Spegillinn - 29.11.1930, Blaðsíða 7
21., V.
S p e g i 11 i n n
183
Úr Skuggahverf inu er oss hraösímað: Nú veður Páll Eggert gullið
í klof í Búnaðarbankanum, og á fyrst að senda þrjár vættir af því aust-
nr að Gunnarholti, til þess að gera sæmilegt brúðkaup Siggu, með pomp
og prakt. Ársæll hefir tjáð sig fúsan til aS verða svaramaður brúðar-
innar, og Pjetur Zóph. hefir þegar samið nákvæma ættartölu brúðhjón-
nnna, sem nær allar götur upp til Sauð-Adams og Kýr-Evu, sem hrökl-
uðust út úr kálgarðinum í Eden, þegar Eva forgreip sig á eplinu forð-
urr,. Páll yfirsauðnautaráðherra mun sjá um alla dýrðina, sem ekki á
að standa að baki Alþingisskrallinu í sumar sem leið.
Frá bœjarverkfrœðingi er oss símað: Öll þörf virðist á, að auka sem
mest vatnsrennslið til borgarinnar, svo bæði borgarar og saltfiskur geti
fengið alt það bað, sem þeir þurfa. Ahugasemd vor: Oss finnst, að með
öllu því vatnsrennsli, sem hjer er á götunum, hvenær, sem dropi kemur
úr lofti, ætti ekki að þurfa meira aðfengið vatn en nú á sjer stað..
Frá Danmörku er oss símað: Hjer hafa verið á ferðinni ráðherra
og bankastjóri frá íslandi. Koma þeir frá Englandi og berast all-mikið
á. Athugasemd vor: Já, það er iíklega farinn af þeim mesti lánleysis-
svipurinn. —
Frá Kleppi er oss símað: Alveg er það vandræði hjer, hvað fjósið
er ótrygt. Má búast við, að það falli á hverri stundu. Athugasemd vor:
Oss er tjáð, að múrari sá, er bygginguna hefir haft á hendi, sje ekki
verkinu vaxinn. Kann það vel satt að vera, en hitt er trúlegra, að hon-
um hafi ekki verið bent á, að beljumar mundu láta eins og vitlausar.
En, að minsta kosti eru þær nú alveg vitlausar í að fá nýtt f jós.
Frá hœrri stöðum er oss símað: Vestur-Islendingur einn hefir ver-
ið tekinn fastur fyrir spilasvik. Athugasemd vor: Höfum vjer ekki sí og
æ í blaði voru verið að vara við þessum vestanmönnum, sem eru að
spila íslendinga. Ykkur er ekki nema maklegt að fá að finna, úr því
þið hafið ekki viljað heyra viðvaranir ykkur vitrari manna.
Frá stjórnarráði voru er símað: Pálmi fór utan til þess að kaupa
nýtt skip fyrir ríkið og hefir þegar fest kaup á skipinu. En þar sem
þetta er þýskt skip með þýsku nafni, þarf að skíra það upp. Vinsam-
legast, komið með tillögur um nafnið. — Svar Spegilsins: Þar sem
vjer höfum sannfrjett, að þetta skip sje fimm til tíu ánun vngra en
Súðin, álítum vjer vel til fallið, að það verði látið heita „Nýja Súðin“.
Frá London er oss símað: Tvö furðuljós sáust í haust yfir Norð-
ursjónum. Hefir þetta valdið allmiklum óróa á Englandi og víðar, þar
sem búist var við, að þetta væri fyrirboði ófriðar eða einhverrar ann-
arar eymdar. — Aths. Spegilsins: Verið þið alveg ókvíðin. Þetta lief-
ir bara verið fylgjan hans Jónasar og Magnúsar, og eina ógæfan, sem
af komu þeirra getur leitt, er sú, að eitthvað tapist af skildingunum,
sem þeir fengu. En óþarfi er að skæla út af slíkum smámunum.
Frá frjettastofu vorri er símað: Alment talið víst, að drengurinn,
sem bjargaði Einari Olgeirssyni á Vaðlaheiði um daginn, fái verðlaun
úr hetjusjóði Camegies. — Aths. Sp.: Vjer styðjum það.
tllHMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMUMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIimiMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIMIIIMIMIIIIIIIIIIIIMimillMl
ber, villandi, því þessir þrír svo köll-
uðu skálkar: Gestur, F'riofinnur og
Þorsteinn Ö. Stephensen, eru bara al-
Mennir flakkarar, isem engum gera
neitt verulega ilt, jafnvel þótt þeir
stundi fiðluspil, söng og hómópatíu.
Strax, þegar leikurinn byrjar, er Gest-
ur orðinn kafskotinn í malaradóttur
einni — hann er ekki að geyma það
til morguns, sem hann getur gert í dag,
drengurinn — og vill endilega fara á
brekánsball, sem faðir hennar heldur
þá um kvöldið í myllu sinni, en hinir
vilja heldur fara á annan stað, þar
sem að menn „eiga eitthvað", og
drekka þar baki brotnu um nóttina. En
skilja vilja þeir hins vegar ekki, og
verður það úr, að Gestur hefir sitt
fram með teningskasti. Var gott, að
áhorfendur sáu ekki teningana á leik-
sviðinu, því ætla má, að þar hafi ver-
ið svindlað. Nú. víkur sögunni til mal-
arans. Eins og margir, sem ætla að
„gefa sig upp“ daginn eftir, ætlar
hann að halda þetta ball þá um kvöld-
ið, sem síðasta sjangs til að fá sjer
neðan í því. En neðanígjöfin lendir
samt aðallega á sjálfum lánardrottni
hans, sem er Istru-Morten svokallað-
ur, öðru nafni Reinhold Richter. —
Drekkur hann svo gífurlega, að hann
sjálfur verður auðvitað mold, en mal-
arinn fær lítið, og er auðsjeður á hon
um eymdarsvipurinn þegar Tíkar-
brandur, blandaður trjespíritus, hverf-
ur allur ofan í Morra. En sá síðar-
nefndi vill meira, sem sje dóttur mal-
arans, þá er Gestur er skotinn í. Hótar
hann malaranum að reka hann frá
húsi og búslóð, ef hann gefi honum
ekki stelpuna, og vill sá mjelugi það
auðvitað gjarnan, ef hún vill bara slá
til. Er nú kallað á heimasætuna. Hún
er frá ísafirði, en enginn skyldi halda,
að hún tali vestfirsku, heldur er það
auðheyrt, að hún hefir ekki aðeins siglt
fyrir Öndverðanes og Látrabjarg, held
ur líka Reykjanes, og talar því með
hæfilega dönskum hreim. Þarf ekki að
taka fram, að hún á líka að vera
dönsk, og skulu því ekki fingur út í
það fettir. Hún afneitar nú Richter
með hæðilegum orðum, en hann er
fullur, og getur því ekki náð í hana.
Aftur á móti kemur þar aðvífandi
galdranorn, Gunnþórunn að nafni, og
hræðir Morra, sem virðist vera all-hjá-
trúarfullur. Galdranornin er altaf að
spá fyrir fólki, og tekur átta skildinga
fyrir hvern spádóm — af betri sortinni
— og hrækir jafnan á aurinn, áður en
hún kemur honum fyrir í pússi sínu.
Er vert að skjóta því að Einari á Litla-
Eyrarlandi, að gera ekki slíka fúl-
mennsku, þegar restin af landbúnað-
arláninu kemur til landsins. Galdra-
nornin veit alt um samdrátt þeirra
Gests, og kemur honum upp í svefn-
her’ ergi stúlkunnar í ullarballa, þeg-
ar ballið er búið. En daginn eftir finst
Moiri hvergi, og er þá Gestur ákærð
ur um að hafa drepið hann, þar eð
enginn er í vafa um huga hans til
Morra, og er hann tafarlaust dæmdur
til hegningar. — En hinir skálkarnir
tveir finna Morra, og koma honum í
kofa sinn. Er hann, eins og nærri má
gita, grút-timbraður og illa til hafð-
ur, og lýgur Friðfinnur hómópati —
eins og kollegar hans eru vanir —
harm fullan um sjúkdóma þá, er gangi
að honum. Kunnum vjer, því miður,
ekki alla þá pathologiu utan að, en
víst er um, að sjúkdómarnir voru marg
ir og hræðilegir. Gefur Friðfinnur
Morra ýmsa dropa, sem hann segir,
að bjargi lífi hans, og fær að launum