í okkar stað úr hópi atvinnuleysingjanna í landi. Sagan um umhyggju atvinnu- rekandans fyrir velferð háset- anna er ekki hálfsögð enn. Þegar til uppgerðarinnar kom, þá reynd- u st kostnaðarreikningamir fals- aðir. Um 70—80 kr. í vörum, sem skipið sjálft átti að leggja til, svo sem sápa, matarílát og annað þessháttar, var fært inn á kostreikningana. Við neituðum að borga þetta dót og það var strikað út. En allar líkur benda þó til þess, að eitthvað meira hafi verið athugavert við þessa reikninga, þó að við hefðum ekki getað leitt það í ljós. Fæðið nam um 80 kr.. á mánuði á mann — en í fyrrasumar, undir mjög lík- um kringumstæðum, er fæðið hjá þessum sama matsveini rúmar 50 kr. Þegar við leyfðum okkur samanburð á þessu, þá var svar- ið: „Þið hafið farið svo illa með í sumar“! Félagar! Við verðum umfram allt að draga lærdóma af svona löguðum atvikum og búa okkur undir að hindra framkvæmd slíkra ofbeldisráðstafana. Sjómenn, sem ganga þannig undan merkjum, eins og sumir félágar okkar gerðu, verða að skilja, að við fáum aldrei kröf- um okkar framgengt nema méð öflugri, fórnfúsri baráttu hvers eins okkar fyrir hagsmunum sj ómannastéttarinnar. Einn af 9. Sameining allrar alþýðuæsku heimsins verður að veruleika á nðesíuuoi Alþýðublaðið birti í lok síð- asta mánaðár stutta grein út af grein minni um átökin í Alþjóða- sambandi ungra jafnaðarmanna. Af því að í grein þessari kemur í raun og veru ekkert fram, er hreki það sem ég hefi áður skrif- að um þetta þing, og af því að ég er þess íullviss að enginn með- limur úr Sambandi ungra jafnað- armanna stendur að greinarstúí þessum, tel ég ekki ástæðu til að fara frekar út í það mál, en vil hinsvegar nota tækifærið til að segja nokkru nánar frá gerðum þessa þings, þareð ályktanir þess eru nú fyrir hendi, en voru ekki Ungherjar Fundur í Kaupþingssalnum næsta sunnudagi Nánar auglýst í næsta blaði. komnar er fyrri grein mín var skrifuð. Vonast ég til að Samband ungra jafnaðarmanna sjái sér fært að gefa þær út á íslenzku áður langt líður. Hvað gerðist á þingi ungra jafn- aðarmanna. Ritstjórn Alþbl. heldur því fram aö á þinginu hafi ekki komið fram neinn skoðanamunur. Þetta er alls ekki rétt og nægir að benda á þær tilvitnanir sem teknar eru upp í fyrri grein minni úr umræð- um þingsins. Blöð ungra jafnað- armanna í Svíþjóð og Danmörku, sem skýra frá þinginu, tala eink- um um þau hörðu átök, sem þar hafi átt sér stað um það, hvort gerá skyldi samfylkingu við kom- múnistana eða ekki. Þessi ágrein- ingur varð meira að segja svo harður, að fulltrúarriir frá Belg- íu hótuðu að segja sig úr sam- bandinu ef kröfur þéirra um sam- fylkingu yrðu ekki teknar til greina. Samt sem áður bar Al- þjóðasambandið gæfu til að koma í veg fyrir slíkan klofning og fá samkomulag um ályktanimar, sem einnig taka til greina samfylking- arkröfur vinstri armsins. Þar var meðal annars ákveðið, að stjóm- in skyldi athuga framgang mál- anna á þingi Alþjóðasambands ungra kommúnista og ákveða að hve miklu leyti þar kæmi fram „svo mikilvæg breyting á af- stöðu kommúnista, svo breytt við- horf í stjórnmálum heimsins, að Alþjóðasamband ungra jafnaðar- manna, yrðu að taka spuminguna um samfylkingu við kommúnista til nýrrar athugunar á grundvelli íehginnar reynslu og möguleik- anna í hinum einstöku deildum alþjóðasambandsins”. Þetta er í raun og veru mjög þýðingarmikil ákvörðun og gefur rnanni bjartsýni til að vona, sér- staklega með tilliti til ákvarðana þings Alþjóðasambands ungra kommúnista, sem nú er nýafstað- ið og bráðlega mun verða skrifað um nánar, að ekki verði haldin ileiri heimsþing AUJ og AUK hvort í sínu lagi, en að bæði æsku- lýðssamböndin muni næst halda þing sín sameiginlega, sem stofn- þing stórs, voldugs og samhuga alþjóðasambands allrar alþýðu- æsku heimsins á grundvelli bar- áttunnar gegn stríði og fasisma og fyrir frelsi og framförum til kanda hinni vinnandi æsku allra landa. Samfylking hinnar vinnandi æsku hérna heima er dagskrármál. Það er von mín og trú, að slíkr- ar samfylkingar og sameiningar Samb.ungra kommúnista og Samb. ungra jafnaðarmanna hérna á Is- landi verði ekki langt að bíða, enda styrkjast þau öfl, sem að því vilja vinna með hverjum degi sem líður. I atvinnuleysisbarátt- unni hafa bæði félögin sett fram rnjög svipaðar kröfur, sem ættu að geta orðið sameign beggja fé- laganna og upphaf að nánara sam- starfi. Strax eftir að atvinnuleys- isnefnd Dagsbrúnar hafði óskað eftir tillögum þessara félaga sneri FUK sér til FUJ og FUF og ósk- aði eftir sameiginlegum umræðum um tillögur félaganna, svo þær gætu orðið sameign þeirra allra og fengið þannig meiri styrk að baki. Þessi málaleitun fekk góðar undirtektir og var á fundi vísað til stjórnar fél. ungra jafnaðar- manna og þótt sameiginlega um- ræður hafi eklci orðið ennþá um málið, vona ég þó ennþá að þær geti orðið hið bráðasta og að fé- login sameinist um kröfumar og fylgi þeim síðan til sigurs. Mörg fleiri mál eru það, sem félögin á- íeiðanlega munu geta komið sér saman um á næstunni og mun ekki langt að bíða að alþýðuæskan í Rvík sýni þrótt sinn og samtaka- mátt í öflugri einingu gegn aft- urhaldinu og fasismanum og á grundvelli sameiginlegra hags- muna og baráttu skapi með sér þróttmikið og fjölþætt félagslíf. ; Reykjavík 2. nóv. 1 Jóhannes Jósefsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.