Spegillinn


Spegillinn - 29.11.1930, Blaðsíða 4

Spegillinn - 29.11.1930, Blaðsíða 4
180 S p e g i 1 1 i n n 21., V. Sjálfvirka þvottaáhaldið „ A T L A S “ sparar að kalla má alt nudd á þvottin- um og hlífir honum við sliti og þvotta- konunni_við erfiði. Atlas má nota i alla þvottapotta og það þvær sjálfkrafa meðan þvotturinn sýður. Skoðið þetta ómissandi vinnu- sparnaðaráhald ;og'fáið'eitt til reynslu. án þess þjer sjeuð skuldbundin til að kaupa það. Einkasalar: J. Þorláksson & Norðraannn Binkastræfi 11. Simar : 103, 1903 & 2303. er kominn aítur. ==Ji= ■ '.irrr......... ir— i Ha pið Biöniaihs kolin. Sími 1531. P — - =icg=-^---ir~..=... n Danmerkurför Jónasar. öllum er kunnugt um það, að Morg- unblaðið gerði sitt til, til þess að spilla fyrir því, að vjer gætum fengið er- lent lán, en þær tilraunir mistókust, sem betur fór. En þrátt fyrir það, þó Jónas heilsar upp á konung. svona hafi farið, að stóra lánið fjekkst að lokum, þá héfir Morgunblaðið samt gert þann fjárhagslegan skaða með þessum tilraunum, sem erfitt verður að gera fulla grein fyrir, að minsta kosti meðan ríkisbókhaldið heldur áfram að færa bækur sínar með dulrúnum, sem erfitt er fyrir menn að átta sig á. Má þar t. d. benda á þær mörgu sendi- ferðir, sem farnar hafa verið til lán- leitunarinnar, og sem vitanlega hefir kostað mikið fje, og er ljóst, að sú tala hefir hækkað að mun, vegna áð- urnefndra skrifa. Um þær sendiferðir er öllum kunnugt og þarf ekki að fjöl- yrða um. En það er ein för, sem farin hefir verið, sem menn hafa að líkindum ekki veitt næga eftirtekt, en sem þó er al- veg af sömu rótum runnin og þær fyrri, og það er för þeirra Jónasar og Magnúsar til Kaupmannahafnar, er þeir gengu síðast á konungsfund. — Þessi för er einnig kostnaðarsöm, og á það enn fremur sameiginlegt við þær fyrri, að hún hefði að líkum aldrei ver- ið farin, ef lántökulandráðaskrif Mogga hefðu ekki komið til sögunnar. Þetta er að vísu ótrúlegt, en það ótrú- lega getur stundum verið satt, og skulu því hjer færðar fyrir því líkur. Eins og Tíminn hefir þrásinnis tek- ið fram, var Morgunblaðið búið að tyggja svo á lánsvantraustinu, að út- lendingar voru farnir að trúa því, og þó sjerstaklega á Norðurlöndum. Þeg- ar svo lánið loksins var fengið, var þessi trú orðin svo mögnuð, að afar- erfitt hlaut að vera að koma mönnum í skilning um það rjetta. . Einn af þess- um vantrúarmönnum var náttúrlega kóngurinn, en honum varð vitanlega fyrst og fremst að skýra frá sannleik- anum í þessu máli. En þar sem bæði þurfti að gera þetta fljótt, og í annan stað svo, að hann gæti gengið alveg úr skugga um þetta, varð Jónas auð- vitað að taka það ráð, að fara sjálfur ,,express“ til þess að sannfæra hann um, að lánið væri áreiðanlega fengið. Og til þess að staðfesta þetta betur, tók hann Magnús með sjer. En Magn- ús er kunningi kóngsins frá því í sum- ar, og því líklegast, að kóngur mundi trúa honum allra manna best, enda höfum vjer heyrt, að hvorki hann nje aðrir þar í kring efist nú lengur um, að lánið sje í raun og veru fengið. En alt kostar þetta peninga, og í rauninni væri rjettast, að Moggi væri látinn borga að minsta kosti þessa síð- ustu för, þó ekki sje farið lengra. x. x. Qleraugu. Um þessar mundir er haldið hjer í hafa þotið hjer upp heilar stjettir bæ þing (eða hvað það heitir) jafnað- armanna, og mun vera aðallega ,,upp- gjör“ milli kommúnista og kapítalista- f’okksins. Að eitthvað fjör muni vera

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.