Spegillinn - 01.12.1932, Blaðsíða 16
176
Spegilliníl
21.—22., VII.
kemur út einu sinni í viku, 32 siður í senn og kostar 35 aura. Flytur útlendar skáldsögur í islenskri þýðingu.
Aðeins úrvalssögur eru gefnar út, og Vikuritið kostar kapps um að hafa þær sem fjölbreyttastar að efni, svo
þær sjeu við allra hæfi, enda hefir útgáfa þessi þegar hlotið almennar vinsældir. — Út er komið:
1. Hefnd eitír Rafael Sabatíní.
(320 blaðsíður. Verð kr. 3.80).
Söguhetjan er alin upp i Frakklandi og hefir fóstri hans fengið
hann til að sverja að hefna sin á enskum aðalsmanni nokkum, er
hefir táldregið móður hans. Segir sagan hvernig hann framkvæmir
hefnd þessa, og er frá upphafi til enda skemtileg. Munu fáir geta
hætt við hana fyr en hún er að fullu lesin, og örlög söguhetjunn-
unnar til lykta leidd.
2. Ratíða husíð eftír Víctor Brídges.
(297 blaðsíður. Verð kr. 3.00).
Frægur prófessor nokkur býr einn i afskekktu húsi, sem nefnt er
Rauða húsiö. Söguhetjan verður aðstoðarmaður hans. Kemur nú
í ljós, að glæpamenn nokkrir fremja innbrot í húsi þessu hvað
eftir annað og myrða að lokum prófessorinn. Söguhetjan, aðstóð-
armaður prófessorsins tekur nú að sjer að vinna á glæpamönnum
þessum, og er viðureign hans við þá afar »spennandi«. Inn í þetta
er svo fljettað mjög hugðnæmri ástasögu. Þetta er saga, sem allir
hafa gaman af.
3. Doktor Vívantí eftir Sydney Horler.
(252 blaðsíður. Verð kr. 3.90).
Þetta er lögreglu- og glæpamannasaga af rjettu tegundinni »spenn-
andi« og fjörug frá upphafi til enda. Lesandinn fylgist með næst-
um því án þess að draga andann, hvernig doktor Vivanti hvað
eftir annað fremur allskonar fantastrik og sleppur að lokum fyrir
hugvit sitt úr greipum lögreglunnar. Síðari sagan kemur væntan-
lega út í vetur, og er engu síður skemmtileg. Hver saga fyrir sig
er sjerstök heild.
4. Stroktímaðtír ettír Víctor Brídges.
(370 blaðsíður. Verð kr. 4.00).
Sagan hefst á því, að maður nokkur er að strjúka úr ensku fang-
elsi. Lendir hann í ótal æfintýrum, áður en hann kemst undan, og
fær að lokum sannað sakleysi sitt. Sagan er svo fram úr skarandi
fjörug, að lesandinn getur ekki sleppt henni fyr en siðasta blað-
sióan er lesin.
5. Hneyksíí eftír C. Hamílton
(423 blaðsíður) Verð kr. 4.00.
Ensk aðalsmær fær söguhetjuna til þess að láta sem þau sjeu
gift. — Verður svo að halda leiknum áfram til þess að forðast
hneyksli, en sambúð hjónaleysanna verður höfundinum efni í margt
skringilegt. Vjer viljum ekki taka fram fyrir hendurnar á lesandan-
um með því að segja á hvern hátt úr þessu greiðist, en ráðum
öllum, sem gaman hafa af skemmtilegri sögu, til þess að lesa
bókina.
6. Leynískjölín eftir Ph. Oppenheím.
(272 blaðsíður. Verö kr. 3,00).
Sagan fjallar um skjöl, er varða mjög stjórnina á ltallu. —
Stjórnin notar ýmsa klæki, og skirrist jafnvel ekki við að fremja
morð til þess að ná í skjöl þessi. Söguhetjan er enskur spæjari,
sem af tilviljun komst yfir skjölin. Segir sagan af viðureign hans
viö stjórn Ítalíu og hvernig honum að lokum tókst að koma skjöl-
unum til rjettra hlutaðeigenda.
»Spennandi« frá fyrstu til síðustu blaðsíðu.
7. Ljóssporíð eftír Zane Grey.
(392 blaðsiður. Verð kr. 4.00).
Sagan segir frá hinu mikla mannvirki, járnbrautinni »frá hafi til
hafs« eins og Ameríkumenn orða það. Söguhetjan er ungur verk-
verkfræðingur, hann er einn hinna ötulustu og framsýnustu verk-
fræðinga við þetta risafyrirtæki. Eigi aðeins þurftu járnbrautar-
mennirnir að etja við ýmsa landslagsörðugleika, heldur þurftu þeir
einnig að verjast æðisgengttum árásum Indiána. Söguhetjan og
fylgisveinn hans lenda ýnisum ægilegum æfintýrum og hættum og
inn i þeíta alt saman er fljettað framúrskarandi hugljúfu ástar-
æfintýri.
8. Latmsontír eftír Raíael Safoatíní.
Saga þessi er að koma út í heftum. Hún er ein af bestu sögum
meistarans Sabatini, enda er þetta saga sú, er gerði hann heims-
frægan. Þarf engum orðum um það að eyða, að þetta er einhver
allra besta saga til skemtilesturs, sem hægt er að hugsa sjer. Auk
þess er hún fróðleg, þar sem hún lýsir allnákvæmlega ástandinu
í Frakklandi nokkru fyrir stjórnarbyltinguna miklu. Þetta er bók,
sem allir þurfa að lesa.
Þetta er aðeins byrjunin á því, sem Vikuritið hefir í hyggju að gefa lesendum sinum kost á að kynnast. Hjer
eftir sem hingað til mun hver sagan koma annari skemtilegri. Og vonast Vikuritið til, að þeir sem ánægju hafi
af skemmtilegum bókum, geri sitt til að styðja það með því að kaupa það. Verðið er svo lágt að ekki er hægt
að halda úti svona ódýrri bókaútgáfu nema með fjölda kaupenda. — Vikuritið fæst hja öllum bóksölum á land-
inu eða beint frá útgefendum.
Vikuritið
, Reykjavík.
Pósthólf 726.
Kaupið Vikuritið.
Vikuritið inn á hvert einasta heimili.