Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 8
44 SPEGILLINN cs’ Leitið upplýsinga um barnatryggingar hjá Statsanstalten, Stýrimannastíg 2. Eyðtíblöð til sölu á skrifstofu vorri: Fasteignaveðs skuldabrjef (A. N.), Sjálfsskuldaráb. skuldabrjef (B. N.), Handveðs skuldabrjef (C. N.), Víxiltryggingarbrjef. Farmskírteini I, stórfiskur Spánarmetinn, do. 11, smáfiskur, do. III, blautfiskur, do. IV, stórfiskur Portúg.metinn, Upprunaskirteini (með skýringum aftan á) do. (skýringalaus), Farmskrár (Manifest). Stefnueyðublöð, Sáttakærur, do. afrit, Tryggingarskjal v/ versl. tneð tilb. áburð, do. v/ versl. með kjarnfóður, do. vottorð um mótt. sýnish. Ávísanahefti, i blokkum, Kvittanahefti, i blokkum. Fæðingar- og skirnarvottorð, i blokkum á 50 blöð. Þinggjaldsseðlar. Clausul-miðar til að líma á pöntunarbrjef. ísafoldarprentsmiðja h.f. Hinn ný-endurbætti grammófónn frá “His Master’s Voice“ er einasti grammófónn, sem gefur jafn eðlilega hæstu sem lægstu tóna. 50% m e i r i tónstyrkleiki en i öðrum grammófónum. Einkaumboð fyrir ísland: Tage Möller. ð. Kynbótamdl. Um skipun opinberra nefnöa. Frk. I. H. Bjarnason alþingismanneskja hefir borið á örmum sjer inn í þingið til- lögu um, að setja konur í allskonar nefndir í ýmsum málum, sem þar eru talin upp. Af þeim lítst oss best á tollmál, því kven- rjettindakonur tolla aldrei heima hvort sem er, en hafa hins vegar gott vit á öllu þar að lútandi, ennfremur byggingamálin, sem gætu farið vel úr hendi rambyggilegum konum, eins móttökunefndarstörf, þar eru þær blátt áfram sjálfkjörnar, og voru líka að æfa sig að koma fram, ekki alls fyrir löngu, á skautum, sem bendir á, að ekki muni þær gjörsneyddar íþróttahæfileikum, og gætu því, ef til vill, verið góðar í Ólym- píunefnd. En svo er fekið fram í tillögunni, að konurnar skuli vera fœrar, og er þar þarfur varnagli sleginn í þær. Nú getur það komið fyrir, að konur, sem setjast í nefnd, er situr lengi, hætti að verða færar, m. ö. o. verði vanfærar, og er þá ekki annað að gera, en að hafa nægan fjölda varakvenna, er geti gegnt störfum fyrir þær, meðan þær eru að komast í klassa. Sem varatillögu má koma með, að Iáta ekki í nefndirnar nema sannprófaðar Vestumeyjar með hrepp- stjóravottorði, og skipa sjerstaka nefnd til að gæta þess, að þær hafi alla þar að lút- andi pappíra í lagi. Milliþinganefndamaður Spegilsins. e. Umbótamál. Fyrirspumir 5pegil5ins til 5tjárnar Eimskipafjelags íslanös. í tilefni af íhundfarandi aðalfundi fjelags- ins leyfir Spegillinn sjer lotningarfylst að forvitnast um eftirfarandi atriði: 1. Hver á í ár að skrifa hina árlegu lof- gjörðar- og kreditvakningargrein um fje- lagið, stjórn þess, forstjóra og ágæti þess yfirleitt? Geta má þess, að vjer munum fúslega ljá grein þessari rúm í blaði voru, sje hún sannleikanum sam- kvæm, sem ekki er að efast um. 2. Verða nokkrar ráðstafanir gerðar til þess að skrúfa fyrir sjera Magnús á Perst- bakka og B. H. B., á fundinum? (Upp- hafsstafina B. H. B., á ekki nema einn maður í heimi, eftir því sem upplýst hefir verið í blöðunum, svo ekki er að tvíla hver maðurinn er). 3. Er ágóðahluti forstjóra reiknaður af tekju- eða útgjaldasummu fjelagsins, eða af hvorri summunni, sem hærri er? Eða af þessum tveim summum samanlögðum?? Sp. Sp. (Spurningannerki Spegilsins.þ Dómstjóri Spegilsins Gjörir kunnugt: Mjer hefir tjáð saksóknari Spegilsins, að með því að hon- um virðist stjórnin hafa sýnt óforsvaran- legt skeytingarleysi í hinu illræmda Óðins- máli, finni hann sig knúðan til, samkvæmt stöðu sinni, að taka málið úr höndum rík- isvaldsins, og hefja sjálfstæða rannsókn. Fyrir því stefnist hverjum þeim, sem kynni kunna að hafa af þessu máli, en þó sjerstaklega þeim, sem mest hafa um það blaðrað, svo sem Magnúsi Magnússyni, Birni Blöndal, Gísla Jónssyni, einhverjum stýrimanni af Óðni, Hjeðni Valdimarssyni, Ólafi Friðrikssyni o. fl. til að mæta á dóms- málaskrifstofu Spegilsins mánud. kl. 12, til til þess þar og þá að bera vitni í framan- greinda máli og staðfesta framburð sinn með hinum sjerstaka eiði Spegilsins. Gjald krónur 50 — fimmtíu krónur — Greitt — D. Dómsmáíaskrifstofa Spegilsins; Dómstjórinn. Ritstjórar: Páll Skúlason. Sig. Guðimindsson. Tryggvi Magnússon. ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.