Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 24.02.1936, Blaðsíða 4
Tvær leiðir Framh. af 8. síðu. þeir, sem sviftir hafa verið störf- um og stöðurn af fasistastjórn- inni, fái þær aftur. Jarðarafgjald verði lækkað stórlega. Skattamir og gjöldin á bændaalþýðunni verði lækkuð. Afnám hinna aftur- haldssömu leiguliðalaga. Sveitaai- þýðan fái aðgang að landi, af al- menningseign. Afnám laganna um skaðabætur til aðalsins, fyrir lönd, sem gerð hafa verið upptæk. Lög um vernd og öryggi fyrir iðnað- arverkalýðinn. Atvinnubætur og opinberar verklegar framkvæmdir í stórum stfl. Alþýðutryggingalög- gjöfin verði endurreist. Hækkun verkalaunanna, einkum hjá hinum lægst launuðu í landbúnaðinum. Og kosningasigur samfylkingar- innar varð glæsilegur í mótsetn- ingu við hinn örlagaríka ósigur hinnar sundruðu alþýðu 1933. Fasismanum á Spáni hefir nú verið greitt það högg, sem mun ríða honum að fullu, ef réttilega verður fylgt á eftir. Verkalýðs- samtökin hafa nú fengið svigrúin til að sameina fólkið í baráttunni fyrir bættum kjörum, svigrúm til að undirbúa sig undir það að kollvarpa fyrir fullt og allt veldi aðalsins og hinnar sþilltu bur- geisastéttar á Spáni, svigrúm til að undirbúa verkalýðs- og bænda- byltinguna. Sömu flokkamir og flokksbrot- in, sem áður ruddu fasismanum braut og hjálpuðu honum til valda, með samvinnu við bur- geisastéttina, eru nú að hjálpa til að greiða fasismanum bana- höggið og ryðja sigri alþýðunnar braut, með samvinnu við Kom- múnistaflokkinn. Þetta er hinn þýðingarmesti lærdómur fyrir verkalýðinn alls- staðar í heiminum. Lítum á Þýzkaland. Þar var fyrri leiðin farin — leið samvinn- unnar við burgeisastéttina. Þýzku sósíaldemókratamir bældu stétta- baráttu verkalýðsins niður með ofbeldi og klufu verkalýðssamtök- in, en gáfu fasistunum ótakmark- að svigrúm. — Þannig studdu þeir Hitler til valda. — Hefðu þeir tekið samfylkingartilboðum Konimúnistaflokksins, hefðu þeir gengið þá braut, sem flokksbræð- ur þeirra í Frakklandi og Spáni eru nú að hverfa inn á, hefði verkalýðurinn í Þýzkalandi geng- ið sameinaður til kosninga með það fyrir augum að leysa upp fé- lagsskap fasistanna, hreinsa til í hernum, hjálpa smábændunum til að ná fram kröfum sínum, láta hina ríku borga, en styrkja sam- tök verkalýðsins til þess að ná bættum kjörum — þá væri Þýzka- land nú rautt. Hinir ráðandi foringjar Alþýðu- flokksins á Islandi feta í fótspor flokksbræðra sinna í Þýzkalandi. Þeir hafa tekið þann kostinn, að halda áfram að vera höfuðstoð burgeisastéttarinnar, í stað þess að gerast afgerandi afl í barátt- VBnamsBiAOio Á ad taka npp nefskattiim i álagningn bæjariólag-a ? Nýjar miljónaálögur á alpýðuna í aðsigí um. Útsvarslöggjöfin hefir í eðli sínu verið einhver róttækasta lög- gjöfin í borgaralegu þjóðfélagi. Hún fól í sér möguleika fyrir al- þýðuna að framkvæma í rauninni það, sem ákveðið var í bókstaf laganna: að leggja á eftir efnum og ástæðum. Þessi löggjöf hefir verið mis- notuð af yfirstéttinni og erind- rekum hennar og hlutfallslega l.agt allt of mikið á verkamenn og millistéttir, en hátekjumönnum hlíft. ■ Ennfremur hefir réttur fólks- ins til að leggja á verið takmark- aður ár frá ári með því valdi, sem yfirskattanefndum og yfir- völdum er fengið til að takmarka álagninguna á hátekjumenn. Og nú virðist eiga að brjóta al- veg í bág við höfuðstefnu út- svarsálagningarinnar, eftir þeim tillögum að dæma, sem þriggja manna nefndin, sem falið var að rannsaka tekjustofna bæjar- og sveitafélaga, hefir lagt fram. Aðalinnihald þeirra tillagna er að taka um fjórða hluta tekna bæjarfélaganna (eða um 2 millj- ónir kröna) með vörugjaldi, nef- skatti á hvern verkfæran mann, hækkun kaffi- og sykurtolls og annara tolla og renni hækkunin til hreppsfélaga, fasteignaskatti og dálitlum skatti á ríkisfyrirtækj- unni fyrir sigri sósíalismans. — Reynslan hefir þegar skorið úr um það, til hvers það leiðir. Þess- vegna hvílir mikil ábyrgð á Al- þýðuflokksverkalýðnum, sem hef- ir það verkefni að vinna, að sjá til ,þess að horfið verði af þessari braut, sem leiðir til ófyrirsjáan- legra hörmunga, og tekin upp stefna Largo Caballeros og beztu foringja sósíalistaflokksins í Frakklandi — stefna samfylking- arinnar, sem leiðir til sigurs. Grein um Jötunssamningana eftir Jón Rafnsson, kemur í næsta blaði. Meginhlutinn af sköttum þess- um eru nefskattar og tollar á nauðsynjavörum, sem koma þyngst niður á alþýðu. Þessar tillögur þýða því að breyta alveg um stefnU og taka upp þveröfuga stefnu við út- í'.varsálagninguna: Hætta að leggja á eftir efnum og ástæðum og byrja að leggja á vanefnin og skortinn, en Mífa stórlöxunum. Það er líka eftirtektarvert, að þessari nefnd dettur ekki í hug að finna nýja tekjustofna, sem þýddu það að láta þá ríku borga. Kommúnistaflokkurinn gæti b ent henni á slika, svo sem: Luxusíbúðaskatt, Luxusbflaskatt, Verðhækkunarskatt á lóðum, Hærri fasteignaskatt á stór- eignir o. fl., sem koma niður á þeim ríku. Alþýðan verður að mótmæla þessum nýju tollum. Það dugar ekki að íhaldið og stefna þess ráði allri pólitík stjómarflokk- anna, en það er gert með þessum tillögum. , Fasteignaskatturinn er það eina af þeim, sem eitthvað vit er í, ef hann er stighækkandi, en vörugjöldin og nefskatturinn eru alger svik við alþýðuna og stefnuskrár stjómarflokkanna. Deíldarfundur, á föstudagskvöld kl. 8V, í K.R.—húsinu uppi Dagskrá: 1. Politíska viðhopfið 2. Atvinnuleysisbar- áttan og stytting vinnudagsins. 3. Starfsáætlun deild arinnar 4. Spánn. Munið að sýna skírteini Deildarstjórninn Stytting vinnudagsms Framh. af 1. 3Íðu. Því sendlar íhaldsins, ýmsir verk- stjórar og fleiri, lágu sannarlega ekki á liði sínu. Og er nokkuð að undra þó að færi að renna tvier grímur á verkamennina, um að eitthvað væri til í því sem sendl- ar íhaldsins sögðu, þegar það kom alveg heim við það sem ýmsir „æruverðugustu foringjar“ þeirra sögðu, og stjórnin í verkalýðsfé- laginu þeirra var hlutlaus! Morgunblaðið þagði! Það er alveg nýtt þegar slflct mál er á döfinni. Morgunblaðið skildi sem sé að það var alveg 6- hætt að láta Alþýðublaðið eitt um að hræða verkamenn frá því að greiða atkvæði með styttingu vinnudagsins, enda miklu kæn- legra. — Og það sýndi sig líka, að Alþýðublaðið „stóð vel í stöðu sinni“!! „Sérfræðingar“ voru fengnir til að telja menn af að vera með sínum eigin hagsmun- um — og svo enduðu kannske greinamar á því að blaðið væri nú samt sem áður hlutlaust! Dags- brúnarmönnum, sem rituðu með styttingu vinnudagsins, var neit- að um rúm. Ýmsum mun hafa dottið í hug bílstjóraverkfallið. Þá voru þeir herrar ekki hlutlausir — þá höfSu þeir sannarlega skoðun! Kommúnistaflokkurinn stóð einn uppi í baráttunni fyrir styttingu vmnutímans með sama dagkaupi og áður. Naut hann hins bezta tilstyrks hins heilbrigðasta hluta Alþýðuflokksmanna í Dagsbrún. í þetta skipti tókst að sundra þeim meiríhluta, sem þegar var fenginn því allt framundir það, að at- kvæðagreiðslan var ákveðin, stóð félagið að mestu einhuga með. En róðurinn mun verða hertur til að sannfæra verkamennina um hið rétta. 1 næsta skipti mun það tak- ast. Vonandi verður vinnudagur- inn styttur með óskertu dagkaupi bæði hér og víðsvegar á landina ? næsta ári. Og til þess að lífsaf- koma verkamannanna, sem sækja höfnina og aðra hlaupavinnu, getí orðið svo, að þeir geti séð heimil- um sínum farborða, verður strax að gera ráðstafanir til verulegra kjarabóta á þessari vertíð. Við treystum nú hafnfirzku verkamönnunum til að láta engan bilbug á sér finna og ríða djarf- lega á vaðið til að koma fram þeim kjarabótum, sem þeir hafa ákveðið. Reykvíski verkalýðurinn hefir ákveðið að veita þeim allan stuðning, sem unt er, svo þeir eiga alveg vísan sigurinn. — Og reykvíski verkalýðurinn mun hik- laust feta í fótspor þeirra. Hús dauðans heitir rússnesk kvikmynd, sera nú er sýnd á Gamla Bíó og gerð er eftir hinni heimsfrægu sögu Dostojevskis. Kemur þar loks kvikmynd, sem er virkileg list. A. S. V. A. S. V. Aðalfundur Reykjavíkurdeildarinnar verður haldinn í K.R.—húsinu (uppi) {imtudaginn 27. feb. kl. 8 e.m. D A G S K R A : 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Barnaheimili A. S. V. í sumar 3. Fræðsluerindi Fólagar sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.