Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 18.11.1935, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 18.11.1935, Blaðsíða 4
Tímaritið Árg. 5 kr. RÉTTUB kemur út mánaðartega. Gerist áskrifendurl VERHSBSBHOID LESENDURI Kaupiö hjá þetm, nm auglýsa hjá okkur og -getið þá VerklýðabiaSsins. ur. Af hverju og hvað gæti Ham- bros Bank gert? Enn sem komið er hefir Ham- bros Bank engin lagaleg réttindi hér. Skuldir ríkisins eru fast um- samdar, ríkisskuldabréfin seld einstaklingum með ákveðnum af- borgunum. Skuldir bankans eru umsamdar, ákveðinn „yfirdrátt- ur“ leyfilegur og stöðvað, ef þar fer fram yfir. Hafi Island hótað að taka lán í öðrum löndum, hefir Hambros endilega viljað lána. — Enn sem komið er getur Hambros því ekki beitt neinum fantabrögð- um, nema hann hafi til þess þau verkfæri, sem hafi slíka valdaaf- stöðu á íslandi, að þau geti kont- ið sínu fram. Vald og möguleik- ar brezka auðmagnsins til yfir- drottnunar á íslandi eru mikil, — en áhrifa þess á íslenzk stjórn- mál getur því aðeins gætt, að það fái slíka menn í valdasess á ís- landi, sem séu viljugir til að beita áhrifum fyrir það. Um það ber stjóm Landsbankans, myndun ol- íuhringanna, setning beinatollsins o. fl. órækan vott. Með Magnús Sigurðsson í valda- sessi fjármálanna getur Hambros Bank komið svívirðingum sínum fj’am, meðan ráðandi menn þjóð- arinnar trúa á Magnús. Sé hins- vegar klíka Magn. Sig. og Rich. Thors brotin á bak aftur í stjórn- málalífi landsins og í staðinn sett- i»' menn, sem ákveðnir eru í að halda uppi rétti þjóðarinnar gegn auðmannaklíku Reykjavíkur og brezku drottnunarstefnunni ogbak við þá standi sterk þjóðfylkingar- stjóm, studd af alþýðu landsins, þá geta Magnús og Richard brölt eins og þeir vilja, jafnvel sem full- trúar Hambros og Ajarabottis, — en skaða gætu þeir lítinn gert, því þá hefðu þeir misst skilyrðið til að. geta verið hin dýrmætu verkfæri útlends auðvalds, sem sé: völdin í verzlun og fjármálum íslands. Þau áhrif, sem M. S. og klíka hans nú hefir, byggist eingöngu á því valdi, sem íslenzka þjóðin hefir fengið þeim — og sem þeir hafa misnotað erlendu auðvaldi í vil. Þessum áhrifum verður að svifta þá. Við skulum næst athuga mögu- leikana og skilyrðin til þess. Attatín natnlrægir menn heimta írelsi Thalmanns liINKASKIiVfl 'III. VliIíKl.ÝOSBl.AÞSlNS. Kintpiii.höfn 15. iióv. Á sunuudaginn gekkst nefnd sú, sem vinnur að því að lrelsa þá, sem lent haia i klóni Hitleríasismans, ráðstefnu í Kaupmannhöfn. 80 þjóð- frægir menn tóku þátt í henni sem fulltrúar. Aðalræðumaður var varaformaður sósínlradikala flokksins franska, Eli- ane Branlt. Lagði hann í ræðu sinnl sérstaka áhcrzlu á að málaferlin gegn ThSlmenn, sem nú vofðu yfir, snertu livern einasta frjálslyndan mann. „SÁ, SEM EKKI MÓTMÆUB NÚ, GERIR SIG MEÐSEKAN í GLÆPN- UM“. ' Peter Freuchen lagði sérstaka aherzlu á samúðina með þýzku þjóð- inni í baráttnnni gegn villimennsku nazismans. Moltved læknir og Veibel, docent í eínafræði við Hafnarháskóla, flnttn íyrirlestra. Ráðstfenan samþykkti einróma kröfnr til þýzku stjómarinnar nm að láta Claus og Kayser lausa, stöðva málaferlin gegn 25 verkamönnnm i Bérlín strax og sleppa ThSlmann undir eins. NORDPRESS. Hátekjuskattnr Tillögar Kommúnist tlokksins iá almennt tylgi Hvad g’erir tjárveitinganetnd ? Seljnm bensín Of imnrninfaolinr fyrir báta og bíla l*g*ta verði. H.t. Natta Símar 4493 Of 2368. Kommúnistaflokkurinn hefir með skýrum rölium sýnt fram á, hvernig hægt er að afla ríkissjóði til umráða 7—8 milj. króna með sköttum á hátekjumenn og sparn- öði A ríkisbúskapnum, til þess að íramkvæma þær ráðstafanir, sem nauðsynlegastar eru til að firra alþýðuna til sjávar og sveita vand- ræðum; og það án þess að gengið sé nærri neinum. Þessar tillögur hafa fengið geysi mikið fylgi meðal fóiksins um allt land. Utan af landi eru þegar farnar að berast fregnir um fjöl- menna verkálýðsfundi, sem ein- dregið krefjast þess af Alþýðufl. og Framsóknarfl., að þeir taki höndum saman við Kommúnista- ilokkinn á grundvelli ávarpsins fvá 3. flokksþinginu. I Dagsbrún var rætt um svipaðar ráðstaf;mir og Kommúnistafl. benti á, í sarn- bandi við tíllögur atvinnuleys- isnefndarinnar og fór enginn í grafgötur um fylgi fundarmanna. í Jafnaðarmannafél. Islands voru samþykktar svo að segja í einu hljóði gegn atkvæðum afturhalds- sömustu broddanna, tillögur um ríflegan hátekjuskatt. Mönnum er yfirleitt að veröa það ljóst, að það, að ganga á móti aðalatriðunum í tillögum Konim- únistaflokksins, það er að ganga á móti fólkinu í landinu. Það fer ekki hjá því, að slíkur þungi utan frá hafi áhrif á Al- þingi. — Enda er það nú að koma í ljós. — 1 fjárveitinganefnd eru a ferðinni tillögur um hátekju- skatt all verulegan (Sérskattur af því sem er fram yfir 10 þús., 50% af fyrstu tveimur þús. og svc stighækkandi allt upp í 90%). — Sá er að vísu galli á tiUdgum þessum, að gert er ráð fyrn að helmingurinn renni til viðkomandi bæjarsjóða. Það þýddi eins og nú standa sakir, að ríflegur hluti skattsins kæmist í hendur íhalds- ins í Reykjavík, sem síðan myndi draga úr útsvörum hátekjumanna að sama skapi — og gera þannig helming skattsins að einskisnýtrl pappírssamþykkt. Alþýða manna krefst lagfæring- ar á þessu — jafnframt því, sem því er fagnað, að tillaga um há- tekjuskatt skuli vera komin alla leið inn í fjárveitinganefnd. — En aðaiatriðið er, að meira verði úr tillögu þessari en þinglegur skrípaleikur, eins og allar slíkar tillögur hafa verið til þessa, — að AJþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn sjái til þess að rífleg- um hátekjuskattur verði virkilegá samþykktur. — Samfylking fólks- ins utan þingsins er vald og því valdi verður að beita. Hið vinn- aridi fólk er búið að fá nóg af lof- orðunum og sápukúlufrumvörpun- um. Það krefst raunverulegra að- gerða. Hinsvegar þegir Alþýðublaðið um afstöðu flokks síns? Hvort á að ráða: Óskiptur \ilji alþýðunn- ar í Alþýðuflokknum — eða vilji Jóns Bald., Haralds og Héðins? (samanber afstöðu þeirra á fundi Jafnaðarm.fél.). Það er heldur ekki nóg, að há- tekjuskattur sé samþykktur. Það verður að sjá til þess að hann sé ekki notaður t. d. í mútufé, eins og miljónin sem veitt er úr ríkis- sjóði og fengin fisksölusamlaginu til umráða, — heldur verði hann notaður til þess að bæta úr brýn- ustu þörfutn fólksins, til verklegra íramkvæmda, til alþýðutrygginga, til hjálpar fát.ækum bændum og liskimönnum — í stuttu máli: í aðaiatriðum í samræmi við tillög- ur ICommúnistaflokksins. Fátækramálin. Út af klausu í Mogganum 12. nóv. síðastl. er rétt að gefa þá skýringu, að „fátækrafulltrúarn- ir“ hafa tekið upp þá aðferð, að taka ekki á móti nema einum Daudinn 4 þriðju hæð Framh. af 3. síðu. gleymanlegar myndir, hverja með sýnum hætti. Fyrsta sagan og lengsta, Dauðinn á þriðju hæð, er í raun og veru stærðar skáldsaga, enda þótt hún gerist í einu húsi á einni kvöldstundu og rúmist á liðugum 50 síðum. Hér er brugðið upp, í fáum en föstum dráttum, rnilli 10 og 20 persónum, eins og mislitum vafningi utan um hinn rauða þráð, atvinnuleysingjann, á !eið hans upp tröppumar — að hengingarólinni. Sagan er einstök í sinni röð . á vora tungu, vídd hennar og þensla út í hina svörtu nótt. Og hún er, eins og allar þess- ar sögur, ægileg ádeila á meina- rætur þjóðskipulags vors, fánýti þess og manndrápseðli, — róleg og jafnvæg ádeila að vísu, en þeim mun bitrari í atlögum sínum. Frásagnarháttur Halld. Stef. er ekki ólíkur Schulze gamla bjórekli, sem rak hnefann í lendina á mer- inni Mettu, þegar aðrir höfðu grát- ið út af því að verða að selja hana. Stíllinn er hnitmiðaður, djúpstæður og ósveigjanlegur, eins og höfuðskepna — minnir jafnvel á gráan klett í hjágötu. En inni í þessum þunga, yfir- bragðsgráa stílkletti syngur fög- ur huldukona, — samúðin með manninum, dýrinu (ekki mann- dýrinu), vitræn og hjartanleg í senn. Ef til vill er Ilalldór hið virkilegasta verklýðsskáld, sem vér' höfum eignast. Og trauðla' verður af viti um það deilt nú, að hann er hinn eini höfundur vor, sem að kunnáttu og hæfileikum rná nefna í sömu andrá og nafna hans Kiljari Laxness. Megi þjóð vór eignast sem flesta slíka Hall- dóra! En hver sagan er svo bezt af þessum átta? Því verður hver að svara fyrir sig, með því að kaupa bókina og lesa. 'Ný gjaldeyrisskriístoía hofir vcríð 'sott. á. stoi'n i Lands- liankahúsimi, scgir N. Dagbl — Að ! alhlutvcrk þcssarar gjaldeyrisskrif- síofu mun vcra það, að neita. þcim gjaldcyrisleyfum, scm gjaldoyrisncfnd Vicfir vcitt. Fer Kaaber bankastjóri annan daginn út i gömlu síinastöðina og vcitir lcyfi, — hinn daginn ncitar liánn þeim í Landsbanlíaliúsinu. — [ þctta heitir „skijiulagning" og ber \ ott, um þá „sérþekkingu" i fjárinál- um, sem bjarga á landinu. manni í einu, til þess að hafa ekki vitni að þeim lygum, sem þeir daglega bera á borð fyrir styrk- þegana, í stað framfærslustyrks, en í þessu tilfelli þorðu „fátækra- fulltrúarnir“ ekki annað en láta undan að nokkru leyti. Annars er skýrsla sú, sem Ólafur hvítliði géfur í Morgunblaðinu að miklu leyti röng, eins og lögregluþjón- arnir geta borið vitni um.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.