Spegillinn


Spegillinn - 25.02.1938, Side 3

Spegillinn - 25.02.1938, Side 3
XIII. 5 SPEGILLINN Síðasta mólið. Án þess að vjer sjeum verulega klókir í blómgunartíma hinna ýmsu plantna, sem vaxa á landi hjer, vitum vjer þó fyrir víst, að hreppapólitíkin, sem þykir svo einstaklega fal- legt einkenni á blessaðri þjóðinni okkar, blómstrar best í febrúarmánuði og þar um bil á ári hverju. Þá minnast menn með angurblíðu þess fjarðar eða skækils á landinu, sem þeir eru fæddir á, og ekki er svo sem verið að leggja þessar til- finningar í lágina, heldur er hóað saman sem flestum sam- firðingum eða samskæklingum og þannig verða til þessi mót, sem alt ætla að drepa um þetta leyti árs — ekki einungis þá, sem eru svo hugaðir að sækja þau, heldur líka hina, sem óforvarandis líta í blað eða hlusta á útvarp. Já, það er sjer- staklega útvarpið, sem hefir það á samviskunni, að hafa gert þau að plágu. Vjer viljum gjarnan styðja að því, sem á einhvern hátt getur plágað landslýðinn, en þótti þessum mótum oftast mark- aður of þröngur bás, og vildum útfæra hugmyndina á nokkru stórbrotnari hátt. Eftir að hafa ráðfært oss við þingmann vorn, sem stakk upp á móti fyrir þann fjörðinn, sem mest hefir lagt af mörkum í andlegu lífi þjóðarinnar, auglýstum vjer í blöðum og útvarpi, og síðan var haldið við almenna þátttöku hið einkar vellukkaða VITFIRÐINGAMÓT. Hin ytri umgerð var svipuð og á öðrum mótum, sem haldin hafa verið: maturinn sá sami, nema náttúrlega orðinn dálítið kaldari en á því næsta á undan, og svo var ekkert drukkið, því þess þurfti ekki með. Ræður voru haldnar í stórum stíl og kvæði flutt. Átti að útvarpa öllu saman, en tókst ekki, og birtum vjer því hjer aðeins það, sem var svo þykkt, að það komst ekki gegnum útvarpið. Fór það líkt og á Skagfirðinga- mótinu, nema hvað það, sem hjer birtist, verður ekki endur- tekið í útvarpinu af fyrrgreindum tekniskum ástæðum. Er þá fyrst velkomstræða þingmanns vors, er hann flutti í byrj- un mótsins: Heiðruðu sveitungar, aldir og óbrotnir! Það kann að þykja borið í tappafullan lækinn, að jeg fari að tala hjer, en meðnefndarmenn mínir hafa sannað mjer, að svo ætti að vera með spakmælinu: „Betri er þögn en óþörf ræða“, svo að jeg tók að mjer aðalræðuna, hvort sem þið svo takið nokkurn nonsens af henni eða ekki. En jeg skal taka það fram — og það oft — að jeg hefi ekki sókst eftir að halda þessa ræðu. Jeg sný þá strax upp á mig að íhugsunarverðasta málinu, sem hjer liggur fyrir — sem sje mæðuveikinni, og treysti spakmælinu, að aldrei er góð vísa of oft kveðin í kútinn. Landbúnaðarráðherrann okkar, sem hjer er nærstaddur í holdinu — eða lcannslce rjettara sagt í gipsinu — skipaði þriggja framsóknar- manna nefnd, og get jeg borið um, að hún hefir ekki legið á lúalagi, heldur látið óspart greipar sópa fram úr ermum. Jeg segi lika fyrir mig, að þegar jeg sá, hve mdlið var yfir- fangsmikið, fór mjer ekki að standa á sel. En það fór hjer sem oftar, að þegar hjálpin er stærst, er neyðin næst. Bless- aður Imulblinaðarráðherrann kom nefnilega inn á fundinn, eins og þruma á nóttu, 'og sagði okkur að hvaða niðurstöðu við ættum að komast. Jeg sje, að einn mótsgestur er farinn að skera ýsur og annar að draga hrúta, svo jeg skal vera fljótur að binda botninn á þetta, og koma með bombuna. Þið þeltkið öll hann Braga, sem kvað hann Dungal á stampinn í Alþýðublaðinu. Hjer í þingskjalamöppunni minni hefi jeg vottorð, frá sama Braga uppá það, að jeg sje algjörlega gerilsneyddur, hvað Deildartunguveikina snertir, og sje því öllum fjár- smala landsmanna óhætt fyrir mjer, þó jeg fari um landið þvert og endilangt, og það um ósmitfrí hjeruð, og skulu illar tungur, sem hafa reynt að sverta mig í eyrum almenn- ings, ekki aka feitum vagni frá þessari rógstarfsemi sinni. Að lokinni ræðu þm. vors, las fundarstjóri upp samúðar- skeyti frá báðum yfirlæknunum á Kleppi og Vísindafjelagi íslendinga. Þá kvað sjer hljóðs þingeyskur útvarpshlustandi og flutti eftirfarandi andvarp, sem hann tileinkaði Jónasi Þorbergssyni og útvarpsráði. Andvarp flutt á Vitfirðingamóti Nú tek jeg í hönd mína blýant og blað og brocandi gegnum mín tár, þjer sendi jeg, Jónas minn, þökk fyrir það, hve þú hefir reynst vera klár. Því varla er hún ónýt sú andríkis bót, sem útvarpsins hlustendur fá. Og þú hefir „brillerað“ mót eftir mót, svo mikil er snilld þín og há. Og nú, er vor þjóð er í þrengingum stödd og því verður tæplega spáð, hver verður að svelta, hver sál verður södd þá sýnist mjer úrslitaráð: Að veita’ okkur háleita hugrauna bét og hressa upp á volaða sál, því mun þetta velmennta vitfirðingsmót með virðingu drekka þjer skál. * * * Jeg sje þarna í huganum Hermann og Jón og Harald og Eystein og Finn. Og hrossakets Gísli er hátíðleg sjón, og Hjeðinn með stólfótinn sinn. Og þarna er Ásgeir að ávarpa þjón og afhenda loðdýraskinn. Hann gerði úr Finnlandi fínasta prjón, sá fróðleikur hleypti’ honum inn. Og margt er þar fleira um foringja val, sú fylking er dásemdarleg. Mjer verður að líta á vopnfir kan hal sem varpar út „Jeg bara, og jeg“. Og loks má jeg kenna þar Ríkharl. raust svo ráma, að biðja um hljóð. Menn vilja ekki hlíta því hávaðai st, að hann sje að þjóðnýta ljóð. Hvort þekkið þið ekki hinn kynlega klið, og köllin og margskonar óp. Það er sem að stæðuð þið réttarvegg við og væruð í sauðkinda hcp. En þó eru margir, sem hafa ekki hátt, og hljóðleg er foringjans rödd — Sú þjóð, sem að Jónas og Odd hefir átt, hún er ekki í vandræðum stödd. 39

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.