Spegillinn - 01.09.1944, Page 7

Spegillinn - 01.09.1944, Page 7
XIX. 16- SPEGILLINN iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii<iiiiiiiijii|i:jiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii B R © IIU Forseti vor lifi! Hann fór nú hérna um daginn að ferðast kring um landið og heilsa sinni þjóð. Menn hlupu til í skyndi að skreyta hjá sér bæinn og skáldin ortu kvæði, sem voru bara góð. Og æíðir kórar sungu af list, sem þeim er lagin og létu sópran dilla við bassans fimbulhljóð. Og forsetinn var hylltur og forsetinn varð glaöur og fólkið sagði undrandi: ,,Hann er eins og maður.“ En meðal annara orða: Er ekki bráðum von á, að Eggert ferðist líka — vor maestro Stefánsson? Já, lifi hreinir tónar! Heill þjóð, er svona son á og syngdu Yankee-doodle-dee. Ég hef þá von, að Sammy frændi hugfanginn hlusti lon og don á, er hljóðar þú í landsins stærsta megafon. Og færðu U. S. þjóðaróð — hún er jú góð og grand þjóð, en gættu þess að kalla nýja þjóðaróðinn bandóð. Já bandóður! Nú ber þú til Bandaríkjaþjóðar frá bróðurþjóð á glóðarslóðum þjóðaróð. Ó, landsins hjör! Ég kveð þig — þig verndi vættir góðar og veiti móðu jóði ljóðaþjóðar óðar hljóð. Ó, grandseigneur! Þig faðmi öll fljóð með kinnar rjóðar, og flæði í móðu glóðir sjóða um hljóðabjóð. Þú svífur skýjum ofar á seglum glæstrar frægðar, og syngur þá í rot, ef þeir biðjast ekki vægðar. 1 Kreml er sólin sigin. En bjart er enn á Breiðveg. Nú blundar Jósef Stalin. En Franklin Roosevelt hlær. Þeir sigra einhvern daginn, því nú er gatan greiðleg. Hver gleði í hjörtum manna, er friðarklukkan slær! ROÐUR Og vinur gamli, Winston! Hve vonglaður þín beið ég: Þú varst í hóp þann borinn, er jafnan sigri nær. Og fremstur ávalt fórstu, með frelsis bjartan kyndil. Já, fáð’ ér bara einn lítinn og síðan stóran vindil! En veiztu nokkuð, Winston, hvort verði lyktir hernaðs, þótt veslings Adolf Hitler sé down og talinn út? The wicked and the blind and the witless never learn as they waken not till stumbling across the failen root. Their world is utter murkiness. Their mind no' subtler turn has. Oh, mercy on tlieir souls! That’s all. C’est tout! One secret tip! Our soviet friend is simply getting amorous, lie says old virgin Britain is looking young and glamorous! (Vér þýðum nú á íslenzku það, sem Winston sagði, og það var, svona að efni til, eins og nú skal tjáð: Fíflin blind og fúlmennin falla á hendingsbragði í fen, sem óvart gleymdist, er kortin voru skráð. Þau vaða í villu og svíma, því vitið ei þeim lagði hinn vísi faðir manna. Já, sýni hann þeim náð! En saga um ástir Stalins var sögð mér rétt í þessu, hann sárbað jómfrú Brittu gömlu að hitta sig eftir messu!!) Vér sigrað höfum Dani og sundrað gömlum fjötrum. Þar sýndum vér þann drengskap, sem býr í íslending. Vér hellum víni á skálar og hrífumst svo vér nötrum, og hrópum: Lifi forsetinn! Lifi stjórn og þing! Svo höllum vér óss aftur og sigurveigar sötrum, þá sézt í skýjum himnanna teikn og vísbending: Þar uppi flögrar „fjaðralaus feðra vorra andi“, sem fegurst tákn og ímynd af vorri þjóð og landi. Dárinn. er betra að taka stærri sortina, ef fleiri stærðir eru til af vélinni en ein, þar sem öll blöð virðast sammála um það, að dýrtíðin eigi enn eftir að aukast að miklum mun, þótt þau hinsvegar séu ekki sammála um hitt, hverjum sé að kenna. Væri vert að senda Árna hugvitsmanni kveðju, fyrir milligöngu Richards Beck, og sjá til, hvort hann sendir oss ekki eina vél til reynslu. KÖTLUGOS EÐA HVAÐ? Fyrir þrem vikum bárust um það miklar fregnir, að furðuleg ljósadýrð hefði sézt frá einhverjum bæ, sem vér höfum gleymt hvað heitir, og virtist bera yfir Kötlu í Mýrdals- jökli. Þó er ekki sagt, að stefnan hafi verið alveg nákvæm, en hins vegar var Katla eini hugsanlegi ljósgjafinn á þann kantinn. — Morgunblaðið hóaði auðvitað í Gísla Sveins- son, sem hefur yfir Kötlu að segja, og trufl- aði hann þannig í miðri ræðunni, sem hann ætlaði að halda yfir forseta lýðveldisins, þeg- ar hann kæmi til Víkur. Tók Gísli þessu dræmt, en lofaði samt að gá að þessu. Sama gerðu menn á ýmsum öðrum stöðum, sem voru beðnir hins sama, því að meiningin var að láta vísindamenn leggja saman árangur- inn af hinum ýmsu athugunum víðsvegar af landinu. En er því var lokið, neyddust þeir til að púra fríkenna Kötlu af allri skemmdar- starfsemi, en þóttust sjá, að bjarmi þessi myndi stafa af skruggljósum einhversstaðar úti í hafi. Enginn lét sér detta í hug, að hann gæti stafað af viðbótarvirkjuninni í Soginu, og er skiljanlegt. er bráöum i uppseldur. 135

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.