Spegillinn - 01.11.1953, Qupperneq 20

Spegillinn - 01.11.1953, Qupperneq 20
176 BPEGILLINN Damon Runyon: H eiðarlegheita skinn (Niðurlag.) Þeir snúa nú austur inn í 54. götu og þegar ég sjálfur kem fyrir hornið, sé ég eitthvert uppþot fyrir framan Svitakassann, og veit undir eins, að þetta stendur eitthvað í sam- bandi við þá kumpánana, og þegar ég kem þangað, sé ég, að Samúel hefur komizt inn, en gamli skröggurinn er að þrátta eitthvað við dyravörðinn, því að auðvitað hefur Sam- úel beðið dyravörðinn að hleypa honum ekki inn. Og það gerir dyravörðurinn, enda er hann vinur Samúels með lappirnar. Svo virðist sem Hortensa sé stödd þarna í Svitakassanum og sé að bíða eftir elskhuga sínum, og vitanlega verður hún alveg stanz- hissa að sjá hann koma þarna lafmóðan, og það verða reyndar allir aðrir þarna inni, þar á meðal Henri, yfirþjónninn, en hann er sögu- maður minn að því, sem hér fer á eftir, þar sem ég varð auðvitað að hírast fyrir utan. — Það er vitlaus maður að elta mig með slátrarahníf, segir Samúel við Hortensu. — Ef hann kemst inn, má alveg afskrifa mig. Hann er nú við dyrnar að reyna að komast inn. Eitt get ég sagt Hortensu til hróss, og það er, að hún er engin lydda, enda væri henni þó illa í ætt skotið, sem dóttur Skussa O’Brien, sem var manna hugaðastur. Henri segir mér, að Hortensa hafi alls ekkert orðið uppnæm, en sagzt vilja fá rétt að kíkja á þennan dela, sem sé að elta hann Samúel sinn með lappirnar. Svitakassinn er uppi yfir bílskúrum og eld- húsglugginn veit út að 54. götu, og meðan Bodeker gamli er að tala við dyravörðinn, heyri ég, að gluggi er opnaður og hver held- urðu að gægist út nema Hortensa. Hún lítur aðeins augnablik á manninn, sem úti fyrir er, og rykkir síðan höfðinu til baka og æpir síðan (að sögn Henris): — Guð minn góður, Lappi! Þetta er sami vitlausi kallinn, sem sendir mér öll armbönd- in og vill fá mig í bólið til sín. — Já, og hann er sá, sem ég sel skrokkinn á mér, segir Samúel og hann út með alla sög- una um viðskipti sín við Bodeker lækni. — Þetta er allt gert þín vegna, segir Sam- úel, en það er auðvitað ekki nema lygi, því að vitanlega var það gert Ljóssins vegna í upp- hafi. — Ég elska þig og ef ekki væri þessi samningur í veginum, skyldi ég biðja þig að verða hjartkær eiginkona mín. Og hvað haldið þið að þá hafi gerzt, nema Hortensa kasti sér í fangið á Samúel með lappirnar, og skellir rembingskossi ó nauðljótt smettið á honum og mælir á þessa leið: — Ó, ég elska þig, Lappi, af því að enn hef- ur enginn elskað mig svo mikið, að veðsetja á sér skrokkinn mín vegna. Skítt með samning- inn; við skulum koma út strax og láta splæsa okkur saman, en fyrst verðum við að losa okk- ur við gamla vitleysinginn þarna niðri. Síðan teygir Hortensa álkuna út um glugg- ann og öskrar til Bodekers gamla: — Snáfaðu burtu eða ég skal setja möl í skeggið á þér, gamli vitleysingurinn þinn. En svo virðist sem sá gamli véíði bara enn æstari, þegar hann sér Hortensu, og fer nú að glíma við dyravörðinn, sem flýtir sér að ná hnífnum af þeim gamla og fleygja honum burt, ef ske kynni að einhver meiddi sig á honum. Nú virðist sem Hortensa skimi kring um sig í eldhúsinu eftir einhverju til að fleygja í þann gamla, en sjái ekki annað en fallegt nýtt svínslæri, sem yfirbrasarinn hefur lagt fram á borðið til að sneiða niður. Þetta er stórt læri, ó að gizka nóg til eins mánaðar þarna í Svitakassanum, því að þar sneiða þeir svíns- lærin þunnt. Nokkuð er það, að Hortensa gríp- ur lærið tveim höndum og kastar því út um gluggann án þess einusinni að reyna til að miða. En hvað sem um það er, hittir lærið karl- fauskinn beint á hausinn. Sá gamli steinligg- ur samt ekki, heldur fer hann að riða, rétt eins og hann sé á því. Ég ætla að hjólpa hon- um, því að hvað sem öllu liður, finnst mér það hálfgerður óleikur að rota menn með svíns- læri. Svo að ég tek þann gamla og styð hann alla leið inn til Munda og helli þar ofan í hann kaffi með Bismarksíld með, til þess að lífga hann við, og þarna safnast margir borgarar saman kring um okkur og láta í ljós samúð sína. — Vinir mínir, segir öldungurinn loksins og lítur kring um sig, — hér sjáið þið niður- beygðan mann. Ég er alls ekki vitlaus, þó að mínir nánustu kunni að halda því fram. Ég elska Hortensu og hef gert síðan ég sá hana fyrst í Svitakassanum. Ég vil giftast henni og ég er búinn að vera ekkjumaður lengi, en einhvernveginn fellur þessi giftingarfyrirætl- un mín ekki í kramið hjá börnunum mínum. — f stuttu máli sagt, heldur gamli maður- inn áfram, — tala þau um að loka mig undir lás og slá, þegar ég m.innist á giftingu. Svo að vitanlega nefni ég aldrei Hortensu á nafn við þau, af því að þá veit ég á hverju ég get átt von. En ég elska hana af öllu hjarta og hef sent henni margar fallegar gjafir, enda þótt ég fái sjaldan að sjá hana, svo er skyldfólki mínu um að kenna. En svo kom§t ég að því, að Hortensa er í trúkki við Samúel með lapp- irnar. — Ég er vitanlega yfir mig afbrýðissamur, en veit ekki hvað til bragðs skal taka. En þá senda forlögin mér Samúel í þeim erindum að selja af sér skrokkinn. Vitanlega hef ég ekki starfað mörg undanfarin ár, en hef alltaf lækningastofu af gömlum vana, og þangað kemur hann. Fyrst held ég auðvitað að hann sé snartvitlaus, en þá bendir hann mér á að spyrja Armand Rosenthal, veomálafræðing- inn fræga, og hann fullyrðir, að það sé allt í lagi með Samúel. — Þá dettur mér í hug, að ef ég geri svona samning við hann, muni hann auðvitað taka til fótanna, þegar að skuldadögunum komi, og þá fái ég að vera í friði með Hortensu fyrir honum. En sá, sem ekki stingur af, er hann. Ég reiknaði sem sé ekki með almætti ástar- innar. — Loksins, í örvæntingu minni, elti ég hann með hnif, í þeim tilgangi að hræða hann burt úr borginni. En það var um seinan. Nú sé ég, að Hortensa elskar hann, annars hefði hún ekki fleygt kolafötu í hausinn á mér eins og hún gerði. — Já, herrar mínir, segir sá gamli, — ég er viti mínu fjær af sorg. Ég virðist auk þess hafa stóreflis kúlu á höfðinu. Loks hefur Hort- ensa allar gjafirnar frá mér og Samúel alla peningana mína, svo að þetta er tap yfir alla línuna. Ég bara óska og vona, að hún Helísa dóttir mín, sem nú er frú Sidney Simmons Bragdon, heyri ekki um þetta, því að þá gæti hún umhverfzt, rétt eins og forðum, þegar ég ætlaði að giftast tátunni í sigarettubúðinni. Þegar hér er komið gefur Bodeker gamli sig algerlega á vald tilfinningum sínum og tárin streyma niður kinnar hans og allir vorkenna honum afskaplega, en þá treður fram sjálft Gáfnaljósið, sem hefur horft og hlustað á að- farirnar. — Vertu ekki að súta yfir gjöfunum og aur- unum, segir Ljósið. — Ég skal koma því öllu í lag, enda er ég sá, sem gekk í ábyrgð fyrir Samúel með lappirnar. Ég hef í fyrsta sinn á ævinni tekið feil á dela og því skal ég borga þetta, sem um er að ræða, en vei honum Sam- úel, þegar hann hittir mig næst. En vitanlega reiknaði ég ekki með neinni hnáku, og það gerir fjandans mismun, svo að í rauninni hef ég ekki tekið hundrað prósent feil á delanum, þegar allt kemur til alls. — En hinsvegar, segir Ljósið hárri rödd, svo að allir mega heyra, — þá er Samúel með lappirnar ekki annað en svikahrappur og ill- þýði, fyrst hann kemur ekki og afhendir skrokkinn samkvæmt samningi, og meðan hann lifir, skal ég ekki lána honum túkall eða ganga í ábyrgð fyrir hann, og heldur ekki skal neinn, sem ég þekki, gera það. Hans lánstraust hér í þessu hverfi er búið að vera. En ég býst ekki við, að Samúel og Hortensa láti sig þetta miklu skipta. Síðast þegar ég heyrði frá þeim, voru þau yfir í New Jersey, þar sem enginn þorir að abbast uppá þau, það gerir Skussi gamli O’Brien, og mér skilst að þau séu önnum kafin að ala upp börn og kjúkl- inga, og að öll armböndin hennar Hortensu séu komin í bæjarskuldabréf, sem mér skilst að séu hreint ekki svo bölvuð bréf, ef út í það er farið. Askriftarsími SPEGILSINS er 2702

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.