Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 13

Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 13
SPEGILLINN 171 Við stakketið Siggi: Jæja, Tómas minn, ætli þeir þurfi nú ekki bráðum á okkur að halda aftur þarna niðri í Austurstræti ? Tómas: Hvað .meinarðu? Finnst þér ekki nóg af strákum fyrir stelpurnar á rúntinum? Siggi: Jú, blessaður vertu, það er víst það eina, sem nóg er af í voru landi nú, fyrir utan rokið og rigninguna. Nei, ég meinti nú, að við þyrftum víst að fara að flytja okkur héðan af túninu til að styðja Landsbankann, eins og við gerð- um í gamla daga á kreppuárunum, þegar maður gat drukkið sig sætan fyrir tíkall. Tómas: Ætli maður verði þá ekki að slæðast með þér. Því að það verð ég að segja, að þó að ég hafi ávallt letingi verið, þá hef ég einlægt verið patríót. Siggi: Hvort vilt þú heldur styðja Landsbankann eða Ot- vegsbankann ? Tómas: Heldurðu að það þurfi líka að styðja Útvegs- bankann ? Siggi: Ég held ekkert um það. Helgi slasaðist og fór suður á Rivíeru til að styðja spilabankann þar og Ásgeir fór til New York til að hjálpa Ólafi og Hermanni að stjórna heim- inum, því að Tryggvi Lie óskaði sérstaklega eftir þessum alkunnu „þaulæfðu stjórnmálamönnum“ okkar frá íslandi. Og nú situr aumingja Valtýr einn eftir með bankann. Tómas: Ætli maður verði þá ekki að reyna að styðja hann. En heldurðu að honum verði ekki illa við brennivínslyktina af mér? Hann er svoddan bindindismaður. Siggi: Nei, blessaður vertu. Nú er brennivínslykt sætur ilmur í nösum hvers stjórnmálamanns og bankastjóra. Ef þú ert eins mikill patríót eins og þú þykist vera, þá áttu að drekka baki brotnu núna, því að með því styrkir þú landið og styður bankana. Nú eru það ekki lengur við einir, heldur allir, eins og Jónas Hallgrímsson segir, sem lifa á brennivíni, þegar ekkert er flutt inn og engir tollar og ekkert fyrir stjórnina að lifa á nema brennivín. Tómas: Satt segir þú, og ekki mun standa á mér með patríótismann, svo lengi sem ég get slegið fyrir einni blárri. Oft hef ég hugsað um það, að það er ekkert smáræði, sem íslendingar hafa lagt til menningarinnar, að hafa skrifað Heimskringlu og allar sögurnar til forna og þó er hitt senni- lega enn merkilegra, sem þeir hafa afrekað í seinni tíð. Siggi: Hvað meinarðu, Tómas? Tómas: Ég meina það, að þeir hafa kennt heiminum hvern- ig hægt er að stjórna með brennivíni. Eða getur þú hugsað þér nokkura ljúfari aðferð til að stjórna þér? merkilegt og torkennilegt, hefur verið hér á flandri í sumar — hefur sennilega flúið þurrkinn heima hjá sér og leitað í blessaðan rosann hér. Var kvikindið þegar hengt í kassa Morgunblaðsins, og' kom brátt í ljós, að hér var reyndar komið aðmírálsfiðrildi, sem svo er nefnt vegna þess, að aðmírálar einir geta keppt við það í litaskrauti. Var cngin furða þótt illa gengi að þekkja skcpnuna, því að á stríðs- tímunum voru hér ekki nema fáir aðmírálar, og flestir gamlir, en hinsvegar nóg af ofurstum, lautinöntum, skersöntum og óbreyttum soðdátum, en fiðrildin, sem við þá alla eru kennd, þekkir hvert manns- barn, án þess að Finnur komi til skjalanna. ÞJÓÐ VILJINN hefur látið sér sæma þá fúlmennsku að halda skýrslu Fjárhagsráðs leyndri fyrir lesendum sínum, og gera stjórnarblöðin að vonum mikið veður úr þessu. Oss finnst nú meira til um óklókindin en fúlmennsk- una, þar eð lesendurnir verða með þessu móti að leita í Moggann og Tímann, til þess að sjá sltýrsluna, og þannig geta þeir auðveldlega lesið einhverjar skýrslur um vélabrögð kommúnista um leið, og kannske jafnvel trúað þeim. Annars inniheldur þessi marglofaða skýrsla ekki annað en það, sem allir vissu, að við erum á hvinandi hausnum og þykjum miklir óreiðumenn í útlandinu. )óh orn heilrœ'Si viTi svefnleysi. Sígi þér ekki svefn á brá, sárþjakaður beði á, lieilræði litlu lilýddu þá og liugsaðu um það eitt: að bægja hverri liugsun frá og hugsa um ekki neitt. SVB.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.