Spegillinn - 01.09.1944, Blaðsíða 2
SPEGILLINN XIX. 16-
uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui ..iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniir iiimimiiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiMiiiifiiiiiiiimiiiiiiiiiiir.iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiniiiiiiiiiiiHA^iKt
SMIEILIl,/
ihrruvVC'
lyggir upp JanJið
'J/lilík- og dallýsiilunnu verksm
tyM.yÍtUMJÞOW
éi7«xicirinn
■OORVHAUGUEit'M £ Grand-
.*“•? am>m bi'ftir'nii vcrií lokaS
(vrif oHri umfotS og cr boonab
a3 hagnvto sér nokkuö úr }ioim.
Er verið að v'mna aS Jjví nð nt- '
kaup a vognum
- . K .........
Reylcjavíkurbær hefur nú keypt 20 gömul strætó
af félaginu, sem áður átti þau, og hyggst nú að reka
strætisferðir fyrir eigin reikning og rísíkó — mest
það síðarnefnda. Illkvittnir menn eru að spá því, að
vagnarnir verði latir í rekstri og ráða það af útliti
sumra þeirra. Engu skal hér um slíkt spáð, en hitt
vitum vér, að fáir hlutir myndu sóma sér betur í
Ruslakistu vorri en hin góðu gömlu strætó, sem
mega heita óskabörn höfuðborgarinnar.
Reykvíkingur Morgunþlaðsins hefur um langt
skeið verið að lýsa eftir kosningabensíni því, er
landsnefnd lýðveldiskosninga lofaði öllum þeim, er
vildu lána lúxusbíla sína í smalamennskuna í vor
sem leið. Það sér á, að Reykvíkingur er ungur
og saklaus í pólitíkinni, ef hann þekkir ekki kosn-
ingaloforð betur en þetta. Annars hefur dr. Eyj-
ólfur nýlega lýst því yfir, að bensínið sé allt í
lagi, en lúxuseigendurnir hafi bara ekki vitjað þess.
Tveir ritliöfundar, þeir Sigurgeir Einarsson
(„Norður um höf“) og Halldór Kiljan Laxness
(„Barn náttúrunnar") hafa nýlega átt í málaferl-
um út af hitaveitukrana og bar Laxness hærra hlut
í héraði. Samt finnst oss Sigurgeir ekkert þurfa að
vera stúrinn yfir þessum málalokum, því að vér
höfum gluggað vandlega í dóminn og þar segir
ekkert um það, hvor meiri sé rithöfundurinn.
Forsetaúrskurður er nú kominn um 10 fasta fána-
daga, sem vera skuli á ári hverju, og er þar efst
á blaði fæðingardagur forseta Islands, en minna-
hlutanum er heldur ekki gleymt, því að þarna er
líka 1. maí, en hann er afmælisdagur þess, sem
næstflest atkvæðin fékk við ríkisstjórakjörið fyrir
þrem árum. Finnst oss þetta drengilega úrskurðað,
en hitt miður, að fánadagur Sigurjóns á Alafossi
er hvergi nefndur á nafn heldur en hann sé ekki
til. —
Vísir vill setja á stofn svokallaða „Vinnustofnun
Ríkisins", sem hafi á hendi miðlun á allri vinnu, er
í landinu fyrirfinnst. Enda þótt þetta minni óþarf-
lega mikið á Tímann á einræðisárum Jónasar voi-s,
erum vér hlynntir hugmyndinni, ef Vilhjálmi Þór
duga ekki þessar fangabúðir, sem kenndar eru við
Litla-Hraun og dugðu prýðilega meðan vér vorum
konungsríki.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur fyrirskipað
eftirlitsmanni hreindýra, Friðriki Stefánssyni, Hól-
um í Fljótsdal, að skjóta elztu hreindýratuddana,
sem fyrirfinnast á öræfum vorum, og ber þeim að
koma til móts við Friðrik á tilsettum tíma, hafandi
með sér fæðingarvottorð, svo að sjá megi, hverjir
elztir eru. Er þess til getið, að ráðuneytið muni
orðið uppiskroppa með bjálfa og ætli nú að nota
hreinbjálfa heldur en ekki neitt.
Nýjasta nýung í kirkjumálum eru hinir svonefndu
fallhlífarprestar, sem notaðir hafa verið með góðum
árangri í innrásinni í Normandí og víðar. „Ekki
höfðu þeir annað meðferðis en biblíur, bænabækur
og sálmabækur", segir Moggi, sem vér höfum þessa
vizku úr. Oss finnst þetta nú allt nokkuð, ef upp-
lögin eru stór, sem hver hefur af þessum bókum.
Thor Thors hefur nýlega verið gerður heiðurs-
doktor í lögum við Rider College, Trenton, og ríkis-
stjórinn í New Jersey fékk að fljóta með. Sannast
þar spakmælið, að „oft njóta hjú góðra gesta".
Þrír brezkir skipstjórar hafa verið sviptir skip-
stjórnarréttindum af sjóréttinum þar í landij fyrir
einhvern klaufaskap í embættinu. Var einn þeirra
Chr. Agerskov, sem manninum stal frá oss hérna
um árið, og fékk þá enga viðurkenningu fyrir. —
Bendir allt til þess, að mannránið hafi ekki þótt
neinn klaufaskapur í embættinu.
130