Spegillinn - 01.09.1944, Blaðsíða 4
SPEGILLINN XIX. 16-
iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuM<iiHimiMiii(.«MM«uuuiiinH{íiiiiliiiiniiUf>imiiit!Hiiiirtm)n)))iiiiiiiiiiiiimmiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiifmmiMiiinitKiiHr
Aðakimboðsmaður
fyrir ísland:
Ólafur Einarsson
vélfræðingur.
Sími 4340.
Pappirsvörur
RHlöng
Bókhaldsbækur
Verzlunin
Björn Kriiijónsson
Pappírsdolld
H Benedikis'on £/ Co
Reykjavík
I_____________________
„Ef einhverjir óvandaðir skúmar ætla í orði
og verki að fara að seilast til lands og ríkja
á mínu lándi, íslandi, þá er mér að mæta.
Ég hef samninginn við Roosevelt uppá vas-
ann og ætla að hann sé fullgóður pappír, ekki
síður en gamli sáttmáli forðum“. Var Vil-
hjálmur hinn skörulegasti og hvítnuðu blaða-
snáparnir í framan, en blaðafulltrúi vor
gleymdi alveg að skrifa hjá sér, að stundin
hefði verið hátíðleg. Datt ýmsum föðurlands-
vinum í hug að fá Vilhjálm gagngert til að
tala við nafna sinn Stefánsson og vita, hvort
hann hefði ekki neina lyst á að endurskoða
ræðuna, sem hann hélt^ á lýðveldishátíð Is-
lendinga í New York hin 17. júní og þeir
klöppuðu mest fyrir.
Yfirleitt virðist svo sem för þeirra kump-
ána hafi verið með miklum ágætum og ber
það væntanlega að þakka — auk sköru-
legrar framkomu — hinum drifhvítu smók-
ingfötum, er Hannes á Horninu kollega segir,
að þeir hafi látið gera sér áður en vestur
var farið, og sjá má sýnishorn af á forsíðu
vorri. Hafa klæðskerar vorir nú engan frið
fyrir pöntunum upp á þessar flíkur og mun
slíkt þéna til hins mesta ógagns fyrir vísi-
tölu vora og aðrar tölur, er vér eigum af-
komu vora undir. .
Þegar forseti kom úr landferðalagi sínu,
áður en hann fór vestur, skeði lítið atvik,
sem gefur tilefni til þess að álykta, að-vér
höfum einni reglugerðinni of fátt í landinu,
þótt sumir eigi ef til vill bágt með að trúa
því. Þegar heimkoma forseta nálgaðist, var
pöntuð lúðrasveit til þess að blása nokkur
ættjarðarlög, er hann stigi á land. Kom
pöntun þessi frá máttarvöldum ríkisins, en
var brátt afturkölluð vegna þess, að forseti
hefði aldrei út úr ríkinu farið og því ætti
Reykjavíkurbær að standa straum af blæstr-
inum. Ekki er fullkunnugt um, hvernig þessu
lyktaði, en hvort reikningurinn verður eilíft
þrætuepli, líkt og vegarspottinn móts við
Iföfða, hér innan við bæinn, sem aldrei fékkst
lagaður, af því óvíst var, hvort bær eða ríki
ætti að kosta hann. Ætti því að gefa út þó
ekki væri nema úrskurð um þetta, til eftir-
breytni framvegis, og jafnvel gera stjórnar-
skrárbreytingu, ef annað ekki dugar.
Aðaljón.
er bezta skemmtibókin.
132