Spegillinn - 18.10.1946, Side 14
SPEGILLINN XXI. 18.-19.
»w»miH»»»mwmim»mwn»i»HHHHiH»iniMn»iinnM»iinini«m«MiiniiiH««nn»HmnHiiiimm<m>Mmiim»umMUMiinfnii»i»»»MM»nnmi»niii»MMHim»«n«»WHmmimim«ii»iwtn««MHMiifiitiim«niHMiHiiMM»mnfmwnwM»MiM«H»»—niinm>
Alltaf >r hann bexur
Blái
borði
inn
SPEGILLINN
Rit»t]óri:
PÁLL SKÚLA80N
Ritstjórn og afgreiðsla:
Smóragötii 14, Reykjavnt.
Slnii 2702 (kl. 12—1.0 díiRl.).
Árgangiu inn er 24 tbi.
— iiin 200 bls. —
Vskriftarverö: Kr. 20.00
Kinslök tbi. kr. 1.7)0.
A 'kriftir greiðist fyrirfram.
iilaöiö er prentaö I
Ish'oldnrprentsrniÖJu h.f.
MYND Á VEGG
Svo bar við dag einn nálægt haustnóttum
að Hálfdán Blindskers stórkaupmaður gekk
til dagstofu sinnar, en slíkt hafði oft gefið
góða raun, er hann vildi hvíla taugakerfi
sitt. Þegar inn úr dyrunum kom varð hon-
um litið til veggjar, sem ekki var tiltökumál
og oft hafði hent hann áður, en í þetta sinn
var eitthvað, er venju fremur varð þessa
valdandi. Þetta eitthvað var málverk nokk-
urt, er hékk á veggnum og hann mundi ekki
eftir að hafa séð þar fyrr. Hálfdán horfði
um stund, en er hann hafði áttað sig nokkuð
þá var eins og hann vissi hvorki upp né
niður.
— Hojgojosjúss, sagði hann og beindi tali
sínu til Hallbjargar konu sinnar. — Hvaða
fyrirbæri er nú þetta?
— Þetta er ekkert fyrirbæri, svaraði Hall-
björg. — Það fer nú að fara talsvert í taug-
arnar á mér að þú skulir alls ekkert vit hafa
á list, en ef þú hefðir einhvern snefil af því,
þá ættirðu að geta séð að myndin er af fyrir-
sætu og er listaverk.
— Hvað er fyrirsæta? spurði Hálfdán.
— Nú er ég aldeilis dolfallin, sagði Hall-
björg. — Það er sannarlega tími til þess
kominn að þér takist að tileinka þér frum-
atriði listrænnar menningar. Það er hrein-
asta hneyksli að jafn velmegandi maður og
þú skulir fara með harðlokað tékkhefti þang-
að, sem beztu listaverkin eru á boðstólum,
eða þá farir alls ekki. Það má yfirleitt gera
ráð fyrir, að það, sem seinna verður talin
bezta listin, sé einmitt það, sem almenningur
nútímans skilur ekki betur en bolarnir og
gerir því grín að. Jæja, það er bezt að ég
fræði þig eitthvað og svari spurningunni.
F.vrirsæta er kvenmaður, sem lofar lista-
manni að gera mynd af sér. Líttu nú á mynd-
ina af þessari fyrirsætu og vittu hvort þú
sérð ekki hina plastisku ró, sem er höfuð-
einkenni listaverksins.
Hálfdán athugaði myndina um stund og
vildi gera tilraun til að fara eftir bending-
um konu sinnar.
— Það er líklega eitthvað til í þessu, þótt
ég ræki ekki strax augun í það, sagði hann.
— Ef þessi mynd er af sitjandi fyrirsætu,
þá má gera ráð fyrir því að hún hafi setið
róleg meðan sætt var. Það hlýtur að vera
erfitt fyrir svona rassstórar manneskjur að
standa upp, svo þær kjósa sennilega fremur
að sitja í sinni plastisku ró.
— Ég veit eiginlega ekki hvernig á að
fara með þig, Hálfdán, sagði frúin. — Það
fer ónotalega í taugarnar á mér að þú skulir
ekki geta tileinkað þér meiri skilning á þess-
um efnum en sauðheimskur almenningurinn,
sem ekki vill hlíta forsjá og upplýsingum
upplýstra manna, en gleypir við klastrinu
dýrum dómum, í stað þess að njóta unaðar-
ins af hinni plastisku ró, sem hægt er“ að
eignast fyrir fremur lítinn pening. Það er
ekki von að mikið verði úr ykkur, þegar
listamennirnir sækja viðfangsefni sín út
fyrir það svið, er takmarkast af himni og
jörðu, þegar ein fyrirsæta er skilningi ykk-
ar ofviða.
— Ég hafði hugsað mér að hvíla tauga-
kerfi mitt svolítið hérna inni, sagði Hálfdán,
— en ég held að þessi plastiska ró eigi ekki
vel við það. Ég vona að þú hafir ekki hengt
neitt svona inn á skrifstofuna mína, svo að
mér er líklega bezt að fara þangað.
— Þú getur sjálfur hengt þar hvaða klast-
ur, sem þú vilt. En ef þú getur ekki skilið
það, sem ég og aðrar upplýstar manneskjur
segja um list, þá ættir þú að geta komið þessu
í hausinn á þér frá hagnýtu sjónarmiði. Ef
hægt er að útskýra eitthvert listaverk með
orðum, þá má sennilega gera ráð fyrir að
það sé ekkert listaverk, en annars má búast
við að það verði álitið það síðar og komist
þá í hátt verð, enda hefur slíkt komið fyrir
og getur því komið fyrir aftur. Og ef lista-
maðurinn hefur dirfsku til---------
— Þú ættir helzt að skrifa í blöðin um
þetta, Hallbjörg mín, sagði IJálfdán. — Hver
veit nema að það geti eitthvað stuðlað að
vaxandi listrænni menningu. En nú ætla ég
inn á skrifstofuna og sitja þar dálítið í ró,
þó að hún verði ekki plastisk.
Bob á beygjunni.
166