Spegillinn - 01.12.1926, Síða 3

Spegillinn - 01.12.1926, Síða 3
SPEGILLINN því, að vilja endilega láta hann sigla ofan- sjávar, og senda hann pró fors til útlanda, til þess að láta setja í hann sundmaga. Svo er nú hann Þór, sem gerir lítið annað upp á síðkastið, en nappa áfengi á Vest- fjörðum; lítið gagn gerir hann okkur, þess- um, sem liggjum að' Garðsjónum, og illa værum við farnir, ef ekki væri hann Trausti. En svo virðist okkur, sem stjórnin hafi yfir að ráða of litlu af pappír og ritföngum, en of miklu af nöglum, svo Trausti greyið verður að gera allar sínar mælingar og uppskriftir með kolryðguðum fírtommum. Þar af leiðir svo aftur, að hann er sagður ljúga öllu, þegar skíttið kemur til dóms og Iaga. Annars finst mjer það vera einasta glóran í -öllum málarekstrinum, að láta þá sverja hvern ofan í tálknin á öðrum, svo að einfeldningar, eins og jeg, freistast til að halda, að yfirvöldin hafi gert kontrakt við þann hníflótta um að tryggja honum, að minsta kosti annan málspartinn i jólapott- inn, hvernig svo sem alt annað veltist. Já, honum er víst alveg óhætt með átuna, þeim gamla, þó að við hinir verðum að eiga það undir veðurstöðunni, hvort við krækjum í hausana og dálkana, sem trollararnir fleygja. Annars var mjer það sosum ekkert áhuga- mál, að Þórarinn fengi að fljetta hnappeldur í Steininum; jeg býst valla við, að hrossin verði svo fjörug eftir veturinn, að þær verði útgengileg vara. — Jæja, jeg fer nú að hætta. Heilsaðu Svenna og flugunni. Þinn einlægur Filpus. Clr öagbók flugunnar. Meðal annara orða......... Ef orðunefndin gleður innlenda menn, þá gerir hún það rjett íyrir jólin og er það ekki nema vel til fallið. Margur mundi ann- ars fara í köttinn. Jeg áleit það því ekki úr vegi að skreppa á síðasta fund: Allir mættir. Formaður setur fundinn. Getur þess, að samkvæmt fundarreglum megi ekki minnast á orður, heldur að eins þá menn, sem álitnir sjeu færir um að bera þær. Björn, sem er á móti orðum á sjálfan sig, en ekki vill meina það öðrum, sem gaman hafa af því, en þeir eru sagðir 99731 á íslandi, eða 99732, ef barnið er nú fætt 3 THE INSTRUMENT OF QUALITY ono CLEAP AS A BELL TheHiqhest Ciass TaikingMachine in the World" Allir Sonora grammófónar með hljóðdósum af nýjustu gerð. Einkasalar: Samband ísl. Samvinnufjelaga. Verslíð í EDINBORG því bestii katipín gerast þar. 10 °|0 afsláttur gefínn frá híntt afar íága verðí t-í-1 j-ó-l-a. Fyígíst með fóíksstraumnum á Jólasöla EDINBORGar í Þingholtunum og Pjetur Sóf. telur rjett úr skýrslum; já, Björn fær orðið: Þó jeg eigi bágt með að koma orðum að, .... Ekki út fyrir fundarsköpin, segir formaður og hringir. — Ja, það er ekki gott að orða það . . . Formaður hringir í annað sinn. — Þetta er orðaleikur, segir þá G. B., jeg veit það, og veit líka hvað þið ætlið að segja, vinir minir, og jeg skal segja það sjálfur, til þess að lengja ekki fundinn. Við felum formanni að sjá um útnefningu á þá, sem hjer segir: 1 prófessor, sem engan staf hefir skrifað af viti um æfina, 1 lækni, sem engum gefur hundaskamt, 1 prest, sem frelsað hefir eina sál, 1 bónda, sem flosnað hefir upp af smá- koti og telur sig nú leiðtoga bænda, 1 trollaraskipstjóra, sem ekki hefir tvenn ráðherralaun að minsta kosti, 1 skipstjóra, sem hefir strandað á eðlilegan hátt, 1 verslunarmann, sem hefir kr. 133.33 í mánaðarlaun, elur tvo hesta, eina konu og þrjú börn, og svo loks eina konu, helst danska eða að minsta kosti færeyska — munu þá þessir allir verða ánægðir. Samþykt með einu atkvæði gegn engu, því hinir voru allir sofnaðir, en jeg var fyrir löngu farin af fundi.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.