Spegillinn - 15.11.1930, Qupperneq 7
20., V.
S p e g i 11 i n n
175
fl. Dagbók.
Frá dagspressunni er oss símaö: Þeir Jón Ólafsson bankastjóri,
Siguröur Sigurðsson búnaðarmálastjóri og Guðmundur Þorbjamarson,
Stóra-Hofi, hafa undanfama daga verið austur á Skeiðum, til að tala
við bændur um lagaákvæði þau, er gengu í gildi á síðasta þingi, við-
víkjandi greiðslu áveitukostna'Sar o. s. frv. Athugasemd: Oss finst þetta
óþarft, þar eS allir vita, aS bændumir geta alls kki borgaS áveitukostn-
aðinn, enda ósanngjarnt að ætlast til þess, þar eð áveitan hefir sýnt
sig að vera einskis virSi. Hinsvegar þykir þeim auðvitaS gaman aS tala
viS höfðingja nýkomna frá höfuðstaðnum.
Frá Gunnarsholti er símaS: Tuddinn hjer afar „jaloux" eftir að
sauðnautin komu. Ósköp aS sjá skepnuna, hvað hún er niðurbeygð.
Frá Seyffisfirði símar ritstjóri Austfirðings: Er kominn hingað á
hinum góða, gamia jámbrautarryökálf „Súðinni". Steig aldrei niður
úr þiljunum. FerSin til Seyðisfjarðar frá Reykjavík tók aðeins fimm
daga. Athugasemd vor: Það var gott, Ami minn, að þú komst þína
leiS, en, aS þú hafir ekki stigið niður úr þiljunum, trúum vjer trauðla.
Að minsta kosti sigldi „Súðin“ útlendis til viðgerðar, þegar hún var
búin aS skussa þjer þína leið.
Frá Morgunblaðinu er oss símað: ÞaS er nú ekki nóg meS það,
að Jónas lýgur á okkur, og aðra andstæðinga sína, heldur er hann líka
farinn að ljúga á refina um litarhátt þeirra. Athugasemd vor: ÞiS sögð-
uS nú heldur ekki satt til um rebbana, en það er ekkert tiltökumál, þar
sem þið hafið aldrei fengist við náttúrufræðikenslu. En annars þykir
oss sagan um hrafnana, sem kroppa augun hverir úr öðrum (sem ann-
ars er talin sjaldgæf) fara að endurtaka sig, þegar livorki þiS nje Jón-
as getiS látið refa-greyin njóta sannmælis.
Frá sarna sta-ð er oss símað: ÆGIR tók togarann Surprise við
Garðskaga í fyrradag. Atliugasemd vor: Moggi býst náttúrlega viS, að
hæstirjettur ónýti gjörðir skipherrans sem stundum fyrr, en vjer bú-
umst við, að Einar hafi mælt rjett í þetta sinn, enda þótt þaS sje ó-
neitanlega surprise fyrir oss og alian landslýS.
Frá sama stað er oss símað: Albaníukonungur viS dauðann. Ahuga-
semd vor: Þetta er víst eitthvað afbakað. Að minsta kosti vantar bæði
kóloninn fyrir aftan, og svo, hvaS konungur sagði við dauSann.
Frá Lögbirtingablaffinu er oss símað : I auglýsingu vorri um presta-
köllin í síSasta tölublaði, er getið um venjulega presta. — Sem svar viS
fyrirspum yðar skal þess getiS, að óvenjulegir prestar era þeir taldir,
sem spara sjer trúarjátninguna, eða kalla Krist Jósepsson. — Athuga-
semd vor: Vjer skiljum þetta sem svo, að sjera Jakob á Austfjörðura
og Gunnar í Saurbæ og svoleiðis karlar, hafi ekki gagn af því að sækja,
og þykir oss þaS vel farið, að slíkir kettarar fái ekki aS vaða uppi og
spilla kristnilialdi Spegilsins, sem er sannarlega ekki nema milli hús-
gangs og bjargálna, eins og er. —
Báðlegging frá Speglmum: Þar sem ganga má út frá, aS Sigga í
Gunnarsholti hafi mjög óljósa hugmynd um það, hvernig hún lítur
sjálf út, má telja víst, að henni þyki þessir nýkonmu gestir heldur
skringilegar skepnur. En þar sem svo er til ætlast, aS náin kynni hefj-
ist hjer á milii, þar sem full samúð er nauðsynleg, virSist svo sem eitt-
hvað þurfi að gera hjer til hjálpar. Leggjum vjer því til, að geysi-
stórir speglar (Konsulspeglar) sjeu reistir á húsi því, sem Sigga er
hýst í Þegar hún þannig hefir lrort að þekkja sjálfa sig, er líklegt, aö
hún líti öSrum augum á makann, sem henni er ætlaður.
Frá Tímanum er oss símað: Löggæslu-sendiferðirnar í Land- og
Skeiðarjettir hafa borið ágætan árangur. Atlmgasemd vor: Er ekki
nokkuS snemt að tala um hann enn? En ekki mun blað vort liggja á liði
sínu, að hrósa honum maklega, ef hann reynist sá, sem allir vona.
miiiiaiiiiaiiiiiiiiwKiiiiiiii i iiiiiHMin ii i iiiin ii 1111111 iiiiii iini .•iiiinMiimioiiiiiiiiimiiimiimimiiiiiniimMii»imiiiiiir«iiiiiiniiiiiiiiiii#*<iniiniiiiiiiiilininiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiii»'iiiiii«iiiiiiiiiiiiniiinuiinmiiiiwmiiiiiiiuiniiiiiiiiiiiiiiiiiii
og hurfu jafnharðan. Svo varð nokk-
urt hlje. Forsetinn kom auðvitað sein-
ast. Alt í einu birtist ein ferleg glyrna,
sem leið kippkorn inn í salinn, og
hentist síðan ca. meter upp í loftið og
staðnæmdist þar. Laust þá upp ní-
földu fagnaðarmjálmi, og glyrnan tók
þrjár dýfur niður í náttmyrkrið. Síð-
an tók hún til máls, eða rjettara sagt
kötturinn, og mælti á þessa leið:
„Mínir elskulegu undirsátar og
dyggu þjónar! Yður mun öllum kunn-
ugt, hvers vegna jeg hefi boðað til
þessa fundar, nefnilega sakir hinnar
yfirvofandi hættu, sem fjelagsskap
okkar er búinn af hinum grimdar-
þrungna bæjarlýð. Eins og ykkur öll-
um mun kunnugt, byggist þessi of-
sókn sumpart á þeim misskilningi, að
við- höfum, sjerlega í seinni tíð, gerst
helst til djarftækir til fiskjar og ann-
[Framh. á bls. 176].
| *(*< + *«*+**««« |
XI.
Ásta í Stöðlakoti var gjafvaxta, en
þó ógefin, er hjer er komið sögu. Hún
var væn kona yfirlitum og vel látin.
Snemma hneigðist hugur hennar að
danslistinni og var hún talin standa
þar fremst allra stúlkna í Reykjavík-
urþorpinu. Hún var svo liðug, að sagt
var, að hún gæti brugðið fætinum aft-
ur fyrir hnakkann og tekið þannig af
sjer sokkinn með tönnunum, og enn-
fremur, að hún gæti spyrnt í senn
bæði í höfða- og fótagafl, er hún sat
uppi í rúmi sínu. Af því að þessi list
var skamt á veg komin hjer á landi
um þessar mundir, en mikið mátti í
henni læra erlendis, var það ráð tek-
Saga Reykjavikur. 8.
oooocxdoooo 42 oooooooooo
ið af vinum og vandamönnum stúlk-
unnar að koma henni utan til þess að
fullkomnast í dansmentinni. Var hún
nú nýkomin heim aftur, og þótti hafa
farið mikið fram.
Kvöld eitt skömmu eftir að vina-
fundur sá hafði orðið, er getið var um
í síðasta kafla, sat Ásta ein uppi á
herbergi sínu í Stöðlakoti. Dálítið var
farið að rökkva, en þó of bjart ennþá
til þess að kveikja. Hugði hún því að
nota þessa stund til þess að fá sjer
dálítið kaffitár og hafði í því skyni
sett vatnsketil upp á dálitla steinolíu-
vjel, sem hún hafði hjá sjer í herberg-
inu. En rjett í því er barið að dyrum.
Og er hurðin opnaðist, ætlaði hún
varla að trúa sínum eigin augum, því
inn kom Jónas bóndi á Arnarhóli og að
baki honum var Jón í Móhusum.
Eftir að Ásta hafði hneigt sig fyrir