Spegillinn


Spegillinn - 01.12.1932, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.12.1932, Blaðsíða 13
21.-22., VÍÍ. Spegiiiinii 173 Frá Alþjóðabandalaginu er oss simað: Vjer viljum hjermeð leyfa oss að bjóða Vilmundi landlækni að koma til okkar og kynna sjer heilbrigðismál. Munum vjer greiða ferðakostnað hans og dagpeninga. Svar vort: Þetta mun vera plat hjá ykkur, mínir herrar, og munuð þið ætla að narra Vilmund til ykkar til að lækna i ykkur heimskuna. En hann hefir nóg af heilbrigðismálum hjer að sjá um og læra af, og hvað dagpeninga og ferðakostnað snertir, fer hann ekki varhluta af því hjer heima, svo oss finnst ekkert við það bætandi. Frá lhaldinu er oss símað: Reykjavik er og á að verða háborg sjálfstæðisflokksins. Aths. vor: Þá er Guðmundur Ásbjörnsson háborg- arstjóri Sjálfstæðisflokksins (settur). Frá Hafnarfirði er oss simað: Helsti útgjaldaliður bæjarútgerðarinn- ar hjer, er leiðrjetting á segulskekkjum. Aths. vor: Og okkar helsti væri leiðrjetting á reikningsskekkjum, ef nokkur tilraun væri gerð i þá átt að leiðrjetta þær. Frá Tímanum er oss simað, f.h. Ásgeirs forsætiss: Sviar gerðu þá uppgötvun, að þeir gátu vel fylgst með í sænskri þýðingu, þótt lesið væri á fslensku. Aths. vor: Þetta sannar hið fornkveðna, að engum er alls varnað með skilninginn — nema altso Ásgeiri. Frá Morgunblaðinu er oss simað: Laun Jónasar Þorbergssonar nema 2000 til 2400 dilksverðum. Aths. vor: Vjer vissum lengi, að jónas myndi draga einhvern dilk á eftir sjer, en ekki datt oss i hug, að þeir skiftu þúaundum. Og þó hefir Moggi víst ekki talið þarna þá uppmörkuðu eða hvað? Frá Ásgeiri forsætiss er oss símað: Jeg átti tal við ýmsa ráðamenn í stjórnardeiidunum um viðskifti lslands við Breta, þ á m. Mr. Stanley Baldwin. Mjer var allstaðar vel tekið. Aths. vor: Það er auðvitað ekki nema eðlilegt, að Forsætiss þyki það tiltökumál, að sjer hafi verið vei tekið, — samviskan mun ekki vera betri en það. En annars ætti hann að vera svo veraldarvanur að þekkja kaupmannakurteisi í sjón og vita. að innst i hjarta sínu reiknar Mr. Baldwin hann ekki meira en hann er Frá Morgunblaðinu er oss sfmað: Hverju á að fórna — útvarpinu eða jónasi Þorbergssyni? Svar vort: Að öllu athuguðu held jeg mað- ur verði að fórna jónasi. Það er miklu fljótlegra að skrúfa fyrir útvarpið hvenær sem maður vill. Frá Guðmundi Hannessyni er oss simað: Kýr ein komst í brugg- unarstamp, drakk sig fulla, ljet kálfinum og drapst seinna. Það er svona þegar böndin losna. Aths. vor: Hvað skyldu gútemplarastórgripirnir sjálfir hafa drukkið, þegar þeir ljetu aplakálfinum, sem kallaður er bann? Því miður drápust þeir ekki, og bendir það á, að útlendingurinn haf* verið eitthvað veikari en landinn. Frá Morgunblaðinu er oss símað: Norskar húsmæður eru mjög teknar að nota kartöflur í brauð, til að drýgja það. Þetta ætti að taka upp hjer. Aths. vor: Þaö mætti náttúrlega gjarna, ef vjer getum fengið einhverja óvini vora til að jeta það. Frá Morgunblaðinu er oss símað: Höskuldur dæmdur i Hæstarjetti. Aths. vor: Það er víst litill vafi á því, að sá dómur hefir verið sá sami og allir skynbærir menn hafa þegar kveðið, nfl., að Höskuldur sje ágætur. Frá FBS er oss símað: Við Alþingiskosninguna siðustu, er Bene- dikt Sveinsson ætlaði að fara að gegna samviskunni og borgaralegu skyldunni, kom það í ljós, að kjörskrárnúmer hans var 930. Aths. vor: Ber þetta að skilja svo, sem hann sje ekki kominn lengra með Al- þingissöguna? Frá Carli D. Tulinius er oss símað: Hjermeð lýsi jeg því yfir, að jeg ætla ekki að fara að deila um gáfnafar mitt við ennverandi út- varpsstjóra jónas Þorbergsson. Aths. vor: Þetta var gáfulega mælt, svo að af tekur öll tvímæli um gáfna'ar þitt. Frá tveim guðfræðinemum er oss símað: Hversvegna ætlar út- varpsráðið að stinga fyrirlestrum sjera Bjarna Jónssonar um einhver atriði Nýja Testamentisins undir stól? Aths. vor: Oss finnst það sjálf- sagi, meðan ekki er vitanlegt hver atriði Nýja Testamentisins prófast- ur ætlar að tala um. Þið getið ekki trúað því, hvað guðspjallamenn- irnir og aðrir höfundar þess geta verið illyrmislega neyðarlegir á köflum. Frá Gunnari M. Magnúss er oss simað: Ætla ekki Bióin bráðum að hætta að sýna barnamyndir, sem eru rjnttnefndar kennslustundir í strákapörum? Aths. vor: Slikar myndir ætti fortakslaust að banna. Vjer eigum ósköp hægt með að bjargast við innlenda framleiðslu á því sviði, og væri skammar nær að hlynna eitthvað að innlendum ungl- ^ngum, sem sýna sig vera eitthvað frumlegir í greininni. Frá Morgunblaðinu er oss simað: Nú vitum vjer hvað timbur- menn heita á latinu. Frá sagnfræðingi vorum er oss símað: 2. grein samvinnulaganna frá 27. júní 1921 hljóðar þannig: Verksvið samvinnufjelaga er: 1) að kaupa vörur til heimilisþarfa handa fjelagsmönnum, eða hluti, er þeir þarfnast til afnota fyrir sjálfa sig, á þann hátt, að vörurnar fáist sem beinast frá framleiðendum dg sparist útgjöld við óþarfa milliliði (kaup- fjelög, pöntunarfjelög) .... Aths. vor: Vjer sjáum heldur ekki annað en það gangi furðanlega vel að koma kaupfjelögunum fyrir kattarnef — þrátt fyrir alla dilkasjóðina, sem þau eru sögð eiga. Frá FBS er oss símað: Súðin hefir verið leigð til fiskflutninga. Aths. vor: Er þetta ekki eins og vjer höfum alltaf sagt, þó enginn hafi vilj- að trúa því, að Súðin er eitt fjölhæfasta skip, sem flýtur (eða sekkur) hjer við land. Um það leyti, sem hún var keypt, var henni helst talið það til gildis, að þar væri sjerlega hentugt farþegarúm fyrir nautgripi, enda sýndi það sig, að lnin var mjög notuð til þingmannaflutninga. Og þegar nú fiskflutningarnir bætasl við ofan á allt annað, verður oss það að spyrja, hvar þetta endi. Frá Morgunblaðinu er oss símað: Hermann lögreglustjóri hefir stefnt okkur Visi kollega fyrir meiðyrði. En sem betur fer erum vjer hvergi hræddir. Aths. vor: Ef Hermann meinar það með því að vilja sanna, að hann sje hugaður, hefði hann getað valið heppilegri aðferð og ráðist á garðinn þar sem hann var hærri. Frá Siglufirði er oss símað: Kommúnistar, eða einhver leppur fyrir þá, hafa keypt gömlu kirkjuna hjer, og brúka nú Lenin fyrir altaris- töflu, og allt eftir þvi. Aths. vor: Oss finnst það ekki nema vel farið, að Siglfirðingar skuli sleppa við að afheiga kirkjuna, eins og stundum er siður að gera, því vjer treystum hinum nýju eigendum að sjá fyrir þeim hluta málsins. Og vonandi er, að nýju kirkjunni verði gott af rússneska gullinu, sem hún fjekk fyrir gamla skrokkinn. Kannske hefir því lika verið fleygt i sjóinn, þegar vitnaðist um nautinn? Frá FBS er oss símað: Útvarpsstjórinn skrifar nú mest um einkasölu á bifreiðum og mótorvjelum. Aths. vor: Þá finnst oss ótímabært að hætta um leið að aka i bil. Frá FBS er oss símað: Árni Strandberg, Ágúst Bjarnason og Guð- brandur Magnússon hafa nýlega fengið dóma fyrir brugg. Aths. vor: Vjer vitum fyrir víst, að Guðbrandur, að minnsta kosti, á ekki betra skilið, og verðum þvi, að álykta, per analogiam, að hinir dómarnir sjeu einnig rjettlátir. Frá FBS er oss símað: Leikfjelag Reykjavikur hefir farið fram á að sleppa við skemmtanaskatt, yfirstandandi leikár. Umsóknin hefir ekki verið tekin til greina. Aths. vor: Þarna sjer maður, að minnsta kosti stjórnarvöldunum þykir Leikfjelagið hafa uppá skemmtun að bjóða, þó engum öðrum finnist það. Frá Morgunblaðinu er oss simað: Magnús Torfason vill ekki gefa oss neinar upplýsingar um náunga, sem hann sektaði austur i ölfusi um daginn. Aths. vor: Kannske Magnús sje ekki eins mikill landafjandi og hann er sagður? Frá FBS er oss símað: Gísli Sigurbjörnsson vill eindregið afnema alla eftirvinnu sendisveina. Aths. vor: Þeir hafa kannske gert hann að formanni i Merkúr í vinnutímanum? Frá Morgunblaðinu er oss símað: Flibbalausir þingmenn eru nú [Framhald af Lesbókinni er á bls. 174].

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.