Spegillinn


Spegillinn - 15.11.1930, Síða 8

Spegillinn - 15.11.1930, Síða 8
176 S p e g i 11: n n 20., V. [Framh. af bls. 175]. ara matvæla, sem fólk lætur liggja á glámbekk. — Auðvitað eru þetta alt bölvaðar öfgar og lýgi (,,heyr!“. Jeg, forsetinn sjálfur, sem eftir náttúrulög- málinu ætti að vera ykkar yfirgangs- mestur og ósvífnastur, hefi aðeins einu sinni á æfinni, það sver jeg við eyra mitt, sem eftir varð í Zimsensporti, í Jónsmessu-bardaganum, hnuplað fiski — ef fisk skyldi kalla hálf-morkið ufsakóð, og það var rjett eftir fyrstu rottueitrunina, hábölvaðrar minning- ar, þegar neyðin var mest. Hitt spurs- málið, um velvildarhuginn í garð okk- ar veiðikattanna, sem almennt ganga undir svívirðingarnafninu „flækings- kettir“, ætla jeg ekki að fjölyrða, og vfirleitt að kattasið að reyna að vera sem fáorðastur. Erum við ekki öll á- nægð með lífið? („í hæsta máta“ — margraddað). Óskar nokkur eftir að komast upp á astrakanið, eða hvað þeir nú kalla það spíritistarnir, hvort sem það er pr. byssu eða sjóleiðis? („Nei, nei, nei!“). En hvað á til bragðs að taka? Hin fræga ráðagerð mús- anna, sem þið kannist við úr veraldar- sögunni, um að hengja bjölluna á kött- inn, ætla jeg að enn muni reynast lítt framkvæmanleg í praxis, eða hver vill hengja bjöJluna á Hermann og hans drabanta? Þar liggur hundurinn graf- inn. („Svei honum“, var kallað aftan úr salnum). Jeg sje ekki nema eitt ráð, og það er, að við sendum dýravernd- unarfjelaginu ítarlega fundargjörð og tillögur, sem síðan verði komið áleiðis til bæjarstjórnar, um að taka málið algjörlega upp að nýju, svo að þetta skálkaskjól, velvildin í okkar garð, hrynji til grunna, eins og spilaborg á bersvæði í norðaustanfárviðri". Að svo mæltu þeytti glyrnan nokkr- um neistum út yfir samkomuna, og var þá ræðuskörungnum klappað lof í lófa. Síðan var þessi tillaga borin upp og samþykkt í einu óhljóði: „Fundurinn skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að taka algjörlega til nýrrar og mannúðlegrar meðferðar hið svonefnda ,,kattafargan“, og at- huga möguleika til byggingar gamal- kattahælis og bálstofu fyrir ketti; einnig takmörkun á rottueitrun, og að allar mögulegar ofsóknir hætti þegar í stað gegn köttunum, sem telja verð- ur með allra athafnamestu og þörf- ustu kvikindum hjerlendis“. — Skyldi þessi tillaga kattafundar- ins ekki komast á ákvörðunarstað, birti jeg þetta rjettum hlutaðeigend- um, og öllum rjetthugsandi mönnum til umþenkingar. Ex. Anna Fía giftist. Yndislega falleg saga um ást og tilhugalif — brúðkaup og hveitibrauðsdaga. Dvergurinn Rauðgrani og brögð hans. Æfintýri með 100 myndum. Allar myndirnar eru prentaðar með dökk- grœnum lit — eins og i finustu erlendum timuritum — en lesmálið er svart, og letrlð er alveg nýtt og óvenjulega skýrt og lœsilegi. Að allra dómi skemtilegasta og vandaðasta barnabók ársins Freysteinn Gunnarsson þýddi báðar bœkurnar. Alþingismannatal Spegilsins fæst hjá öllum útsölumönnum vorum. lllllllimilllllllllllllllimilllHIIIIIII»lllllllllimMIIMIillMll-||||„UIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIinilllllllllllllllllllllllim. >iiiiiimiiiiiiiiiiiimimmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmiiiiimiiimiiiiiiiimiiimiiimiimiimiiii> immimmmimmmimímmimmi gestunum að erlendum sið og boðið þeim að taka sjer sæti, ræskti Jónas bóndi sig og tók þannig til máls: „Sjálfsagt hefði þér nú, Ásta mín, verið einhverjir biðlarnir kærari en þessir, sem þú hefir nú fyrir framan þig, en þó er það svo, að við erum blátt áfram komnir hjer í bónorðsför. Jeg skal þó taka það fram, að ekki þarf það að valda neinni óvináttu, þó við fáum hryggbrot, en að allra biðla hætti væri okkur það kærara, að ekk- ert kvis kæmist á þetta ferðalag okk- ar, hvort sem ferðirnar verða aðeins þessi eina, eða fleiri koma á eftir. En svo jeg sleppi nú þessu líkingamáli, sem oss hættir svo við að nota, sem vanir erum að tala á mannfundum, þá er erindi okkar Jóns í fljótu máli sagt það, að biðja þig um að segja okkur það hreinskilnislega, hvort þú álítur að það geti komið til mála, að við getum lært fáein dansspor, að minsta kosti sem nægi til þess, að við getum verið með þama í sumar“. „Ekki þarftu að vera hræddur um það, Jónas minn, að jeg fari að kjafta frá því, sem jeg er beðin fyrir“, sagði Ásta, „en hinsvegar get jeg heldur ekki ábyrgst, að það slæðist ekki út, því eins og þú veist, er erfitt að dylja slíka hluti hjer í fámenninu, svo að ekki komi einhver pati um það. En ekki er jeg hrædd um, að jeg geti ekki kent ykkur sporið, og meir en velkomið það litla, sem jeg get hjálp- að ykkur í þessu efni.“ Eftir nokkrar bollaleggingar og ráðagerðir frarú og til baka, komu þau þrjú sjer saman um það, að dansnám- ið skyldi byrja innan lítils tímu, ug tíminn notaður eftir því sem föng væru á fram eftir vorinu. En það voru þeir nágrannarnir ásáttir um, að heppilegra væri, að þeir væru ekki saman í tíma, því bæði var það meira áberandi, og í annan stað gat keppni um það, hvorum sæktist betur nám- ið, orðið til þess að ala á kala þeim og úlfúð, sem meir en nóg var til af áður inni fyrir.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.