Spegillinn


Spegillinn - 30.07.1943, Side 3

Spegillinn - 30.07.1943, Side 3
XVIII. 15. SPEGILLINN '■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiimiiiiiniuimmiiiiummmmmmiinmninmmiuimmmini Mikið af nýjum girðingum vegna garnaveikivarna Mæðiveikin á svipuðu stigi og áður, Vísir hefui' átt tal við mæðuráðanaut vorn og fengið hjá honum upplýsingar um helztu girðingar, sem komið hefur verið upp til varnar sauðfjársjúkdómum, ýmist mæðuveiki eða garnaveiki. Vér viljum leggja til, að þessar girðingar séu auðkenndar á einhvern áberandi hátt, því að það má ekki teljast sanngjarnt, að kind, sem er orðin góð af öðrum sjúkdómnum, skuli þurfa að stanza við girðingu, sem er fyrir hinn sjúkdóminn. Engar girðingar hafa verið gerðar fyrir þing- eysku mæðuna, enda hefur það sýnt sig, að það þarf meira en venju- legar girðingar til þess að halda þingeyskum pestum í skefjum. Sjálfstœðismálið enn. Það er náttúrlega leiðinlegt að geta ekki lagt þetta blessað sjálfstæðismál á hilluna, en hins vegar munu þeir, sem dag- blöðin lesa, sjá, að þau eru ekki alveg á þeim buxunum að taka sér hvíld frá því, og ekki dugar að láta eins og maður sé kominn í rökþrot. Alþýðublaðið stendur nú eitt, eins og Héðinn forðum, að frátöldum ofurlitlum mórölskum styrk frá „íslandi“, sem vill heldur ekki snubba Dani af, þegjandi. Hins vegar eru kommarnir æstir í skilnað, enda mun Stalíni heppilegra að hafa ekki Dani til að þvælast fyrir sér, þegar hann fer að skipuleggja hér eftir stríðið, og sama kveður við í Edduhúsinu og Thórsvaldsinsstræti (hét áður Thor- valdsensstræti, allt þangað til Sjálfstæðisflokkurinn flutti bangað bækistöðvar sínar). Vér höfum undanfarið verið að sjóða og kokka rök Alþýðu- flokksins gegn fullum og kjaftæðislausum skilnaði við Dani, og nú mun kjarninn í þeim vera orðinn nokkuð greinilegur, eftir að mysan er gufuð upp. Flokkurinn vill skilnað, eins og kunnugt er, en bara ekki þegjandi og hljóðalaust, heldur vill hann hafa einhver hátíðlegheit kringum hann, eða slá upp einskonar erfiðisdrykkju eftir þetta góða, gamla samband vort við stórþjóðina. Skulu þar fara fram veizluhöld og ann- ar mannfagnaður, og getur þá varla hjá því farið, að ein- hverjir krossar hrynji á verðuga og óverðuga. Að minnsta kosti eru dæmin mörg til þess, að menn hafi fengið krossa fyrir það eitt að éta og drekka, og er reyndar ekkert ofmikið þó að menn fái einhverja hugnun fyrir að hlusta á skálaræð- urnar. Að þessu öllu athuguðu, virðist oss ekkert til fyrirstöðu að leysa málið á þann hátt, sem allir mega vel við una. Ekki er nú annað en matvælaráðuneyti vort slái upp veizlu fyrir kratabroddana. Mætti kalla á aðstoð Sigurðar Jónassonar og Guðbrands, og láta þá mæta, hvorn mieð sínar afurðir, og ,nóg er til af keti í Sambandinu, „þessari góðu og hollu fæðu“, eins og stendur í auglýsingunum. Gáeti veizlan orðið hin virðu- legasta, einkum ef nóg er af Svartadauðanum, og það mun það vera, sbr. Árbók Landsbankans. Svo þegar gestirnir taka að gerast glaðir, mætti koma með aðalnúmer kvöldsins, sem sé nokkrar danskar orður, sem safnazt hafa saman hér, frá dauðum krossberum, eftir að Danmörk var hernumin. Yrðu þær svo hengdar á kratabroddana, eftir stærð, og yrði Stefán Jóhann þá þriggja stjörnu kommandör, en Hagalín yrði að gera sér að góðu að verða bara dannebrogsmaður. Varla er annað tiltök en hafa orðurnar egta, sökum þess, hve pappaiðnaður er hér á lágu stigi, en annars gætu pappa- orðurnar gert sama gagn. Eins og sjá má af framanskráðu, er sjálfstæðismálið ekki líkt því eins flókið og sumir vilja vera láta. Leggjum vér því 123

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.