Spegillinn - 01.09.1944, Qupperneq 3
XIX. 16- SPEGILLINN
iimiiniiitifiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiimiiiitHMiiMiMiiuiiiiiHiiiiiiiNiiiiiMiiiuiHiMiuimiuiiiiHiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Sumarþáttur
Smám saman nálgast haustið; lóan og þing-
mennirnir eru l’arnir að hópa sig og höfuð-
dagurinn er kominn og farinn. Hitler er
alveg að liggja í því og fær þar af leiðandi
mörg skammaryrðin að heyra í fyrirlestr-
um, sem fluttir eru í ríkisútvarpið okkar
hlutlausa, jafnframt því sem samherjar hans
kú- og stagvenda og berjast nú með óvinum
hans, þeir, sem það fá að gera. Hver veit
nema næsta blað vort verði dánarspegill
Hitlers, og þá verður það Churchills túr að
segja: „öh, góður SPEGILL núna“. Kemur
þá að framkvæmd slagorðsins, sem mjög
hefur verið uppi haft undanfarin ár, sem
sé að vinna friðinn og erum vér, smáþjóðin
á hjara heims, þegar farnir að gera til þess
ráðstafanir, þar sem allt logar nú í verk-
föllum, sem vandséð er fyrir endann á.
Forseti vor er enn í ferðalögum þegar þetta
er ritað og í þetta sinn utanríkis í kurteisis-
heimsókn til Roosevelts kollega síns og má
segja, að ekki sé nú ráðizt á garðinn þar sem
hann er lægstur. Hafa þeir forsetarnir að
sögn talað um allt milli himins og jarðar
og verið skemmtilegir hvor við annan og
sennilega verið skellihlægjandi allan tímann,
hvor að annars vittíhiðum. Kveður svo rammt
að þessu, að blaðafulltrúa SPEGILSINS, sem
er með í förinni, brá í kross, þegar forseti
vor lagði sveig á gröf óþekkta hermannsins,
og tekur fram með miklum fjálgleik, að sú
stund hafi verið hátíðleg og alvarleg, og þótti
mestu fréttir, sem von var til. Annars
lagði forseti vor líka sveig á legstað aðal-
kollega síns, Georgs AVashington, sem var
fyrsti forseti Bandaríkjanna og laug aldrei
svo sögur fari af. Þótti þetta tiltökumál í
Ameríku, jafnvel í þá daga, og hefði hinn
óvandaði blaðamaður, sem var að hafa eftir
honum senator Connolly margt mátt af því
læra, og svo fleiri. f för með forseta vorum
var einnig utanríkismálaráðherra vor, og
vakti för hans fyrirfram nokkra tortryggni
hjá íhaldspressunni, sem ekki er hans megin,
en reyndin sýndi, að þarna var rétti mað-
urinn á rétta staðnum, er hann fór að tala
við gulu pressuna og yfirleitt allavega litar
pressur, því að þá kom yfir hann sami and-
inn, sem hann hafði áður notað við bænda-
lyddur norðanlands, og var inntakið þetta:
ÁVALLT NÝJASTA
TÍZKA FRÁ
LÁRUSI
131