Spegillinn - 11.01.1946, Blaðsíða 10

Spegillinn - 11.01.1946, Blaðsíða 10
SPEGILLINN .. iii in ■ 111 r 111111111111 ii 111 ii 11 ■ 111' i!) 1111111111111 c 111 NXT. 1 ItmillllHIHHIIIIIIHIIIimilllllllimiimiHHIHHIIIIH Alltaf tr hann beztur SPEGILLINN Ritstjóri: PÁLL SKÚLASON Ritstjóm og afgreiösla: Smáragötu 14, Roykjavik. Sími 2702 (kl. 12—13 dagl.). Árgangurinn er 24 tbl. — um 230 bls. — Áskriflarverð: Kr. 25.00 Einstök tbl. kr. 1.30. Á.ikriftir greiðist fyrirfram. Blaöið er prentað i ísafoldarprentsmiöju h.f. Hin. 4ulaf^ulia nellika í .byrjun ársins var blíðviðri clag hvern. Það munaði minnstu að blómin í garðinum við Gróðamel 13 gægðust upp, til þess að ganga úr slutgga mn hvort vorið væri komið, og hvort frúin væri farin að koma vorskipan á garðinn. En frúin hugsaði ekki um slíkt, þótt veðrið væri hlýtt, hún vissi að enn var eftir að þrauka þorrann og góuna, en hún kveið engu. Nú sat hún i stóru stofunni og' hugsaði um hátíðaclagana. Hún hafði átt gott og drukkið rjórna eftir vild, en Gróðamelsheim- ilið þurfti aldrei að heyia orustur um slík gæði. Hálfdán kom inn og var sjáanlega ánægð- ur með sjálfan sig og sitt. Ársuppgjörið leit út fyrir að verða að óskum, eða vel það. Skattskýrslan var vandasömust. — Þú ættir að gera mér greiða, Hálfdán minn, áður en þú sezt niður, sagði frúin. — Með framúrskarandi ánægju, svaraði hann. Hann var Oj ðinn svo einstaklega snún- ingalipur, síðan Mette kom á heimilið, hvernig sem á því stóð. — Hvað á ég að gera? — Þú ættir að láta ferskt vatn á hana Elsu Sigfúss, ég held að hún hafi gott af því í þessum hita. Mér sýnist hún vera svo guggin og að þvi komin að visna upp. — Hvaða draumórar eru nú þetta? Þó að ég næði í hana, sem ég efast um að ég geti, þá hef ég ekki hugmynd um hvernig ág á að láta vatn á hana, sagði Hálfdán undrandi. — Ekki eru úrræðin svosem á marga fiska hjá þessum karlmönnum, þegar um innan- húsverk er að ræða, sagði frúin. — Ferskt vatn er í krananum í eidhúsinu, en Elsa Sig- fúss er í glasinu þarna á borðinu. — í glasinu á borðinu, át Hálfdán upp eftir konu sinni. Hvað gekk að henni? Hann gekk að skápnum og leit á líkjörflöskuna. Það gat svosem verið að drykkurinn væri í sterkara lægi. — Ég veit ekki nema að hún lognist alveg útaf, ef þú hellir áfengi á hana, sagði Hall- björg. — Vatn er sennilega betra, þó það sé ódýrara. — Ef ég bara sæi ungfrúna í glasinu, þá gæti ég' gert mínar ráðstafanir. ITvar á ég að leita að henni ? — Þarna á borðinu, sagði ég. Þarftu máske s.jónauka til að sjá nellikuafbrigðið í glasinu. Hálfdán settist þunglega niður í stól og hugsaði málið. Það gat meir en verið að konan hans ætti við nellikuna. — Hvernig getur staðið á því, að það er eins og enginn vil.ii skifta um vatn á blóminu mínu, sem mér þvkir svo undurfagurt, hélt frúin áfram. — Það endar á því að ég verð að gera það sjálf. Ég bað hana Maríu að gera þetta, en hún sneri upp á sig og sagði ,,Fy, for Pokker", en þú ert eins og' áifur út úr hól. — Hún er nú dönsk og danir segja stund- um „Fy, for Pokker“, þegar þeim líkar ekki við okkur hérna í lýðveldinu. En þetta kann að lagast þegar norræna samvinnan hefst í Rauðukussunesi, sagði Hálfdán og b.jóst við að ræða sín mundi snerta viðkvæma strengi í sál eða hjarta konu sinnar, og svo varð líka. Hún er svo mikið fyrir norræna samvinnu gefin. — Ó.já. En við verðum þá að leggja eitt- hvað af mörkum, svo samvinnan verði sem bezt á árinu. Þú manst eftii' að tryg'g.ja okk- ur vistarverur í höllinni, því við verðum að standa framarlega í hreyfingunni. Máske við verðum þá meðal hinna tuttugu útvöldu, fyrir augliti orðuráðs, á yfirstandandi ári. — Flest á nú að skammta, sagði Hálfdán. — En skömmtunum má hætta, eins og öllu öðru. — Skömmtun getur svosem verið góð fyrir suma, sagði frú Blindskers. — En meðal annars verðum við nú að hefja margháttaðan undirbúning. Þú mannst að hún Annetta kem- ur bráðum heim, og það kenuir maður með henni. En farðu nú og náðu í vatnið. — Það kemur maður með henni, sagði Hálfdán við sjálfan sig, um leið og hann fór fram í eldhús. Bcb á beygjunni. 8

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.