Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 9
SPEGILLINN 167 011 fangelsi Reykjavíkur yfirfull og dæmdir menn á biðlisfum 50-60 manns bíða eftir að taka út fangelsisdóma í Revkjavík. Almælt tíðindi Hér gerast nú margir hlutir í senn, ekki síður en í hinni ágætu útgáfu af Sturlungu, sem vér höfum verið að lesa oss til sálubótar. Samtímis því að Lárus Pálsson setur leikrit á svið í Bergen, setur Sláturfélag Sugurlands hræbilleg svið á markaðinn hér. Bandíttar austur í Indlandi hinu forna drepa 7000 manns, og það Múhameðstrúarmenn, á einum degi, með þeim árangri, að bændur milli Héraðsvatna og Blöndu hætta við að hætta við að myrða fé sér til fjár. Sumir vilja halda því fram, að hér sé um alls óleyfilega fjárfestingu að ræða. Hekla vekur mjög mikla öfund hjá borholum ríkisins í Krýsuvík og Hveragerði, svo að þær taka sig bara til og gjósa nýtt íslandsmet, og þurfa meira að segja ekki að fara til útlanda til þess, eins og Finnbjörn. Vonandi er nú samt, að bæjarráð Reykjavíkur sjái sóma sinn í því að víkja Rafmagnseftirliti Ríkisins tíu þúsund kalli fyrir frammistöðuna — en taki bara aurana úr eigin vasa. Ekki að skattþegnarnir þurfi að kvarta, þar eð nú hefur rík- inu opnast ný tekjulind, þar sem farið er að taka óleyfilegan gjaldeyri af ferðafólki, innlendu og erlendu, til mikillar gleði og fagnaðar í Ríkinu, sem annars yrði einsamalt að standa undir hverskyns menningarstarfsemi landsmanna. Yfirleitt sannast það á oss um þessar mundir, að þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Á þessum tíma árs hríðminnkar dropinn í kúnum, svo að til vandræða og mjólkurslags leiðir í höfuðstaðnum. En í ár vill svo til, að einmitt á sama tíma sem nytin dettur úr beljunum, kemur hin langþráða aukning vatnsveitunnar, svo að í ár þarf ekki að verða neitt knífirí með að þynna mjólkina — heldur ekki hundrað lítrana, sem vér eigum að fá hjá Bæjarkollu, samkvæmt samningi, en hún er einmitt þegar þetta er ritað að auglýsa eftir 20 úrvals- kúm upp í ábyrgðina, þ. e. á tíu þúsund kall stykkið. Eins og jafnan að haustnóttum, stendur óráðvendni jneð allmiklum blóma í höfuðstaðnum um þessar mundir, og reynd- ar til sveita líka. Er vert í því sambandi að athuga hina mis-; munandi tækni, sem gerist á hinum ýmsu stöðum. I höfuð- staðnum geta menn einróið að því og fara út af skrifstofun- um með vasana fulla af rauðum, grænum og orlofsmerkjum og með vindil í munninum, en til sveita fara menn margar ferðir og taka lítið í hvert sinn, til þess að það komi léttar niður, ennfremur gefa furtarnir sér jafnan tíma til að hita kaffi og kókó, sér til hressingar, í hverri ferð. í sambandí við nýafstaðið rán í Auraseli hefur beztu mönnum þjóðar- innar dottið í hug, hvort ekki væri rétt að skipa nefnd, er' taki laun úr ríkissjóði og athugi síðan, hvort tiltækilegt mundi vera að breyta þeim bæjarnöfnum, sem bera of mjög1 vott um peningagorgeir. Þarna var byrjað á því nafninu, sem hógværast er, en hvað verður þá síðar um bæi eins og Skildinganes, Krónustaði, Stóra-Dal, Auðbrekku o. s. frvi Eftir á að hyggja, væri þetta hæfilegt verkefni fyrir Fjár- hagsráð. Gleðiríkt má það telja í allri dýrtíðinni, að fyrir nokkru lækkaði kartöfluverð stórlega. Það má í þessu sambandi telja aukaatriði, að þegar framsýnar húsmæður fóru að hamstra, var engin kartaflan til, en þetta hefur ekkert að segja, ef það getur lækkað vísitöluna. - Prestaskólinn er um þessar mundir að halda upp á aldar- afmæli sitt. Að vísu sálaðist hann 64 ára gamall, árið 1911,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.