Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Síða 3

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Síða 3
VERKLtÐSBLAÐIÐ VEDKLÝÐíBLAfi!!) Útgefandi: KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS. Ritstjóri: EHSTAR OLGEIRSSON. Afgr.: Vatnsstíg 3 (þriöju hœÖ). Sími: E184. — Pósthólf 57. Prentsmiðjan Acta h.f. KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (Deild úr Alþjóöa- samhandi kommúnista). Formaður: BRYNJÓLFUR BJARNASON. Skrifstofa: Vatnsstíg 3 (3. hœö). Viötalstími: Daglega kl. 6—7, virka daga. „Rauðir pennar“ Tákn þess að sósialisminn er að sigra i islenzkum bókmenntum Fyrir verkalýðshreyfing-una og þar með fyrir framtíð íslenzku þjóðarinnar, táknar þessi líðandi vetur 1935 straumhvörf í íslenzk- um bóltmenntum. Það, sem „Bréf til Láru“, „Fuglinn í fjörunni“ og „Ég læt sem ég sofi“ hafa verið forboðar að, hefir nú brotizt út í öllum sínum krafti í að heita má öllum greinum skáldskaparins. „Sjálfstætt fólk“, „Rauða hætt- an“, „Samt mun ég vaka“ og „Dauðinn á þriðju hæð“, — skáld- saga, Ijóð, smásögur, ritgerðir, — allt samið af slíkri list, að and- stæðingar beygja sig fyrir því, — það táknar,að þar sem íslenzk list kemst hæzt nú, þar gefur sósíal- isminn henni innihald og viðhorf, eldmóð og kraft. Smiðshöggið á þennan sigur só- síalismans í íslenzkum bókmennt- um leggur safnritið „Rauðir penn- ar“. Þegar 15 íslenzkir höfundar — með þá Halldór Kiljan, Þórberg, Jóhannes úr Kötlum, H. Stefáns- son og Kristinn Andrésson í broddi fylkingar — leggja sameig- inlega fram nýjustu sögur sínar, ljóð og ritgerðir, ásamt hinni glæsilegu þróunarsögu og stefnu- lýsingu Kr. E. A., þá er augljóst, að nú eru það ekki lengur nokkrir „árgalar“, sem einangraðir rjúfa þögnina, heldur voldug fylking núlifandi skáldakynslóðar, sem í krafti listar sinnar og málstaðar kveður sér hljóðs með slíkum mætti, að menn verða að hlýða á. Strax fyrsta kvæði bókarinnar, „Frelsi“, eftir Jóhannes úr Kötl- um, gefur kröftuglega til kynna, að skáldum þessum er ljóst, hvert hlutverk þeirra er fyrir íslenzku þjóðina. í þessu kvæði hljómar jafnt af snilld og krafti sama raustin og 1835 í ,ísland farsælda frón“, og 1895 í „Brautin“ — og staðfestir orð Shelleys: „Skáldin eru básúnurnar, sem syngjandi kalla til orustu. Skáldin eru óvið- urlcenndir löggjafar heimsins". Efni þessara „Rauðu penna“ skal ekki rakið hér. Til þess er ei rúm. Til þess að kynnast því, Hvað segja beztu foringjar sósial- demokrata um samfylkinguna ? Jean Longuet meðlimur í flokksstjórn franska Sósíalistaflokksins, þingntaður sósíalista fyrir París, meðlimur í fram- kvæmdanefnd II. Jean Longuet er einn vinsælasti foringi sósíalista í Frakklandi. Hann er dóttursonur Karls Marx. Hann var nýlega spurður um álit sitt á Dimitroff, baráttunni gegn fasismanum og samfylkingunni. Svar hans var svohljóðandi: Persóna og hlutverk Georgi Dimi- troffs verður í hugum allra, sem fylgst gátu með málaferlunum í Leip- zig, tengt því ógurlega dæmi nm „rétt- arfar“ nazismans. pað, hvernig þessi óbugandi, búlg- arski byltingamaður, reis upp í sann- kölluðum hetjumóð mitt í ragmennsku cg skriðdýrshætti, — augliti til aug- liti við herra dagsins og tók upp bar- áttuna gegn blóði drifnum harðstjóra, eins og Göhring, — það hlaut að fylla nlla sósíalista og byltingamenn eld- móði. Já, ég held, að sú framkoma liafi hlotið að hrífa hverja mannlega vcru, sem hefir nokkra hugmynd um Verkalýðshreyfingin ein getur nú á Internationale. \ manngildi. dögum skapað persónur með slíkum siðferðisþrótti. Fyrir alla þá, sem þjázt í dyflissunm og fangabúðum pýzkalands og í fangelsum annara fasistaríkja, hefir áreiðanlega ekki verið til betri huggun og andlegur aflgjafi, en framkoma þessa fulltrúa hyltingarinnar frammi fyrir skósvein- um gagnbyltingarinnar. En síðan hefir Dimitroff aftur unn- ið sér næstum eins mikla samúð og þakklæti verkalýðs allra landa. pað var þegar hann á heimsþinginu í Moskva lýsti því yfir, að í verkalýðs- hreyfingu veraldarinnar „tæki við tímabil einingarinnar eftir tímabil klofningsins“. Ég heilsa Dimitroff sem hermanni byltingarinnar og sem BRAUTRYÐJ- ANDA EININGAR VERKALÝÐSINS, — sem ég persónulega hefi aldrei hætt að trúa á, ekki einu sinni á döprustu stundum bróðurvíganna milli sósialista og kommúnista". 2,72 á viku, eða af öllum þeim, sem nú eru í atvinnubótavinnu kr. 1251,20 á viku, svo þetta er ekki svo lítil upphæð, sem rænt er af þeim, sem ekki hafa ráð á að uppfylla allra brýnustu þarfir sínar, atvinnuleysingjunum. Og þó er hér annað ennþá al- varlegra á ferðinni. Ef bæjar- stjórn helst þessi ósvinna uppi, án þess að Dagsbrún grípi í taum- ana, hvað verður þá langt þangað til að aðrir atvinnurekendur ganga ó. sama lagið og virða taxtann að j vettugi. En slíkt má ekki koma fyrir. I Sameinaður verður verkalýðurinn að hindra slíkt. Norskir sjómenn gera verk- fall gegn hergagnasendingu til ítaliu EINKASKEYTI TIL VERKLÝÐSBLAÐSINS. Kaupm.höfn 14. des. i rá New York er símað: Hásetarnir á norska skipinu „Spero“ hafa gert verkfall sðkum þess að íarmurinn á skipinu er hráefni tll italska hergagnaiðnaðarins. NORDPRESS. MæðrastyrksnefndlB Taxíabrotin og bæjarstjórnin Frá því að atvinnubótavinnan byrjaði í haust hefir ekki verið greitt fyrir hana, samkvæmt taxta Dagsbrúnar, heldur hefir bæjar- stjórnin látið sig muna um að ræna nokkrum aurum af dag- kaupi hvers einasta atvinnuleys- ingja. Fulltrúi kommúnista hefir hvað eftir annað hreyft þessu í bæjar- stjórn, en árangurslaust, því að íhaldið sér í þessu einn af sín- um skemmtilegustu draumum rætast, að taxtar verkalýðsins séu að vettugi virtir, og kaup greitt eftir geðþótta atvinnurekandans. verða menn að lesa bókina sjálfir. En hafi einhverjum fundist ís- lenzk verkalýðshreyfing andlega fátæk fram að þessu, þá verður það ekki sagt með neinum snefil af rétti eftir þennan dag. Með „Rauðum pennum“ og ritunum, sem hér eru nefnd, er íslenzk verkalýðshreyfing orðin eins andlega rík og verklýðshreyf- ing ýmissa þeirra auðvaldslanda, er fremst standa í þeim efnum. Þökk sé sltáldum ,Rauðra penna* og sérstakl. hinum snjalla skipu- leggjara þeirra, fél. Kr. Andrés- syni. — Þau hefja alla hreyfingu vora upp á hærra stig og skapa henni aukið aðdráttarafl fyrir all- ar þær þúsundir, sem fram að þessu hafa haldið, að sósíalisminn og verkalýðshreyfingin væri ,bara‘ hagsmunabarátta undirstéttanna, — því þeir munu sjá, að sósíal- isminn: það er líka öll list, allur skáldskapur, öll menning, öll feg- urð — fyrir lífið og hið vinnandi fólk. E. 0. Þessi afstaða íhaldsins kemur víst fáum verkamönnum á óvart, en hinu eiga þeir erfiðara með að átta sig á, að fulltrúar Alþýðu- flokksins láti sig það litlu skipta, eða fjandskapist .beinlínfs á móti því að málið sé rætt í bæjarstjóm eins og Ólafur Friðriksson. En verkalýðurinn er nú á ann- ari skoðun en Ólafur. Hann krefst þess, að málið sé rætt og taxtinn haldinn að fullu. Þó hér sé ekki um stóra upphæð að ræða fyrir hvern einstakan, þá safnast þeg- ar saman kemur. Nú er greitt fyr- ir vikuna kr. 54.40, en á að vera samkvæmt taxta kr. 57,12 eða af hverjum verlcamanni er tekið kr. hefir hafið söfnun til jólaglaðn- ings fyrir fátækar mæður. Fatn- aður, nýr eða gamall, matvæli, peningar, — allt er með þökkum þegið, sem getur orðið fátæku heimili til gagns eða gleði. Nefnd- in hefir opna skrifstofu daglega ki. 3—6 í Þingholtsstræti 18. Coubertin vantrúaður á framtið Olympiuleikanna. Basel: Á fundi svissnesku Ol- ympíunefndarinnar talaði þann 1. nóvember Pierrc de Coubertin, stofn- andi Olympiuleika hins nýja tíma. Ræddi iiann um þá óvæntu örðug- 'oika, scm leikarnir eiga nú við að •stríða, og lét í ljós ótta fyrir því, að kcppnin í Berlín kynni að verða ondalok hinna 01>unpisku leika. (R. S. I.). nýjasta kvæðabókin eftir Jóhannes úr Kötlum er komin út Hver einasti ljóðelskur íslendingur þarf að eignast þessa ljóðabók. Kostar í skrautlegu bandi 6.00 kr,, heft 4,50 BOKAÚTOáFAN HEmSKRINOLA Laugaveg 38

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.