Spegillinn - 29.11.1930, Blaðsíða 3
21., V.
S p e g i 11 i n n
179
„Eruð þjer ekki alveg hissa á hon-
f um Barða?“ sagði Gunna frá Hvoli,
þegar jeg rak’st á hana á götunni fyr-
ir fáum dögum. Það var hún Gunna,
sem jeg hafði kynst svolítið í sveit-
inni fyrir löngu, en sem nú var vinnu-
kona hjá einum af dómnefndarmönn-
unum. „Já, eruð þjer ekki alveg hissa
á, að hann Barði skuli vera að gera
þessa rekistefnu? Jeg segi þetta nú
reyndar ekki af því, að mjer sje ekki
í rauninni alveg sama, hver verður
prófessor. Hann má svo sem heita
Þorkell og hann mætti meira að segja
svo sem gjarnan heita Pílatus mín
vegna. Jeg segi það bara vegna hans
húsbónda míns. Þjer ættuð bara að
sjá, aumingia manninn, hvernig hon-
um líður síðan þetta kom fyrir. Hann
sefur ekki, hann borðar ekki. það sem
talist getur ærlegur hiti, og hann get-
ur ekki upp á nokkurn mann HHð. Og
ekki kvu hinir dómnefndarmennirnir
vera beisnari. Já, þvílíkt! Það er líka
annað en gaman fyrir mann, sem ekki
vill vamm sitt vita, sem aldrei hefir
gert upp á milli hjúa sinna, hvorki í
einu nje neinu, að vera sakaður um
hlutdjægni. Nei, jeg segi það bara,
það er ekkert kennikefli að vera ein
af þessu heldra fólki. Það getur logið
unn á hvert annað og gert hverju öðru
sitthvað til miska ekki síður, heldur
miklu fremur en hitt. Þá er eins gott
að vera bara sljett og rjett vinnukona.
sem, ef hún gerir verkin sín eftir
bestu getu, er ekki sökuð fyrir að
gera eitt betur en annað. Já, jeg segi
það bara“.
„Látið þjer ekki svona, Gunna mín“,
sagði jeg. „Það er ekki nema heiður
fyrir dómnefndina, að hún skuli taka
sjer betta svona nærri, sem revndar er
aldeilis engin ástæða til. Því siáið þjer
nú til: Dómnefndinni er borið barna á
brýn, að hún hafi verið hlutdræg í
valinu á viðfangsefni sögulegu rit-
giörðarinnar, og veitt þar Þorkatli
hlunnindi, með því að hann hefði áð-
ur Iagt sierstaka stund á þetta efni.
En hver er það, sem leggur á sig mest
erfiðið, og sýnir sig vanfærastan? —
Einmitt Þorkell Jóhannesson. Hann
? K'/a' /
/,. W'T'/fit M v\
7 #
mw/fs v. _/.,/ #.
ö, <£* Kcfð v lekvcí
'l'j’evniií^ oS orv q r !
Samviskubit dómnefndarinnar.
•iiiiiiiiiiiiiiiii iiimtiimiimmiiiiiiitiiHHiiimitiimtimitiviiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiimMiiiimiimmmiiiiimmiiiiiiiiiiiiiitimiimiiiiiiiiimmiiiiiiiifiiirr
einn fer utan til þess að leita stuðn-
ings, en hinir bjarga sjer hjer heima.
Og að því sleptu, þá sýnist þetta svo
vandalítið, að ekki virðist þurfa neitt
sjerlegt prófessorsefni til þess að
skrifa um það greinarkorn. Var það
ekki um vinnukonur á fyrri öldum,
sem þeir áttu að skrifa? — Eins og
vinnukonurnar hafi ekki verið alveg
svona upp og ofan þá eins og á 20.
öldinni. Sumar trúmenskan ein eins og
þú, Gunna mín, en aðrar bölvuð
skrapatól. Eða þá sambandið á milli
húsmóðurinnar og vinnukonunnar!
Eins og þær hafi ekki rifist og skamm-
ast þá eins og nú, og sleikt sig svo
saman á eftir. Og eitthvað þurftu þeir
víst að skrifa um vinnubrögðin, fatn-
aðinn og mataræðið, og það er heldur
ekki svo erfitt. Þá voru engir þúfna-
banar og enginn togari eða línubát-
ur. Enginn annar munur. Þá gekk
kvenfólkið í opnum buxum, en nú í
lokuðum. Búið. Og þá var jetinn harð-
fiskur, súrt smjör og hákall, en nú
eintómar kássur, sem henni Björgu er
svo bölvanlega við. Það sýnist ekki
vera neitt sjerlegt þrekvirki þetta, og
jeg held jafnvel, Gunna mín, ao við
hefðum getað tekið þátt í samkepn-
Inni. Og svo var nú ekki annar vand-
inn, ef kandidatarnir vildu fylla citt-
hvað út í eyðurnar, en að koma með
einhverja klausu eftir Pál fróða eða
Pjetur lærða og segja, að þeir hafi
fundið þetta innan um eitthvert forn-
brjefarusl. Ekki nokkur maður, sem
gat um það sagt, hvort það var sann-
leikur eða lygi. Sem sagt dómnefndin
á enga sök á því, þó að höfuðin á
keppendunum sjeu ekki í lagi. Segðu
húsbóndanum þetta, Gunna mín, og
vittu hvort hann hressist ekki.“
„Jeg skil þetta nú reyndar ekki al-
minnilega, Gvendur minn,“ sagði
Gunna, „en það getur vel verið, að
húsbóndinn skilji það, og vertu nú
blessaður og sæll“.
Þetta er nú skoðunin hennar Gunnu,
en hitt er skoðun mín. Gvendur.