Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 6
42
SPEGILLINN
Frjettir.
Það er hvorttveggja, að eldhúsdagur
og vorhreingerningar standa nú sem
hæst, og að Spegillinn getur bent les-
endum sínum á hina óviðjafnanlegu
Diíftt-þvottasápii,
sem hann ráðleggur hverri húsmóður að
nota. Hún er að sínu leyti eins góð eins
og Cooper’s baðlyf fyrir sauðfje. Drotn-
ing Hollands, sem er þrifnasta drotning
heimsins, notar hana einvörðungu.
Dúfusápan er i pökkum með þrem
tviburastöngum, og kostar pakkinn í
búðum kr. 2.00 eða 70 aura tvíbura-
stöngin.
Þvotta-
vindur,
margar tegundir
nýkomnar.
Verðið
lækkað.
MMlld Iís ini.
Öllum ber saman um eitt, og það er
það, að hvergi sje eins gott að eiga
kaup sem við verslun
Ben. S. Þórarinssonar.
skóla strax og þau geta sagt »babbi« og
frá prófborðinu koma þeir þeim inn í þing-
saiinn«.
»Sú saga gengur«, sagði hann, að varð-
skipið Óðinn gegni illa skyldu sinni«. —
(»Við mundum nú segja í sveitinni, að þess-
um hæfði betur að vera í pilsi«, hugsaði
jeg). — »Er altalað, að hann, í stað þess
að standa togarana að landhelgisveiðum
og draga þá til sekta, hafi fælt þá í burtu
með falibyssuskoti, og það jafnvel 20 sam-
an í hóp«.
»Mikil er mannanna heimska«, hugsaði
jeg, og mig sárlangaði til að fara að dæmi
Björns Halldórssonar, biðja um orðið og
segja:
»Til hvers haldið þið, þingmenn góðir,
að við sjeum að láta strákana vaka yfir
túnum og engjum á vorin, og til livers
haldið þið, að við sjeum að láta þá hafa
hunda og hrossabrest sjer til hjálpar? Auð-
vitað til þess, að varna skepnum, bæði
mínum og annara, frá því að gera þar usla.
Og má ekki líkja landinu okkar, sem við
búum á, við túnið, og landhelgissvæðinu í
kringum það við góðar engjar, sem þarf vel
að verja? Er ekki vökustrákurinn svipaður
varðskipinu og á ekki fallbyssan eitthvað
skylt við hrossabrest? Og haldið þið, mínir
góðu þjóðarbúmenn, að jeg sje svo vitlaus,
að láta setja kindurnar mínar eða hrossin
inn, þótt þau seilist í góðgresið, eða skepn-
ur nágrannanna fyrir þetta sama, til þess
að hafa út úr þeim nokkra aura fyrir ágang-
inn? Nei, það getur verið jetið út næstu
nótt og meira til, án þess jeg viti af. Jeg
læt heldur stugga við skepnunum; jeg læt
fæla þær burt, helst svo, að mitt tún og
mínar engjar fái að vera í friði. — Þetta
er einmitt það, sem varðstrákurinn ykkar
á að gera. Hann á að reka þessar ágangs-
bykkjur í burtu. Hann á að fæla þær svo
með sínum hrossabresti, að þær hrökkvi
undan sem lengst og þori ekki að sýna
sig að sinni. En frá annari hlið er mjer
spurn: Hefir strákurinn ykkar nokkurntima
notað hrossabrestinn sinn eins og þessi
piltur hjer segist hafa heyrt? Jeg er svo
gerður, að jeg hlusta ekki á slúðursögur
um mitt fólk. Þið getið, ef þið viljið, haft
eina eða fleiri kjaftakellingar i deild fyrir
mjer. Jeg hlusta ekki meira á þær!
Jeg fer ofan á Fiskiþing«.
(Frh.)
Uísinöaleiðangur Þórs.
Samkv. ákvörðun hins háa Stjórnarráðs,
í samráði við hæstv. forseta Fiskifjelags
íslands og fiskifræðing landsins, kastaði
varðskipið Þór vörpu út Vioo úr sjómílu
fyrir utan Keflavíkurbjarg, þ. 23. f. m., til
þess að rannsaka vísindalega, hvort tog-
arar hefðu í raun og veru nokkurn veru-
legan hagnað af því að veiða í landhelgi,
eða hjer væri aðeins að ræða um þann
mannlega breiskleika, að seilast eftir hinu
forboðna. — En svo óheppilega vildi til,
að í vörpuna kom aðeins skrúfa skipsins,
og gátu skipsmenn með engu móti dregið
hana inn fyrir þyngsla sakir. Var því ekki
annað fyrir hendi en beiðast hjálpar og
var sent svohljóðandi neyðarskeyti, er loft-
skeytastöðin tók á móti kl. 24:,/4:
»Þór fastur í vörpunni fyrir utan Kefla-
víkurbjarg. Hjálp strax«.
Loftskeytamaðurinn, sem var óviss um,
hvað gera skyldi við skeytið, hringir:
»Halló! miðstöð, Þór er . . .«
»Get ekki svarað«.
»Jeg er ekki að spyrja um, hvenær Þór
komi. Hann er fastur og þarf að fá hjálp,
gefið mjer Fiskifjelagsforsetann«.
»Farinn, ásamt landlækni, suður í Grinda-
vik í eftirlitsferð«.
»Hvert á þá að snúa sjer?«
»í Stjórnarráðið, auðvitað«.
»í Stjórnarráðið — um miðja nótt?«
»Já, vitið þjer ekki, að nú er farið í
Stjórnarráðinu að vinna jafnt nætur sem
daga? Er komin keppni mikil þar og í
bönkunum með fljóta afgreiðslu brjefa og
beiðna. Er jafnvel svo langt gengið með
vinnukappið, að Jón Baldvinsson mun hafa
í hyggju að leggja frumvarp fyrir næsta
þing um 8 stunda lögboðna hvíld fyrir
starfsmenn opinberra stofnana«. —
Stóð heima. Magnús og Vigfús sitja á
skyrtunni, er skeytið kom.
»Nú er úr vöndu að ráða«, sagði Magn-
ús. »Fiskifjelagsforsetinn ekki heima, bullu-
toppurinn úr Fyllu uppi í Hjeðni og lik-
lega enginn dallur á höfninni. Nú geta
bölvaðir togararnir ekki verið bundnir við
garðinn, þegar eitthvert gagn er hægt að
hafa af þeim. Farðu, Vigfús, og findu út-
dráttinn, sem við ljetum gera hjer uin árið
úr skipalista Fiskifjelagsahnanaksins.
Jú, rjett, hjerna er eitthvað talið upp,
bara að náist í eigendurna á þessum tíma.
Best að hringja þá upp eftir röð«.