Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 07.02.1936, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 07.02.1936, Blaðsíða 3
verklyðsblaðið VEftiCLÝWBLÁÐIO Útffefandi: KOMMÚNISTAFL. ÍSLANDS. Ritatjóri: EINAR OLGEIRSSON. AfgT.: Vatnsstíg 8 (þriöju hœö). Sími: 2184. — Pósthólí 57. PrentsmiOjan Acta h.f. KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍSLANDS (Delld úr Alþjóða- sambandi kommúnlsta). Formaöur: BRYNJÖLFUR BJARNASON. Skrifstofa: Vatnsstig S (3. hcaO). ViOtalstimi: Daglega kl. 8—7, Tirka daga. Okur heildsatanna í skjóli gjaídeyris- leyfanna Hrun smákaupmanna Enn einu sinni er verið að út- hluta gjaldeyrisleyfunum og öll líkindi benda til að nefndin ætli ekki að breyta þeirri stefnu sinni, að veita þau fyrst og fremst heildsölunum, þó hinsvegar sé ó- hugsandi annað en neytendasam- tökunum takist að knýja nokkur leyfi einnig sér til handa, — því allt annað væri að gefa heildsöl- unum ótakmarkaðan rétt til að okra á fólkinu og tolla nauðsynj- ar þess eftir vild. Hver hefir orðið afleiðing þess- arar stefnu undanfarið ár? Afleiðingm hefir orðið sú ann- arsvegar að neytendur herða sam- tök sín af öllum krö'ftum til að losna sem mest undan oki stóru heildverzlananna, — en hinsvegar verður smákaupmönnunum að blæða fyrir af því þeir eru bundn- ir á klafa heildsalanna, fá engin gjaldeyrisleyfi sjálfir og verða því að sæta þeim okurkjörum, sem heildsalarnir skammta þeim. Afstaðan fyrir almarga smá- kaupmenn á síðasta ári hefir því orðið sú, að þeir verða að kaupa vörur með t. d. 20% álagningu heildsalans, en geta sjálfir ekki lhgt neitt sem heitir á vöruna, af því þeir þurfa að keppa við neyt- eridasamtökin, sem eru meira eða minna laus við að þurfa að greiða heildsalanum þennan óheyrilega toll. Útkoman hefir svo orðið sú fyr- ir margan smákaupmanninn, að hann hefir þrælað kauplaust allt árið til að tryggja gróða heildsal- ans. Og nú horfir hann fram á sama þetta ár meðan stóru heild- verzlanimar eins og Johnsen & Kaaber og öll þessi stórgróðafyr- irtæki sitja inni með gjaldeyris- leyfin og skammta honum verðið. I Að sama skapi sem smákaup- | mennirnir tapa eða þræla kaup- ' laust og nálgast gjaldþrotið, græða svo stórkaupmennirnir, enda er það staðreynd, að firmu, sem fyrir 2 árum voru mjög tæp eða jafnvel stórskuldug, eru nú orðirt rík, — á einokunarafstöð- Jalsol® Hálfdánarson braiitryðjandi kaKpSéíagsstarSsemimsar á Islandí Hundrad ára mínning Eftir Brynjólf Bjarnasoii „Kommúnistallokkur Islands skorar á vinnandi bændur ís- lands að sameinast í anda brautryðjendanna í Suður- pingeyjarsýslu og fretsa sam- vmnuhreyfingu sina frá yfir- vofandi hættu fasisma og fjár- gróðahringa, með því að taka höndum saman við verkalýð- inn til að skapa þjóðfylkingu hins vinnandi fólks á íslandi.“ Úr Avarpi 3. þings K. F í. Nýlega hefir 90 ára afmælis eins af merkustu brautryðjendum kaupfélaganna, Benedikts á Auðn- um, verið minnst að makleikum. I-Ireppsnefnd Húsavíkurhrepps á- kvað að gera Benedikt að heiðurs- borgara. Sl. miðvikudag var hundrað ára # afmæli fyrsta brautryðjandans, roannsins, sem má teljast faðir kaupfélagsstarfseminnar á íslandi, Jakobs Hálfdánarsonar. — Maður skyldi nú ætla, að kaupfélögin og Framsóknarfl. hefðu minnst þess- arar stundar með veglegri minn- ingarathöfn. En það fór á annan \ eg. Dagblað Framsóknarflokksins hefir ekki minnst einu orði á af- mæli þessa merka mann, sem hefir átt hinn glæsilegasta þátt í sögu Jslands á endurreisnartímabilinu. Jakob Hálfdánarson. — Og í útvarpinu myndi hans vafalaust heldur ekki hafa verið minnst, ef ekki lægju til þess eft- irfarandi drög: Aðstandendur J. H. fóru þess á leit, að Jóhannes skáld úr Kötlum fengi að halda erindi í útvarpið á 100 ára afmælinu. — Útvarps- stjóri brást mjög illa vil, og svo fóru leikar, að útvarpið neitaði að taka við erindi um J. H., nema stjórn Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga útnefndi fyrirlesar- ann. — Arnór Sigurjónsson var útneíndur. — En þó að erindi Arn- órs væri hlýlegt, þá var samt ekki Norska verkamannaiþróUa- sambandíð beldur Sparíakiade EINIvASKEYTI TIL YERKLÝÐSBLAÐSINS. Kaupm.höfn 7. febr. Frá Osló er símað: Norska verkamanna-íþróttasam- j handið heldur alþjóðlegt vetrar- ; íþróttamót, — Spartakiade — 8.— í 16. febrúar. Meðal þátttakenda eru beztu íþróttamenn verkalýðs- unni, sem innflutningshöftin hafa skapað þeim, og tækifærinu, sem þau hafa fengið til að selja allar gamlar birgðir með uppsprengdu verði. Hagsmunir smákaupmanna og heilsalanna eru því algerlega and- stæðir og það, sem smákaupmenn nú verða að heimta, til að tryggja sér sæmilega afkomu fyrir starf sitt, það er: að gjaldeyrisleyfin séu veitt beint til þeirra — jafnhliða og til neytendasamtakanna, — og smá- kaupmennirnir geti síðan látið lieildsalana í þeirra marglofuðu „frjálsu samkeppni“ keppa um að útvega þeim vöruna sem ódýrast. Þá færu þeir peningar, sem nú íara til að auka auð Johnsen & Kaabers og annara slíkra, til að tryggja smákaupmanninum sæmi- lega lífsafkomu. ins á Norðurlöndum, Finnlandi og i Sovétríkjunum. Á sunnudaginn var boxleikur milli Noregs og Finnlands. Á- horfendur voru 1500. Leikslok 4:4. Spartakiadan byrjar með skautahlaupum og taka þátt í þeim m. a. 14 Sovét-íþróttamenn. NORDPRESS. Það er vitanlegt, að það er bankavaldið, sem hjálpar heildsöl- unura með valdi sínu í nefndinni, til að fá þessa einokunarafstöðu, enda eru það margvísleg bönd, sem tengja bankana og banka- stjórana við stærstu heildverzlan- irnar. Gegn þessu verða smákaup- menn að rísa, ef þeir ætla ekki að horfa aðgerðalausir á hrun stéttar þeirra. Þeir hafa álíka af- stöðu og smáútgerðarmennirnir, sem orðið hafa að þola arðrán Kveldúlfs og fiskhringsins, — í skjóli Landsbankavaldsins, — en nú eru líka smáútvegsmennirnir að rísa upp gegn þeirri kúgun. Og alþýða Islands mun standa við hlið millistéttanna í baráttu þci ra gegn okurvaldi og einka- rétííndum auðíélaganna í landinu. hægt að ætlast til þess, að hann talaði af sögulegum skilmngi um starf Jakobs Hálfdánarsonar, ein- mitt vegna þess að hann talaði á vegum Sambandsins. — Liggja til þess þau rök, er síðar mun vikið að. Jakob IJálfdánarson var bóndi á Grímsstöðum, þegar hann hafði fyrstu afskipti sín af neytenda- samtökum bænda. Um nokkurt skeið hafði það tíðkast, að bænd- ur í heilli sveit eða byggðarlagi tóku sig saman. til að gera sam- eiginleg innkaup hjá kaupmönn- um, til þess að knýja fram lægra verð. Þegar Jakob hafði tekið við búsfori’áðum, var fljótlega leitað til hans, til að standa fyrir slík- um samtökum. Gat hann sér þá strax ’ninn bezta orðstír. — Þetta var á árunum 1860—1870. — legar hið svokallaða „Gránu- félag“ var stofnað, lögðust þessi samtök bænda niður og menn vörpuðu allri áhyggju sinni upp á félagið. En brátt úrkynjaðist Gránufélagið og komst í hendur erlendra kaupmanna, svo að engin rnunur varð séður á því og sel- stöðuverzlununum gömlu. Ástandinu í verzlunarmálum bænda á áratugnum 1870—1880 verður bezt lýst með eigin orðum J. H.: „var íiú mjöp fágaett, að eigi víéri hvert pund uppáskuldað eða hii'að, þegai- kaujjtjð hyi'jaði". Þessu vildi J. H. breyta með samtökum bændanna sjálfra. Og upp frá því helgaði hann allt líf sitt og alla sína frábæru hæfileikp, þessu verkefni. Undir forustu J. H. var nú haf- in víðtæk pöntunarstarfsemi bænda, bæði frá útlöndum og úr , Reykjavík. Jafnframt gekkst hann fyrir sauðasölu til erlendra kaup- manna gegn -peningagreiðslu út í hönd. Segir Jakob svo sjálfur frá, að þessi starfsemi hafi tekið svo upp tíma sinn, að hann hafi ekki getað verið nema 3—4 vikur að búi sínu um heyskapartímann. Að pöntunarstarfseminni vanri Jaltob algerlega endurgjaldslaust, en fékk ofurlitla þóknun fyrir sauða- útveginn. Allt, þetta „umstang“ varð und- irstaðan að Kaupfélagi Þingeyj- jpga, fyrsta kaupfélaginu á land- inu, sem stofnað var á fundi, sem haldinn var á Grenjaðarstöðum 26. sept. 1881. Skrifuðu 32 menn sig fyrir hlutum, sem voru kr. 10,00 hver, samkvæmt uppástungu Jakobs, svo að engir yrði útilok- aðir^fyrir fátæktar sakir. Jakob varð svo framkvæmdarstjóri fé- Jagsins. Það er örðugt að lýsa í stuttu máli öllum þeim örðugleikum, sem irumherjinn varð að sigrast á. — Það var eins og óblíð náttúra

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.