Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Síða 4

Verklýðsblaðið - 16.12.1935, Síða 4
Ttmariöð . RÉTTUR « kemur út mánaðarlega. Arg. 5 kr. — Qerist áskriiendarl VERKiyÐSBLAÐID LESENDURI Kaupið hjá þeim, «em aaglýea hjá ohkor og gatlð þá Verklýðeblaðsliu. Hneyksíi I - í útvarpi Útvarpiö hefir undanfarið látið fara tvær útsendingar, sem benda ógeðslega til nánari tengsla við Þýzkaland Hitlers en frjálslyndir menn á íslandi óska eftir að hafa við ríki villimennsku og morð- varga. I. Til landsins, sem rekið hefir beztu núlifandi skáld sín úr landi eða pínir þau í dýflissum (Thomas Mann, Heinrich Mann, Remarque, Ludwig Renn, Ossietsky) og brennir beztu rit þjóðarinnar á báli, — til þess lands hélt Gunn- ar Gunnarsson til að halda fyrir- lestra. Hann mun hafa fengið þá vel borgaða, því að Þýzkaland Hitlers á erfitt með að fá nokkra sanna andans menn til að líta við villimennsku sinni. Og hann þakk- aði nazistum fyrir sig með út- varpsræðu — frá Leipzig! Það var ekki neitt líkt röddinni miklu frá Leipzig, sem vakti að- dáun alls hins menntaða heims fyrir 2 árum, — það var ekki líkt rödd fangans, sem dauðadómur vofði yfir í Leipzig og talaði svo hugdjarft að heimurinn hreifst með, en „dómarar“ harðstjórans skulfu. Nei — það var aumingi, sem ekki þorir að taka þátt í frelsis- baráttu fjöldans, sem tísti frá Leipzig um „að íslendingar ættu að taka sér Þjóðverja til fyrir- myndar“. Við höfðum ekki haldið að Gunnar Gunnarsson sykki svona djúpt. II. 2 ráðherrar Islands ávarpa þýzka hlustendur með vel undir- búnum ræðum, en sem skellt er í útvarpið án nokkurra tilkynninga fyrr en sama kvöldið. Ráðherrar samvinnumanna og sósíaldemókrata lýsa ánægju sinni yfir sambandinu við landið, þar sem samvinnufélögin eru eyði- lögð og sósíaldemókratar eru fang- elsaðir og drepnir. Hvað á þetta að þýða? Er þessum ráðherrum virkilega ekki nóg raun að því, að þurfa að hafa hið venjulega „diplomat- iska“ samband við Þýzkaland? Þurfa þeir auk þess að „sleikja" j sig upp við Þýzkaland Hitlers með þessu móti? Það ætti þó að vera fyrsta boð- j orð hvers frjálslynds manns, að j hafa mökin við ríki morðingjanna j og brennuvarganna þýzku eins 1 lítil og hægt er. Vill ríkisstjórnin ekki skýra hvað þetta útvarp átti að þýða — og forðast slík hneyksli fram- vegis? Og því tekur eins frjálslyndur og ágætur maður og Guðmundur , Thoroddsen þátt í slíku? Barátta fyrír frelsi Thálmans Prentarar í Stockhólmi og helztu menntamenn Svía mótmæla. EINKASKEYTI TIL YERKLÝÐSBLAÐSINS. Kauprn.höfn 14. des. Fi'ú Stokkliólmi er símað: 30 menntamenn, prófessorar, rithöf- undar, listamenn, læknar og lögfræð- ingar haía sent mótmæli til Hitlers gegn dauðadómunum yfir Klaus og Kayser. Prentaraféiafgið i Stokkhólmi, sem telur 4100 meðlimi, hefir samþykkt að krefjast þess að Thalmann sé látinn laus. NORDPRESS. Sleðaíerðir barna. A eftirtöidum svæðem og götum er heimilt að renua sér á sleðum: Auaturbær: 1. Arnarhóll 2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg og milli Hverfisgötu og Lindargötu. 3. Afleggjarinn af Barónsstíg, sunnan við Sundhöllina. 4. Njálsgötu frá Barónsstíg að Hringbraut. 5. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 6. Spítalastígur milli Oðinsgötu og Bergstaðastrætis. 7. Egilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut. Vesturbær: 1. Biskupsstofutún norðurhluti. 2. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut. 3. Glatan frá Bráðræðisholti nr. 39 niður að sjó. Bifreiðaumferð um ofaugreiuda götu- hluta er Jafnframt bönnuð Lðgreglustjórinn í Reykjavik Gustav A. Jóuasson settur. THlögur Lavals og Hoare Framh. af 1. síðu. stefnu var ákveðið að gjöra sér- stakt átak til að vinna almenn- mgsálitið í Frakklandi fyrir utan- ríkispólitík Þýzkalands. Skyldi eklc ert fé til sparað, að kaupa þýð- ingarmikla, franska stjórnmála- menn, einkum úr radikala flokkn- um, og blaðamenn við hin ýmsu blöð. Ennfremur var ákveðið, að koma upp nazista-vinsamlegu dag- blaði í París á næsta ári. Göbbels hafði við orð að „fall Lavals mundi koma sér mjög illa, sem stæði“ og yrði að hindra það, hvað sem það kostaði, vegna hætt- unnar við þjóðfylkinguna frönsku. Tillögur þeirra Lavals og Hoares hafa því flett betur en nokkru sinni fyr ofan af fyrirætlunum brezku og frönsku imperialist- anna: Bandalag við fasistana á Þýzkalandi og á Ítalíu, til styrkt- ar fasismanum, til undirbúnings Evrópustriðs, til kollvörpunar Sov- ét-Rússlands, til kæfingar verka- lýðsbaráttunnar í blóði og eldi — ný myrkraöld kúgunar og kvalar, áþjánar og ofbeldis í heiminum. Sú barátta, sem nú er háð gegn tillögum þeirra Hoares og Lavals um skipting Abessiniu er því ekki eingöngu baráttan u.m heiður þjóðabamlaiagsins, heiður Eng- lands, verndun smáþjóðanna o. s. írv., heldur barátta gegn Evrópu- stríði. Sovét-Rússland mun eins og áð- ur vera foringi þeirrar baráttu. Norðurlönd og aðrar smáþjóðir, fleiri og fleiri, munu nú leita trausts hjá því. Hver þjóðin af annari mun nú fara að sjá, að brezki og franski imperialisminn hefir verið að reyna að flytja þær í friðarhjúpi á höggstokkinn — aðeins sigrandi verkalýður Sov- étríkjanna og aukin og margföld- uð samfylking verkalýðs og milli- stétta auðvaldsríkjanna mun geta hindrað stríðið. Jólamatur Sláturfélagsins ætti að vera á hvers manns borði um hátíðina. Fyrst og fremst hangdkjötið sem allir lofa, nýslátrað nautakjöt, alikáltakjöt og grísakjöt. Frosið dilkakjöt, aligæsir, kjúklingar, endur og rjúpur. — spikþræddar ef pantaðar eru í tíma. Smjör og ostar frá Mjólkurbúi Flóamanna. — Nýir ávextir og niðursoðnir. Nýorpn egg á 1,25 V, kgr, eðs> 14 aura atk. Bökunaregg á 1,00'/, kg. eða 11 aura stk. Fátt er ljúffengara á kvöldborðið én gaffalbitar og egg. Askurður á brauð og niðursuðuvörur í fjölbreyttu úrvali. Gjörið pantanir yðar tímanlega, það er öllum fyrir beztu. JXEatardeildin Matarbúðin Hafnarstræti 5, sími 1211. Laugaveg 42, sími 3812. Kiötbúdin Kiötbúð Sólvalla Týsgötu 1, sími 4685 Sólvallagötu 9, sími 4879, Kjötbnö Anstnrbæjar Laugaveg 82, sími 1947.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.