Spegillinn - 27.09.1930, Blaðsíða 3
17., V.
S p e g i 11 i n n
147
IslEnskt met.
Mjög er það farið að tíðkast á síð-
ari tímum, að menn slái met í hinu og
þessu, og hefir svo verið sagt, að Am-
eríkumenn sjeu þar öðrum fremri. —
Hjer heima höfum við nú reyndar til
þessa varla heyrt talað um önnur met
en íþróttamet, sem í raun og veru eru
engin met, vegna þess, að annarsstað-
ar eru yfirburðirnir meiri.
En nú á síðustu tímum hefir verið
slegið hjer met, sem enn sem komið
er, má áreiðanlega telja heimsmet.
og er það hin pólitíska starfsemi ís-
lenskra smábarna. — Nú fyrir stuttu
hjeldu ungir jafnaðarmenn þing norð-
ur á Siglufirði, og mætti þar heill
hópur kjörinna fulltrúa, og þar á
meðal, að minsta kosti einn, sem var
kosinn til þingsins af fjelagi íslenskra
barna. Elcki hefir heyrst um aldur
fulltrúans sjálfs, en gera má ráð fyr-
ir, að hann hafi verið það stálpaður,
;;ð ekki væri bein hætta á að hann
iræðist undir ef róstur yrðu á þing-
'nu. Þessi virðulegi þingmaður, sem
I jörbrjefanefndin áleit rjett ltjörinn.
var fulltrúi barna, sem ekki voru eldri
en 14 ára, en um takmark niður á
við, er alls ekki getið, og verður því
að álykta að það nái niður að fæðing-
arstundinni, enda höfum vjer heyrt,
að svo muni hafa átt að vera.
Eins og vjer tókum fram, mun á-
reiðanlega vera hjer um met að ræða,
og hvergi annarsstaðar, eftir því sem
vjer framast vitum, hið fyrsta veika
barnskvak skilið sem atkvæðagreiðsla
til þings ungra jafnaðarmanna, það er
að segja, þegar móðirin er Bolsi. —
íhaldsungarnir eru víst ekki farnir
að hugsa um stjórnmál svona ungir.
En þar sem takmarkið nær ekki
iengra, en til fæðingarinnar, viljum
vjer benda ungum jafnaðarmönnum á
það, að vel getur svo farið, að þetta
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiMiiiiliiiiiiiiliiiiit ..iiim.iliniliMimilllllllllllillllllii.nl
met verði slegið, og vinir þeirra,
Rússar, taki upp á því, að hafa full-
trúa fyrir ófædd börn, sem líkur eru
fyrir, að komist einhvern tíma inn í
veröldina, eða jafnvel kannske fyrir
þau börn, sem ekki hafa nokkurn
minsta ,,chans“ til þess að líta þenn-
an heim.
Þetta mál er þannig vaxið, að oss
finst full ástæða til að F. U. J. taki
það til nákvæmlegrar yfirvegunar
fyrir næsta þing.
Siglufjarðarfrjettaritari Spegilsins.
isins vegna, að skólastjórinn sje lika
alvcg nýr og óreyndur. Það væri ofur
hjáróma að fara að taka gamlan og
slitinn fausk eins og Steingrím Ara-
son og setja hann í þessa nýju bygg-
ingu. Yfir höfuð á alstaðar að vera
samræmi í lífinu og óviðfeldið, ef hjer
ætti að vera að leika sjer að því ?.ð
gera undantekningu.
En um þetta atriði má ef til vill
deila, og því hefi jeg talið það hina
veigaminni ástæðu fyrir þessari skóla-
stjóraskipun, og sný mjer því að
annari, sem jeg hygg, að varla verði
deilt um af nokkru viti.
Eins og menn muna, var skipaður
nýr rektor við Mentaskólann í fyrra-
haust, Var mikið um það mál talað
þá, og það að fundið, að gandir og
reyndir menn hefðu orðið að víkja
fyrir algjöxdega óreyndum manni. En
Jónas sá þar líka, hvað í manninum
bjó. Hann sá þá hæfileika, sem öðr-
um voru duldir, og þó þeir sjeu ekki
komnir í ljós ennþá, er það ekkert að
marka; þeir birtast þegar þar að
kemur. En fyrst maðurinn með inn-