Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.10.1947, Blaðsíða 10
i6a SPEGILLINN FISKFLUTNINGAR í lofti áttu að hefjast fyrir nokkru, frá íslandi til Prag, og var allt flugfiskur veiðist ekki hér við land. Heyrt höfum vér, að nokkrir til reiðu, bæði flugvél og annað, er til þurfti — nema fiskurinn. Er þorskhausabaggar hafi verið sendir með vélinni heldur en ekki neitt, það ekki annað en náttúrufræðingar hafa jafnan haldið fram, að og séu Tékkar nú sem óðast að rífa hausana. en hvað um það; Fjárhagsráð ætlar að minnast dagsins með veizlu að Hótel Borg. Mest er talað manna milli um skömmtunina, sem alltaf á að Vera yfirvofandi og á öllum sköpuðum hlutum nema áfengi, tóbaki og kristalsvörum. Jafnvel skáldin hafa ekki farið var- hluta af skömmtunarhræðslunni, eins og eftirfarandi vísa ber með sér: Alltaf dynur yfir mann einhver skömmtunin. Skammti þeir allan andskotann, nema ekki SPEGILINN. Með þessum gullfögru ljóðlínum hefur skáldið sagt hug sinn allan gagnvart skömmtunarfarganinu. Ennþá hef ég ekki heyrt nema í útvarpinu, hvað skammta skal, en ískyggilega margt er það, og sumt í ljóðum, t. d. endar ein upptalningin þannig: Pönnur, Önnur. Hvað sem um fyrra liðinn kann að mega deila er ekki vafi á, að sá síðari veldur hróplegasta ranglæti í þjóðfélaginu. Að maður nú ekki tali um, hvernig Önnurnar verða á svip- inn. Talið er að ísland muni ef til vill gerast þátttakandi í „rannsókn á tollabandalagi". Er tilefnið talið stórfellt smygl á nælonsokkum, sem hér hefur átt sér stað og valdið ókyrrð ■meðal kvenþjóðarinnar. í sambandi við þetta má þess geta, að hér í landinu liggur állmikið af óleyfilega innfluttum vörum, sem Viðskiptanefnd er nú sem óðast að biðja menn um að biðja um leyfi fyrir. Ekki verða þó allar vörurnar leyfðar, heldur verður það, sem vér teljumst ekki hafa þörf fyrir, selt Færeyingum, en þeir eru nú mestir kapítalistar í Norðurálfu, enda þrífst þar enginn hagfræðingur. Tíðindamaður vor. orn um útsýni á loftleiðum itie'8 „Loftlei8um“. Við fljúgum upp í háloftin fram úr skýja kafi og sjáum ótal eyjar úti á miðju hafi. Allar þessar eyjar eru bara ský, sem koma og hverfa og koma í Ijós á ný. Hafið er eins og ljósmynd, ef í loftinu þið svífið, og húið að framkalla bara negatívið. SVB.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.