Spegillinn


Spegillinn - 15.11.1930, Blaðsíða 6

Spegillinn - 15.11.1930, Blaðsíða 6
174 S p e g i 11 i n n 20, V. ' I. W. C. úrin þeim skeikaraldrei. Mesta úrval á land- inu hjá Sigurþór Austurstræti 3. INTERNATIONAL WATCH C? CHRONOMÉTRES ET MONTRES OE PRÉCISION HiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiifiiiiiitiíiiimiiiiiiimuniiiifii lh = = = 3 1 I ]LINOLBUM I I N V K 0 MIH I öiaiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn Mimmmmmmmmsmmmmmmsmmmmmmmmmmsmmmm ^AbCrAbfcr-lbGrAbGrAbur^bGr^bGrHbCr^bcr^bíjrAbG^AbG^bG^b CrAbGr^brAbGr^bGr^bGrAburAbGrAbGrAbGr^bCr^bGrAbérAbGr^bCsr^bGr^b Cr^bferAb 1 Kr. 400,- Jir. 300, -1 IHhu Tíaumann Sportvöruhús Reykjavíkur Einar Björnsson. Bankastræti 11. — Sími 1053. — Heimasimi 553. — Box 384 — Reykjavík. ætla jeg mikinn misskilning, að þessir svokölluðu flækingskettir flækist nokkuð meira en aðrir kettir, þeir sem aldir eru upp við ofnhita og pastur- íseraða mjólk. Iðulega eru kettir að týnast af heimilum hjer í bæ, eins og auglýsingadálkar ,,Vísis“ bera vitni manna kettir, með silkiband um háls- inn. Þeir finnast vanalega allir tættir og blóðugir, og allavega ótútlegir til fara, og með nægilegt tilefni til æfi- langs samviskubits, ef samviskan væri nokkur. En grein þessi er ekki rituð í þeim tilgangi að veitast að húskött- unum, síður en svo, því þessir ,,uppá- haldskettir“ eru, þrátt fyrir alt þetta, oftast nær allra vönduðustu kettir, og yfirsjónir þeirra ber að virða á betri veg — en eins er með flækingskettina (svokölluðu). Eins og drepið er á í upphafi grein- ar þessarar, er herferðin gegn köttun- um að nokkru leyti gerð í gustuka- skyni, til þess að frelsa kettina úr þess- um eymdadal þjáninga og hrakninga. En er þá engin önnur leið farandi fyr- 'r þessa menn, sem álíta kettina : nauðulega stadda, og vilja bjarga þeim? Og svo er eitt spursmál, sem engum af þessum öðlingum hefir mjer vitanlega dottið í hug að taka til at- hugunar, og sem þó ætti að vera sjálf- sögð mannúðarskylda: Hvað segja kettirnir sjálfir um þetta? Af tilvilj- un komst jeg að því eitt kvöld eigi alls fyrir löngu, er jeg var að ráfa við höfnina, að „Fjelag róttækra veiði- katta“ mundi efna til fundarhalds þá um kvöldið, í þjóðleikhússgrunninum, þar sem forsetinn sjálfur mundi flytja erindi, og bera fram tillögur í þessu merkismáli. Jeg ákvað strax að lauma mjer þangað inn, og tókst mjer í tæka tíð að hreiðra svo um mig, að mín yrði ekki vart. Auðvitað var kolþreifandi myrkur og nístingskuldi Jeg hafði með mjer tvær Álafoss værðarvoðir og einn hund, til að halda á mjer hita. Er jeg hafði biðið í tvo tíma, komu fyrstu tvær glyrnurnar inn í salinn; þær færðust í áttina til mín, og hurfu svo snögglega. Brátt komu tvær aðr- ar, sem stefndu í sömu átt, og hurfu á líkum stað og hinar. Jeg dró þá á- lyktun, sem seinna sýndi sig rjetta vera, að kettirnir sneru baki við mjer, og mun jeg því hafa forsetann ,,en face“. Fleiri og fleiri glyrnur komu svífandi í gegnum myrkrið í smáhóp- um, fjórar, sex, stundum ójöfn tala,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.