Spegillinn


Spegillinn - 27.09.1930, Blaðsíða 2

Spegillinn - 27.09.1930, Blaðsíða 2
146 S p e gi11 i n n Spggulíimm (Sanwlska þjóðarinnar, póð eðn nond. eftir ástæðum). Bitur tvisvar á mánuði. — Áskriftarverd kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaðið. Ritstjórn: Páll Skúlason, sími 1418 og 955, Sig. Guðmundsson, simi 1394, Tryggvi Magnússon, sími 2176. Afgreiðslumaður: Sig. Guðmundsson. Utanáskrift: Spegillinn P. O. Box 594 — Reykjavik. Prentaður í tsafoldarprentsmiðju h.f. Bestu kol og koks eru seld með bæjarins lægstá verði. Kolaversl. G.Kristjánssonar Hafnarstr. 5. Simar 807 & 1009. fikæra límans. Fyr á öldum var það siður, þegar ekki náðist til glæpamanna, til þess að hengja þá eða brenna, þá var bú- in til eftirlíking af delanum, og með þetta líkan farið á sama hátt og ætlað var að fara með þrjótinn sjálfan. Ekki erum vjer svo sögufróðir, að vjer get- um sagt um með vissu, hvort slíkt hef- ur nokkurn tíma átt sjer stað hjer, og heldur ekki er oss kunnugt um það, hvort slíkt tíðkast enn þá erlendis. En hvernig svo sem því er varið, hvort sem vjer íslendingar höfum nokkru sinni gert þetta, og hvort sem þetta er gert erlendis enn þá eða ekki, þá virðist samt ekkert því til fyrirstöðu, að vjer tökum þann sið upp. Nú um skeið hefir „Tíminn“ borið mjög alvarlegar sakir á ritstjóra Morg- unblaðsins. Hefir hann hvað eftir ann- að nefnt þá landráðamenn og fullkom- lega gefið í skyn eða rjettara sagt sagt fullum stöfum, að það sje þeim að kenna, að ekkert lán hefir fengist ennþá, og muni kannske aldrei fást vegna blaðursins í þeim. — í raun og veru finst oss nú, að Morgunblað- inu og ritstjórum þess sje gert full hátt. undir höfði með þessum ásökunum, og: satt að segja hjeldum vjer, að hvorki Kreuger nje Hollands drotning læsi Morgunblaðið, og þó svo væri, bá myndu þau trúa Tímanum betur; en. það blað les Kreuger jafnan á kvöldin í rúmi sínu í stað kvöldbænanna, og drotningin á hverjum morgni, áður etr. hún stígur á fætur, til þess að nema þá. stjórnkænsku, er henni nægi fyrir þann og þann daginn. En fyrst Tíminn ber þetta á Morg- unblaðið, þá hlýtur það að vera rjett,. og það hefir aldrei þótt nein smávæg- is yfirsjón að vera bendlaður við land- ráð. Landráðamenn hafa jafnan verið dæmdir til hinnar þyngstu refsingar,. og ætti því í raun rjettri slíkur dóm- ur að vofa yfir höfðum Morgunblaðs- ritstjóranna. En hjer er sá galli á, að slíkum dómi verður ekki íullnægt, vegna þess að ekki er hægt að ná í Valtý. Ekki er það samt vegna þess, að Valtýr stakk af norður í land fyrir skömmu, því að-i 17., V ______________________ Halldóri yrði sjálfsagt engin skota- skuld úr því að nappa hann, heldur er það beinlínis af því að það er algjör- lega á móti landsins lögum að hengia Valtý. Vjer höfum því leyft oss, með vænt- anlegu samþykki landsstjórnarinnar, að stinga upp á því, að gert verði eitt mikið trjelíkan af Valtý og það hengt upp á háan gálga, og mætti til. dæmis nota til þess hrísluna á bak við stjórnarráðshúsið. Er þetta á fjöl- förnum vegi, og ætti því að geta orð- ið mörgum til viðvörunar. Örn. —Jgr.-a o-.^— nýi barnaskó astjónrin. Úlfaþytur er þegar risinn hjer upp í andstæðingablöðum stjórnarinnar út af skipun nýja barnaskólastjórans. — Þetta er að vísu ekki nein ný bóla, þó að syngi í þeim tálknum út af aðgerð- um stjórnarinnar, þar sem alt er talið hlutdrægni, undirhyggja o. fl. því um líkt. Aðallega er nýja barnaskóiastjór- anum fundið það til foráttu, að hann er ungur og óreyndur, en á hæfileika hefir enginn minst, enda eru þeir með öllu ókunnir og geta verið afar mikl- ir, þó þeir hafi ekki ennþá komið í Ijós. Það eitt er nóg, að Jónas sjer, hvað í manninum býr, og þó að þessi innri auðlegð sje innibyrgð innan þröngra og traustra sálarveggja, þá sýnir það best, hve hún er vel geymd, ef hún aldrei getur komist út. Það eru aðallega tvenn rök til rjett- lætingar þessari skólastjóraskipan, er jeg ætla að minnast hjer á, og and- stæðingablöðin hafa víst ekki komið auga á, en vitanlega eru þau svo ótal mörg fleiri. Skal þá fyrst minst á það veigaminna, sem er samræmið á milli barnaskólabyggingarinnar og þess, er á að hafa aðalumsjónina með henni. Eins og kunnugt er, er hjer um iiýj- an stað að ræða og aldeilis splúnku- nýja og öldungis óreynda byggin^u. Oss finst því alveg sjálfsagt, samra-m-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.