Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Page 4

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Page 4
HERNÁMSHUGSJÓN OG HERMANG Staðreyndir hermangs raktar og ræddar Hernámssinnar hafa að undanförnu hopað úr hverju víginu á fætur öðru í rök- semdafræslu sinni. I kosningum til 1. des. nefndar í Háskóla Is- lands kom ekki fram ein ein- asta mótbára við rökum her- stöðvaandstæðinga, einungis vikið að vafasemi þess að hampa hermálinu 3 árið í röð. Almennt séð eru hernámssinn- ar rökþrota. Rússagrýlan er á hraðri leið til forveru sinnar, barnaætunnar Grýlu, inn í heim þjóðsögulegrar arfleifðar, fræði- mönnum til grúsks og almenn- ingi til skemmtunar. Skipa þeir fáu morgunblaðspáfar, sem enn trúa á tilveru skrímslisins svip- aðan sess í huga þjóðarinnar og þeir sem taka tilvist Lagarfljóts- ormsins trúanlega. Enginn vafi er á því að þeg- ar herinn kom hingað óttuðust menn í alvöru rússahættuna, enda var það á þeim tímum þegar andi McCarthys sveif yfir Vesmrheimi og hermálaráð- herra Bandaríkjanna hoppaði út um glugga hrópandi „Rúss- arnir koma, Rússarnir koma". En þrátt fyrir alla trú manna á Rússagaldra, liggur ljóst fyrir að Sjálfstæðismönnum var það kappsmál að einangra sósíalista og stilla öðrum flokkum upp frammi fyrir þeirri samvisku- spurningu, hvort þeir væru „lýðræðissinnaðir", sem á máli Morgunblaðsins þýðir nán- ast það sama og vera and- kommúnisti. Síðan hamaðist hin risavaxna áróðursmaskína íhaldsins við að spyrða saman í vimnd almennings Rússa og sósíalista, og tókst að einangra þá síðarnefndu í íslenskum stjórnmálum með þeim afleið- ingum að íslensk verkalýðs- hreyfing lamaðist, borgarastétt- inni til ánægju og gróða. En fleira skiptir hér máli og ýmislegt sem hernámssinnar veifa ekki en veldur sennilega einna mesm um trúfesti þeirra við hernámshugsjónina. Er hér einkum átt við hinn fjárhags- lega gróða sem hluti íslenzkrar borgarastéttar hefur af her- náminu og þeirra á meðal ýmsir forystumenn hennar á pólitískum vettvangi. Augljóst er, að sérlega hagstæð aðstaða Loftleiða í Bandaríkjunum var tengd áframhaldandi hersem hér á sínum tíma, en sú að- staða hefur gert því fyrirtæki kleift að raka saman einhverj- um mesta gróða sem hér þekk- ist. Svipuðu máli gegnir um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Onnur fyrirtæki hafa milliliða- lausan gróða af hernáminu, og vil ég telja upp nokkur þau helsm. íslenskir aðalverktakar er fyrirtæki sem stofnað var bein- línis til hermangs og er senni- lega það fyrirtœki íslenskt sem mestan gróða hlýtur. Fyrirtækið nýtur einokunaraðstöðu um framkvæmdir á vegum hersins og fær að launum mun hærri upphæðir en venjuleg útboð myndu hafa í för með sér. Velta Islenskra aðalverktaka nemur hundruðum milljóna ár- lega, og serri dæmi má nefna að gróði þeirra af lengingu flugbrautarinnar á Keflavíkurflugvelli er talinn nema 100—200 milljónum króna. Meðal ráðamanna þessa fyrirtækis er Thor Olafsson Thors og Þorbjörn Jóhannes- son í Borg borgarstjórnarmaður íhaldsins í Reykjavík. Eitt sinn var starfsmaður fyrirtækisins Geir Hallgrímsson núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Arvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Framsóknar- menn eiga aðild að fyrirtækinu, og er það athyglisvert að þar á í hlut sá hluti flokksins sem íhaldssamastur hefur verið tal- inn og ófúsasmr til að vísa hernum úr landi, þ.e.a.s. SIS- auðvaldið. Olíufélagið (ESSO) er einnig SÍS-fyrirtæki að hluta og eru 20% heildarviðskipta þess við herinn, eða hundruð milljóna árlega. Eimskipafélagið flytur allan sjóflutning á vegum hersins fyrir hátt verð og hefur í krafti þess nánast komist í einokunar- aðstöðu með sjóflutninga. Með- al stjórnarmanna þess félags eru Birgir Kjaran, fyrrv. þing- maður íhaldsins, og Ingvar Vil- hjálmsson og Ottar Möller, kunnir sjálfstæðismenn. Vífilfell selur hermönnum hið vinsæla kók, en það fyrir- tæki er í eigu Björns Olafsson- ar, sjálfstæðismanns og fyrrv. ráðherra. Einnig er Orn Vil- hjálmsson Þór þar í stjórn. Tryggingafélögin hafa mikil viðskipti við herinn. Hekla h/f skiptir við herinn fyrir 50—100 milljónir árlega. Athyglisvert er að eigendur þess fyrirtækis eru jafnframt eigendur Vísis, þess blaðs, sem m.a. gerir skoðanakannanir undir yfirskyni hlutleysis, sem að dómi blaðsins sýna fram á fylgi hernámshugsjónarinnar. Fjölmörg önnur fyrirtæki hafa viðskipti við herinn, fyrir- tæki sem forysmmenn Sjálf- stæðisflokksins eiga, og er aug- ljóst að heildarviðskipti við her- námsliðið nema milljörðum ár- lega og að þau viðskipti færi meiri gróða en nokkur annað bísness hérlendis. Hins vegar er aðra sögu að segja um efna- hagsleg áhrif hernámsins á landsmenn almennt. Vegna her- semnnar hefur útgerð nær lognast út af frá Keflavík, og staðurinn fær ekki nauðsynlega fyrirgreiðslu, þar sem her- mansgróðinn er talinn nægja honum. Leigjendur í Keflavík hafa orðið fyrir barðinu á her- náminu, sem hefur sprengt upp verð á leiguhúsnæði þar sem slóðir. I ljósi þessara staðreynda hlálegt að heyra hernámssinna Framhald á bls. 14. ÞEIR ERU BEISNIR Á BEISNUM Þeir eru beisnir á beisnum Ælægæg Smæla til smælingjanna Ælægæg Og gauka að þeim smælkinu Ælægæg Dagur Sigurðarson ÞRJÁR ÁSJÓNUR GEIRS HALLGRÍMSSONAR , K/eeo vÍKjie, é& eÆfci y j þ/ee G-oe-ÐiFRÉnmftL, FLu&BeACjTAecefJG-tKJCrtrU FÆft-fei OCVCOfe 'OO mco-aoKJA GeÓBA ’. Sd'AUF ST7EÖI SfUOEUSlfOS, JMorgurthlaðiðl FofcMW>ufc ÓTCrÁFO SrjófcjJAB: HAUL&eÍHSSOK) SfcoUofoo.M HEeíOAHS- zzrrz ÁNDS wtfeitoG-A BÁfeA H HA&SHuwie eUssA KfiáSTaANJ At-eBerSSou t RUSSAEUÍR «0HA !* UF/ KjATO !( 4 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.