Spegillinn - 18.10.1946, Síða 8
SPEGILLINN XXI. 18.-19.
'imiiiiiiiiiiiiimMiMiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimmiiiiiiiiiiifiiiimiiiiiiiiiiimimiiiimiiiiiimmmiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiii
Kvánar-bréf
Ösló 16. júní.
Kona væn,
erumk suðr í löndum ok sitjumk þar í miklum fagnaði.
Vissum vér eigi fyrr, hve frægir vér erum Islendingar ok
þó sérstaklega vér förunautar úti í löndum ok mættum vér
vel vera frægari heima í föðurlandi váru. Var þat altalat á
þingi því hinu mikla er haldit var í Víkinni at værumk vin-
sælastir þeirra er þar vóru ok kynnum manna bezt at halda
uppi skemmtan. Mátti þar af marka vinsældir vorar, at
glumði við hlátrinn hvarvetna á bekkjum, er vér gengum
með kurteisi mikilli inn í salinn, eir sæti áttum vér gegnt
öndvegi og var þat haft í hámælum, at fá sæti væri betr
skiput en vá-árt (jamm). Þat var eitt kveld, er setit var at
drykkju ok drukkit mjöðr ok heldr fast at hugðumk vinna
oss nökkut til frama, er víða mætti spyrjask. Stigum vér á
stokk ok strengðum þess heit, at fyrr skyldum vér eigi ís-
land aptr augum líta en vér kæmumsk á kvennafar í borg-
inni, en ligg.ja dauðr ella. Þótti þat vel mælt ok hrevstilega
og var góðr rómr at gerr. En því mæltak þat at þar var í
veizlunni kona ein utan af Islandi. Faldaði sú skauti ok hafði
yfir sér skikkju hlaðbúna, en ofnir úr gulli faldarnir. Var
kóna sú hin glæsilegasta, hafðak hana ið næsta mér ok kunni
hún vel at sitja með tignum mönnum. En því strengðak heit-
it, at vér vissum at margir litu öfundaraugum til, en þó eigi
svá freklega sem vér vildum. En þat var oss metnaðarmál
nökkurt, at hægt væri at herma þær fregnir allar götr suðr
í Rómu ok austr í Miklagarði at komit hefðu þeir menn utan
af íslandi, at eigi kynnu aðrir gerr at fífla konur. Sátum vér
ok mæltum af hljóði þann dag allan ok var hún mín kona í
þrjú dægur samfleytt ok er mælt at engi íslendingr fyrr né
síðar hafi elskat eina konu jafnlengi annarr en Guðbrandr.
160
Ósló 21. júní.
Kvenkostr góðr,
fórumk í skemmtiferð nökkura norðr á Hörðaland ok
veiddumk skepnur þær, er birnir nefnask, en þeir ganga
sjálfala í skógunum. Þá er vér spurðum hve lengi þeir stæðu
á gjöf fengum vér hnútur einar hjá hinum norsku, ok þótti
oss sem þeir sinntu lítt búfé sínu, en skjóta þat niðr hvar
sem þat finnsk. Var síðan veizla ger ok dans stiginn. Kom
þar at jarlsfrú ein, þar sem vér sátum at drykkjunni ok
kvaðsk aldregi hafa séð mann betr vaxinn upp ok þótti þat
sannmæli. Var frúin hin kurteisasta ok kunni vel at vera
með höfðingjum. Tjáir hún oss ætt sína ok uppruna ok er
hún komin í beinan kvenlegg af Erlingi Skjálgssyni af Jaðri.
Tókum vér vel kveðju hennar ok tölðum við til frændsemi
í 27. lið. Segir hún mik eiga frændr marga víðsvegar um
Noreg ok væru allflestir þeira kynbornir menn. Þar kom í
tali okkru at hún spyrr mik hvárt ek kunni nökkura dansa.
Segi ek þat satt vera, þyki þó dans vera létt verk og löðr-
mannlegt úti á íslandi. Stigu vit nú dans þá nótt alla. Var
jarlsfrúin allsnörp í viðbrögðum ok illt at fá fangstaðar á
henni, en er tvær stundir lifðu nætur sóttak á sem fastast
ok gat ek þá komit henni á annat knéit. Höfðum við þá dans-
at ræl, polka, vínarkrus, skottís, dóná svá blá, lambavok,
jittérbúk, Siggi var úti með ærnar í haga, rombu, húkívúkí,
kókakóla ok slepptu mér, haltu mér a la Friðrik Astair.
Skipti þá engum togum at ek geng undir hana, þríf hana
tveim höndum, sveifla henni yfir höfði mér ok ber hana út
úr salnum. Gall þá við lúðurhljómur ok strengleikur, svá at
menn höfðu eigi heyrt annat eins. Enda var ok almælt, at
eigi hefði annat né meira þrekvirki verit unnit á Norður-
löndum síðan Gunnar lyfti tveimur fílum sinn með hvorri