Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 06.04.1936, Qupperneq 2
VERKLÝÐSBLAÐIÐ Að bæjarstjóra, Jóhanni G. Ól- afssyni og bæjargjaldkera verði tafarlaust vikið úr embætti. Að starfræksla síðustu tveggja ára á skrifstofum Vestmannaeyja- bæjar verði tekin undir opinbera krítiska rannsókn. Að allir íhaldsfulltrúainir í bæjarstjórn verði látnir sæta ábyrgð gerða sinna, svo sem lög mæla fyrir. Afbrotaferill Ihaldsins í Vest- mannaeyjum er svo furðulegur og gífurlegur, að allir vænta þess, að stjórnarráðið láti ekki dragast að taka svo í taumana, að þetta afbrotamannahreiður verði full- komlega hreinsað. Kemur nú til kasta alþýðunn- ar í Vestmannaeyjum að sjá um að svo verði. V egavinnumálin; „Falsaða bréiíð*6 Eftir Gurmar Benediktsson í Aiþýðablaðinu í gær er mikil forustugrein , með gleiðum fyrir- sögnum um bréfafölsun í nafni verkalýðsfélaganna á Stokkseyri og Eyrarbakka. Þar er átt við bréf það, sem birtist í Verklýðsblaðinu fyrir rúmri viku síðan og sent var til allra verkalýðsfélaga á landinu og auk þe8s bréf er sent var til Alþýðusambands íslands. Þetta bréf segir Alþýðublaðið að sé falsað á þann hátt, að á bak við það standi ekki þessi félög, sem nefnd eru: Báran á Eyrarbakka og Bjarmi á Stokkseyri. Og fyrir þessu ber blaðið formann félagsins á Stokks- eyri, Björgvin Sigurðsson. Nú skal ég, sem einn þeitra nefndarmanna, er bréfið sendu skýra málið. Rétt eftir áramótin kemur fram tillaga um það á fjölmennum fundi i verkamannafélaginu Báran á Eyrarbakka að kosin sé þriggja manna nefnd til að leita samvinnu við verkamannafélagið á Stokkseyri um að berjast fyrir hækkun á kaupgjaldi við vegavinnu upp í minnst eina krónu um kl.stund og einnig aðrar kjarabætur, sem félagið hafði samþykkt fyrir tveim árum að reyna að ná fram. Eg var kosinn formaður þeirrar nefndar, og það með öllum greiddum atkv, I sambandi við kosninguna var engínn flokkadráttur, en það mun mestu hafa ráðið, að vitaniegt var að ég yrði á staðnum í allan vet- ur. — Ég tilkynnti þetta þegar ritara og gjaldkera félagsins á Stokkseyri, en í formann náði ég þá ekki, og óskaði eftir að fundur yrði haldinn í félaginu hið allra fyrsta, svo að þar yrði hægt að ræða þetta mál. Það varð dráttur á þvi, að fundur yrði haldinn, en ég fékk tilkynningu um það, að stjórnin hefði skipað nefnd til að vinna með okkur af Eyrar- bakka. Ég vildi ógjarnan taka það gilt, og óskaði enn eftir því að nefndin yrði kosin af fundi, til þess að ekki yrði hægt að segja annað en hún starfaði í umboði félagsins, Og nokkru síðar er fund- ur haldinn og nefnd kosin og sú hin sama, sem stjórnin hafði áður skijtað. Svo að formaðarinn sjálfur er með i því að stuðla að þvi að þessir menn yrðu kosnir. Skömmu 8íðar er formaðurinn kominn í burtu til Sandgerðis og gat þar af leiðandi ekki veríð meira með í VERKLÝÐSBLAÐIÐ kemur næst út á laugardaginn fyrir páska burtu eða urðu önnum kafnir við vertíðina heima fyrir og fundahöld lögðust niður í félögunum, einsog alltaf verður um þetta leyti árs. Þó var einn fundur haldinn í fé- laginu á Stokkseyri eftir þetta og þar var lesið upp þetta bréf, sem nefndin hafðí samið og hafði eng- inn neitt við það að athuga. Og gjaldkeri félagsins á Stokkseyri lagði fram fé til að greiða burðargjald undir þessi bréf. Það var vitanlega fýrst og fremst verk þessarar nefndar að undir- búa málið svo vel sem kosturvar á fyrir vorið, þegar verkamenn- irnir kæmu aftur úr verinu. Það ., fyrsta sem við gerum er að rita bréf bæði í Stjórnarráðið og í Al- þýðusambandið ogbiðja um aðstoð þess, og jafnhliða til allra verka- lýðsfélaga um allt land. Gunnar Benediktsson. gangi málsins, Verkamennirnir báðum þorpunum fóru ýmist Björgvin sem formann við síðustu kosningar. Mikill hluti verkalýðsins í um- ræddum félögum ber enn traust til Alþýðusambandsins. Og hvern- ig verður Alþýðusambandið svo við því trausti? Um það ber grein- in í Alþýðublaðinu greinilegast vitni. Bréf sem skrifað er af kjörn- um nefndum í félögunum, þar sem leitað er samvinnu við önnur verk- lýðsfélög á landinu um mjög brýnt hagsmunamál, er stimplað eem falBað. Maður veit ekki á hvoru maður á að furða sig meira: ósvífni þess, er að Alþýðublaðs- greininni stendur, sem rekur hnef- ann miskunnarlaust framan í sam- eiginlegt áhugamál hvers einasta verkamanns innan þessara félaga, eða ræfilshátt og ómennsku þess verkamanns, sem lætur hafa sig Þetta er gangur málsins. Og til þess, að skrifa staðlausa atafi þetta er i raun og veru allt stað- fest með frásögn Björgvins, sem birt er í Alþýðublaðinu. Þar er sagt, að nefnd hafi verið kosin í haust (það var nú reyndar ekki fyrri en nokkru eftir áramót), eft- ir ósk frá samskonar nefnd á Eyr- arbakka. Hvað er það þá sem gengur á? Hvað var það sem þessar nefndir áttu að gera? Vitanlega ekkert annað en þetta, að leita til Al- þýðusambandsins og til verkalýðs- ins út um allt land. Björgvin seg- ir, að í þessar nefndir hafi valist samfylkingarmenn. Þessa sörnu samfylkingarmenn vildi Björgvin stjórnskipa í nefndina og þessir sömu samfylkingarmenn kusu um nefnd manna, sem kosin hef- ir verið af hans eigin félagi til að knýja fram brennandi hagsmuna- mál allra félagsmanna, sem sam- þykt höfðu verið í félögúnum. Síðar vænti ég að hægt verði að birta úrdrætti úr fundargerðum félagsins Bjarma, er um þetta fjalla, sem sýna enn greinilegar, hve Al- þýðublaðið fer algerlega með stað- lausa stafi. Ég get nú þegar upp- lýst það, að verkamannafélagið á Stokkseyri gerði í þessum málum enn hærri kröfur en félagið á Eyr- arbakka og svo háar, að hin sam- eiginlega nefnd sá það ekki tíma- bært að stilla þeim. Þar var stillt upp kaupi kr. 1,25 um klukku- FrMaalL á 4. aJBv. ■ ■ Menn tryggja sig gegn slysum, sjúkdóm- um og eldsvoða. Hvert heimili veit, að það er nauðsynlegt. Annað tjón, sem líka etur upp vinnu heimilanna, er hátt vöruverð. Það er engu síður nauðsyn, að tryggja sig gegn því. Þar kom, að neytendur sáu þetta. Þess vegna hafa þeir stofnað með sér félög, byggð á frjálsu samstarfi heimilanna. Neitendafélögin hafa þann tilgang, að minka dreifingarkostnað varanna, útrýma skuldaverzlun og skapa heimilum og einstak- lingum efnalegt sjálfstæði. Þau veita bezta tryggingu fyrir góðum vörum og lágu vöruverði. í Pöntunarfélagi Verkamanna eru nú yfir 1200 fjölskyldur, sem tryggja sér með sam eiginlegum innkaupum lægsta, fáanlegt verð. Þessum fjölskyldum verður meira úr vinnu sinni, þær geta lifað betur, tekjur þeirra verða drýgri. í Pöntunarfélagi Verkamanna tryggja heim- ilin sig með frjálsu samstarfi gegn því tjóni, sem þau bíða af óeðlilega háu vöruverði. Hver hefir ráð á að vera ótrygður? Gott samstarí er bezta tryggingin.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.