Spegillinn - 01.11.1953, Side 7

Spegillinn - 01.11.1953, Side 7
SPEGILLfNN Í6 3 ALMÆLT TlÐINDI Kartöflusumarið, sem svo verður síðar nefnt í annálum, endaði með lengstu nótt ársins, en lengd hennar stafaði af því, að klukkutíminn frá 1—2 var klappaður upp og endurtekinn. Þessi uppfinning danska smágrósserans á Kola- torginu, sem nú er orðin 35 ára gömul, virðist ætla að verða furðu lífseig liér á landi, en enginn er líklega svo forhertur að lialda því fram, að liún hafi eða liafi nokkurn- tíma liaft nokkra liugsanlega þýðingu, nema ef vera skyldi til bölvunar. En í núverandi kanavesfeni getur kannski verið rétt að varðveita liana eins og hvert annað þjóðlegt verðmæti, eins og Háskólahátíðina, sem jafnvel Moggi segir nú, að sé stíllaus, og virðist lielzt vilja kvikka hana ofur- lítið upp með Baldri, Konna og apanum Johnny. Án þess að leggja nokkurn dóm á slíkt, má fullyrða, að það yrði að minnsta kosti nokkur tilbreyting frá Ólafi Lárussyni, og öll tilbreyting er vitanlega góð, jafnvel þó að hún sé alls ekki til batnaðar. Hér á landi hefur, á síðari árum, talsverð tillineiging gert vart við sig í þá átt að fjölga lireppum á landinu — og þá vitanlega minnka þá mn leið. Framsýnir menn hafa þegar bent á, að þetta sé hið mesta glapræði, þar sem með þessu sé dregið úr bolmagni hreppanna — fjárhagslegu og öðru. Eitthvað svipað gildir um allar félagastofnanirnar í landinu. Félög eru flest meira og minna á horriminni, enda hafa þau ekki annað sér til uppeldis en tillög lim- anna, sem helzt þurfa að vera hófleg, og svo merkjasölu. En nú stendur bara svo fjandalega á, að allir dagar ársins eru útgengnir til merkjasölu, svo að ný félög komast alls ekki að, nema liorfið verði að því ráði að breyta alman- akinu stórkostlega, en það er nú meira en rétt að segja það. Allra síðustu dagana liafa verið slofnuð fjögur félög í höfuðborginni: Félag Raunsærra Áfengismanna (skamm- stafað FRÁ!!), sem stefnir að því að láta limi sína ekki sjá nema einfalt, ef þeir taka sér einn lítinn. Næst er Félag Binflindisökumanna (skammstafað BÖ, til að minna limina á að pípa jafnan fyrir liorn). Þarnæst Islenzk Tónlistaæska (Istón), sem þá að líkindum ætlar að stunda Keflavíkurútvarpið, og loks er FILMÍA, sem vill sýna limum sínum góðar og þó aðallega garnlar, kvikmyndir. Fleiri félög liafa vafalaust verið stofnuð, þó að ekki liafi þau verið auglýst í blöðunum. OIl eru þessi félög efnileg en fátæk eins og nærri má geta. Hvað væri nú einfaldara en slá þeim öllum saman í eitt og efla þannig möguleika þeirra til einliverra framkvæmda. Einkum væri þetta stór uppsláttur fvrir bindindisökumennina, þegar þeir færu að keyra raunsæismennina heim af fundum, og allir vilja sjá góðar og gamlar kvikmyndir, og allir liafa eitthvert gaman af músík eða látast að minnsta kosti liafa það. Yfirleitt ætti aldrei að stofna félag nema athuga fyrst, hvort ekki er eittlivert félag til, sem hægt væri að slá sér saman við. Ljótar eru síðustu fréttir frá Nígeríu, sem undanfarið hefur keypt af okkur skreiðina, okkur til uppsláttar og

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.