Spegillinn - 01.08.1936, Side 3
XI. 15
SPEGILLINN
Stannino, Alsing Andersen
og Ivar Wennerstrðm i bðpi
íslenzkra flokksbræðra.
Ummæli þeirra um stefnu
Alþýðuflokkanna áNorðurlöndum
Gullfoss í vestansól
För Stauníngs austur ad Geysi
*o
§ '3 " | l’o »
- < Sj c o 'i?
í «: '3 2 u
■(5 00 3 00
* !■« ■“>»2. _
£ MíS jjj oi
ees
co
'KS
:0 v
v uj £ J;
a---S.S.
Í2
3 •
Haraídur fór
meö Stauning.
Hádegisveisla að
Hóíel Borg.
Stauning
á Siglufirði.
Heim&ók StauninQS.I
Ekið var með Stauning að
skoða reifveituna-á Isafirði og
síðan i skóginn og loks vár
kúabúið skoðað. Dagverður vár
snæddur ^ Templarahúsinu.
„Argus“. fór frá ísafirðt,^. 4
í gær áleiðis;t;l Sigluf^járðar. +-■
Þangað var ‘ Stauning, væntan-
legur í morgun
'« • Stauning hrifinn af
“U I §táfriniíörum lslands
Síaiming á Akureyn
Gft «ið E&ývatn
„firflns1' er nó á leU tll
AusUiarðá.
Th. Stauning:
Þið eigið visan sisor,
et Þið pngiðornat
álram að settu
marki.
is-för
Staunings.
Tignarlegt gos.
C .tí Rl o bfliU.
3 >-JX >,Qi rt..
Öllum þjóðhollum mönnum má vera
það ósvikið gleðiefni, hve margir út-
lendingar heimsækja okkur á sumrin,
og láta mikið yfir menningu vorri, þeg-
ar heim kemur. Og ekki gerir það skarð
í gleði vora, að því er virðist, að menn-
irnir hafa margir hverjir komið til
landsins með þær hugmyndir um þjóð-
ina, að hún væri eskimóar, sem æti lýs
og selspik við.
Einhver gleðilegasti votturinn um
skilning erlendra manna á fjármálum
vorum og öðrum menningarmálum, er
hin nýafstaðna heimsókn staunings hins
danska. Vjer höfum fyrir satt, að hann
hafi svo mikið að gera heima fyrir, að
hann t. d. elti aldrei útlendinga, sem
koma til danmerkur, norður í vendsys-
sel, eða suður til gedser, og er fyrir þá
sök ekki talinn líkt því eins gestrisinn
og t. d. ráðherrar vorir, fyrr og síðar.
Því einkennilegra er það og gleðilegra,
að ekki þarf Haraldur annað en segja:
„Hör engang, kammerat stauning, du
kunde vel ikke skreppe op til Island i
Sommer; jeg har saa fandens megen
bisniss at snakke om med dig, men tör
ikke være længer i denne Sejling; man
véd aldrig hvad for dumheder Hærmand
og Östen kan lave“. Eitthvað þessu líkt
mun Haraldur hafa sagt við stauning í
síðustu siglingunni, þegar Sv. Björns-
son vildi ekki hleypa honum til Spánar.
Og stauning var þá ekki lengi að bregða
við. Haldið þið ekki, að hann láti slíta
upp eitt vitaskipið (sbr. dagblöðin hjer)
sem hafði legið árum saman við bauju
sína og lýst hverjum landa, og þeysi því
til íslands. Venjulega eru vitaskip vjel-
arlaus og hefir því orðið að setja í það
nýjan rokk, sem við fáum sennilega að
borga, þegar við verðum múraðir.
Það er ekki ofmælt, að för staunings
til lands vors, hafi verið óslitin sigur-
för. Og að því leyti var hún betur lukk-
uð en kóngsferðin, að Geysir ældi, eins
og honum væri borgað fyrir það, og gaf
stauning þó ekkert til íþróttamála, eins
og kóngur. — Veislurnar, sem haldnar
voru fyrir þá fjelaga, viljum vjer ekki
reyna að telja upp, og því síður lýsa
þeim, enda komum vjer Reykvíkingar
þar ekki nema í annari röð, svo er
Reykjavíkuríhaldinu fyrir að þakka. —
Aftur á móti skyggði ekkert á gleðina
á ísafirði, enda ráða fjelagar og jábræð-
ur staunings þar lögum og lofum. Helsta
númerið og minnisverðasta var það, að
stauning var sýnt kúabúið, því tsfirð-
ingar hafa bú mikið, og eru þar rauðar
kýr. Á þessu númeri varð aðalkostnað-
urinn, því áður en heiðursgesturinn
kom, var sendur heill her af þvottakon-
um með fötur, skrúbbur og þvottaefni,
til þess að moka flórlærin af kusunum,
en lærður rakari var sendur til að snyrta
á þeim halana, í ýmsum stíl; ljetu sum-
ar bara krulla sig, en aðrar ljetu klippa
á sig drengjahala. — Ennfremur hafði
framhlið fjóssins verið máluð, og ekk-
ert til sparað. Þegar í fjósið kom, kast-
aði stauning fram þeirri spurningu,
hvort betra mundi að vera naut eða
belja, og varð fátt um svör hjá heima-
mönnum, en málið mun verða tekið til
alvarlegrar íhugunar.
Eins og gengur, var förin norður fyr-
ir land lítið annað en endurtekning af
því, sem á undan var gengið; á Akur-
eyri söng karlakórinn Strokkur Inter-
nationale, en Steinsen borgarstjóri hjelt
góða ræðu og var ósköp feginn, þegar
hann mátti hætta. Frá Akureyri var
farið að Mývatni og svo áfram um Þing-
eyjasýslu, þangað til menn hættu að sjá
nokkurt hross; vissu menn þá, að þeir
væru komnir í Norðursýsluna, kjördæmi
Gísla, og var þá snúið við. Á Austfjörð-
um var víða komið við, þar sem vænleg-
ast er fyrir dani að hafa uppsátur í
framtíðinni, og má ætla, að stauning
sje stórum ástsælli af Austfirðingum en
kóngurinn, sem ekki virti Austurland
viðlits.
Það átti að vísu ekki að vera efni
þessa greinarkorns, en vjer getum ekki
stilt oss um það samt, bara til að sýna
hugarfar vort, að vísa rógskrifum
Mogga um þessa vellukkuðu för staun-
ings heim til föðurhúsanna. Því setjum
nú svo, að Haraldur hafi ætlað að veð-
setja honum ísland með húð og hári, þá
hefði hann alls ekki sýnt honum eins
mikið af því og raun varð á, heldur lát,-
ið sjer nægja, að sýna honum Hjeðin.
sem sönnun þess, að íslandi væri „et
godt Madsted", og alls ekki farið með
hann til tsafjarðar í alla vesöldina. Það
hefði enginn óvitlaus maður gert, og
jafnvel Moggi hefir aldrei frýjað Har-
aldi vits.
Gáð gjöf.
Það er ekki nóg með það, að stauning
ætlar að veita okkur hjer á landi, dansk-
an ríkisstyrk, sem annars hefði farið í
færeyinga eða eskimóa, heldur má svo
heita, að danir salli á oss gjöfum úr öll-
um áttum, svo vjer höfum valla við að
taka við og þakka pent fyrir okkur. Síð-
asti vottur hins danska bróðurhugar
er það, að legsteinasmiður, sem sjálf-
sagt hefir haft viðskifti mikil við ts-
lendinga, og þau góð — því legsteinar
borgast altaf vel, eins og allur hjegómi
87