Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 3
39
SPEGILLINN
R. Dagbók.
Það tilkynnist hjermeð vinum og vandamönnum (sem sje: öllum
hjer á landi að undanteknum dönum) að vor elskanlegi bróðir og
nieðritstjóri stjórnar- og íhaldsblaðsins >Spegillinn«, Páll Skúlason,
reisti til vitlanda Spegilsins i þessum rnánuði, með eimskipinu E.s.
Thordenskjold, sem þýðir Þrumuskjöldnr. Páll Skúlason er tungumála-
niaður mikill og talar öll heimsins tungumál, nema Ullarjótsku, þvi
hana fæst hann aldrei til að tala, sem ekki er von. — Páll ætiar sjer
að hafa að minsta kosti 7 landa sýn á samviskunni þegar liann kem-
ur aftur seinna i sumar, og biður liann Spegilinn að bera öllum lands-
mönnum (nema dönum) kæra kveðju sína, og þó einkum og sjer i
lagi Jóni Þollákssyni forsætis- og fjármálaráðherra rikisins (o: Statens
Thorláksson).
Frá Madagaskar (sem jrýðir Matjurtagarðskagi) er oss simað:
Greinin, sem Árni Pálsson skrifaði i Vöku um Mussolini hefur vakið
mikla eftirtekt lijer. Búist er við að hún muni hafa mikil áhril' á gengi
(kurs) Mussolinis hjer eftir, og að liran nnini bráðlega lækka og ís-
lenskur saltfiskur þar af leiðandi verða í betra verði. Það er gleðilegt
að þetta menningarrit skuli þegar hafa náð svo mikilli útbreiðslu og
vinsældum hjer á Skaganum.
Tlðindamaður Spegilsins ci Madagaskar. f
Neyðarskeyti hefir Speglinum borist frá visindarannsóknaleiðangurs-
herskipinu Þór og hljóðar þannig: >Enginn ávinningar að veiða i
landhelgi.-----------------Varpan i skrúfuna. —-------------------------
Skrúfan — — — i vörpuna. — — Enginn fiskur — allt í voða — —
fast — — — Hjálp-----------Segið Manga að senda skip strax — — —
Hjálp — — — Erum nauðstaddir«. Ttöindamaður Spegilsins á Þór.
Frá Oslo er oss simað að fyrverandi forsætis- og fjármálaráðherra
norðmanna Jón Mowinkel hafi verið kosinn í einu hljóði foringi ihalds-
flokksins þar i landi...............Oss þykir rjett að vekja athygli þjóð-
ar vorrar á öllu þvi er snertir frændur vora Norsara enda er svo margt
i fari þeirra og íslendinga, sem minnir ótvirætt á náinn skyldleika
þessara tveggja þjóða, og sanna það meðal annars eftirfarandi dæmi:
Norðmaðurinn Henrik lbsen samdi »Peer Gynt« og íslendingurinn
Halldórkyljan Laxness samdi »Vefarann« og Melaxinn skrifaði eitthvað
lika, Norðmaðurinn Aumundsen fann báða pólana og Islendingurinn
Grettir Algarson fann ísjaka norður i hafi og Fontenay fann Vatna-
jökul. Aumundsen týndist og fanst aftur, og Henningsen týndist líka
og fanst því miður aftur. Norðmenn skeltu skolleyrum við kröfum ís-
lendinga i kjöttollsmálinu og Ingibjörg skelti hurð i þinghúsinu. Norð-
menn hafa Mówinkel og vjer höfum Mó-jón og mætti svo lengi telja,
og sannast hjer hið fornkveðna, að margt er líkt með skyldum.
Frá Kasmír er oss simað: Ekkert að frjetta.
Tiðindavefari Spegilsins.
Frá Jeríkó (það jíýðir Vaðmálsnes) er oss símað: Mikla gremju
hefir það vakið i borginni að sprúttbruggerí K. F. U. N. við Árósa hafa
verið gerð upptæk. Hafa verið haldnar fjölmennar bænasamkomur i
tilefni af þessu sorglega tilfelli. Tjónið er áætlað ómetanlegt.
Vilhallur Spegilsins.