Spegillinn - 11.01.1946, Blaðsíða 9

Spegillinn - 11.01.1946, Blaðsíða 9
XXI. i SPEGILLINN r ■ 11111111111111111111II i II i II i II i II i II i II1111IIIIIIII1111111II ■ III (t 11111 ■ 1111II • 111 ■ 1111 ■ ■ k 11111111111111111111111111111111111É • 1111 í 11 i 11 i M11111111/11111111111111111111111111111111 ■ ■ 111 j i H11II i ti i i 11J11 i 11 i i II11IIIII i í 11 í 11111 i 11IM i 11111111111 ■ I ■ 11111111 ■ 1111111111M1111111 ■ 1111II11111111111111 r ít Við fóískðr meistarans. Svo er 'a'ö sjá, sem andstæð- itigar bæncfe eigi sér einn yfir- prest og meistara, sem þeir setjast aliir til fóta og sækja sér röksemdir til, þegar í nau'ð- irnar rekur, Það' sýndi sig i því, hversu mjög þeir vitnuðu í tíma- ritið Ófeig í ræðum sínum. Þingmaður postulínshund- 'anna vitnaði í Ófeig með lotn- ingu og óskeikulli trúarvissu, að bví sem helzt var að heyra, Það kom því greinilega fram, að bar átti ritið einn auðmjúkan lesanda. Jón Pá gat hins vegar ekki um hvaðan hann hefði það, sem hann e'ndursagði úr Ófeigi. Má vera, áð honum hafi þótt sin dýrð meiri, að flytja kenning- una eins og hún væri hans eig- in. En þeir.sem hafa lesið Ófeig, könnuðust við' margt hjá hon- um og vita hvaðan það er. öldum: Iþróttaiðkanir og; hetjudáðir þessara manna eru með öðru sniði. Þeir menn, sem hér um ræðir, ganga í stórum hópum á hönd Bacchusi konungi, og þykir það nú hinn mesti frami. Konungur þessi hefir nú lagt undir sig og hirðmenn sína skemtisamkomur flestar, og ráða þeir þar lögum og lofum. Hann hefir og tekið upp háttu þess kommgs sem frægastur var í fornum sið, og lætur hirðmenn sína berjast, eins og Einheria forðum. í Borgarfirði var fyrir stuttu haldin fjöl- menn skemtun, og sóttu hana menn úr báð- um kauptúnum héraðsins. Samkomusalnum var skipt í tvennt með öflugum manngarði, vai dansað í öðrum endanum, en barist í hinum. Einnig var bar- ist úti og var þá líkt eftir skriðdreka-orustum nútímans þar sem hinir vösku hirðmenn Bacchusar voru sjálfir skriðdrekar. Þegar liðið var langt á kvöldið og hinir hraustu bardagamenn skyldu rísa úr valnum og vitja heimkynna sinna, höfðu niargir þeirra misst hlífar sínar og höfðu tötra eina til klæðnaðar. Hinir fornu Einherjar risu heilir úr valn- úm, fyrir kraft Óðins, en hér fór það nokkuð á annan veg. Auk margra smærri sára, höfðu sumir mist höfuð sín, og héldu á þeim undir hendinni, eins og Klaufi forðum, aðrir höfðu höfuð á hálsi sér en það voru önnur höfuð en þeir fóru með ,að heiman, og voru þeir þá ægilega tröllslegir ásýndum. Enn var þess getið, að einn hefði mist heilann, er „hausinn klofnaði" og varð hann — heilinn — hund- um að bráð. Öll þessi sár munu nú vera gróin, en þess varð þó vart, að sá sem heilann missti, var nokkru heimskari fyrst á eftir. S. BEZTll URIN frá Bartels Veltusundi Sími 6419. 7

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.