Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Side 7

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Side 7
Drekkið kaffið og lesið blöðin í NORRÆNA HÚSINU. Kaffistofan opin virka daga kl. 9—18. Sunnudaga kl. 13—18. Bókasafnið opið kl. 14—19. Laugardaga og sunnudaga kl. 14—17. Velkomin í Norræna húsið. NORR4ENA HUSIÐ POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Skærullðar PAIGC leggja á ráðin. SJÁLFSTÆÐIS YFIRLÝS- ING GUINEU-BISSAU Þjóðarsamkunda Guineu- Bissau og Grænhöfðaeyja átti sér stað á frelsuðu landssvæði suður þar dagana 23. og 24 sept. síðastliðinn. Hún fæddi af sér sjálfstæðisyfirlýsingu Iýð- veldisins Guineu-Bissau. Síðan 1961 hafa innfæddir þjóðernissinnar háð vopnaða baráttu við nýlendukúgara sína, en það eru bandamenn okkar í NATO, Portúgalir. Aðrir bandamenn okkar hafa aðstoð- að portúgölsku fasistana dyggi- lega, efnahagslega, stjórnmála- lega og siðferðilega. Án morð- tækja, þ. e. flugvéla, frá öðrum NATO ríkjum hefði stjórninni í Lissabon aldrei haldist uppi að heyja grimmilegt kúgunar- stríð sitt gegn íbúum Guineu- Bissau og valda þeim heljar- miklum blóðsúthellingum og hörmungum. Meirihluti landsins á valdi þjóðfielsishrey f ingarinnar Eftir tíu ára fórnfúsa bar- áttu hefur íbúum Guineu-Bis- sau tekist að ná á sitt vald þrem fjórðu hlutum landsins, sem spannar yfir 36.125 fer- mílur, og hafa þeir fulla stjórn á helmingi landsins. 1 frelsuðu héruðunum hefur Afríski sjálfstæðisflokkurinn (án gæsalappa) PAIGC sett á laggirnar stjórnarstofnanir, endurskipulagt efnahagslífið og afnumið þrælkun og arðrán. Nýlega sagði Aristides Per- eira, aðalritari PAIGC, um baráttuaðferðir þjóðfrelsishers- ins: „Hernaðarmáttur okkar er í höndum fólksins í landinu og undir því kominn. Herflokkar Skæruliðar leggja upp i leiðangur. eiga sífellt í skærum við heri nýlendukúgaranna, þar sem þeir hafast enn við, með það fyrir augum að ná algerum yf- irráðum yfir landinu. Þjóð- frelsisherinn hefur þeirri skyldu að gegna að treysta líf og ör- yggi á frelsuðu svæðunum. Nú sem stendur er máttur okkar meiri en nokkru sinni fyrr, eft- ir meira en tíu ára vopnabar- áttu.“ Það hefur komið á daginn að Portúgölum er um megn að ná aftur þeim landsvæðum, sem þeir hafa misst, því að í hvert skipti sem þeir hafa freistað þess, er þeim svarað með hörðu, jafnvel í höfuð- borginni Bissau eða Bogata, annarri mikilvægustu borg landsins, og öðrum vígjum Portúgala víðs vegar um land- ið. Lýðveldisstofnun Á þingi PAIGC var ákveð- ið að efna til þjóðarsamkundu og lýsa þar yfir stofnun lýð- veldisins Guineu-Bissau, koma á fót stjórnarstofnunum og taka í gildi stjórnarskrá til að koma hinu nýja ríki í fast horf samkvæmt kenningum Amilcar Cabral, sem myrtur var af útsendurum portúgalska nýlenduveldisins. Fundinn sóttu 120 fulltrúar, kosnir á ráð- stefnum í sextán héruðum landsins, þ. á m. þeim sem Portúgalir sitja enn í. Einnig sátu fundinn fulltrúar verka- lýðssambands Guineu-Bissau og stúdenta og æskulýðssam- taka. Þjóðarsamkundan stóð í tvo daga. Hátindur þessarar sögulegu samkundu var sjálfstæðisyfir- lýðveldis við gífurleg fagnað- ast hafði saman í tilefni dags- ins. Allar hörmungar síðustu ára virtust hverfa eða umbreyt- ast í hávær hvatningaróp í bar- arlæti manngrúans sem safn- áttunni við heimsvaldastefn- una, og þakkarkveðjur voru færðar m. a. Kúbu, Sovétríkj- unum og Svíþjóð fyrir bróður- lega aðstoð í frelsisbarátlunni. Samkundan samþykkti ein- róma fyrstu stjórnarskrá lýð- lýsingin. Forseti þjóðarsam- kundunnar lýsti yfir stofnun veldisins. Samkvæmt henni er þjóðarsamkundan æðsta stjórn- unartæki ríkisins og svarar til Alþingis Islendinga. í samræmí vð 34. grein stjórnarskrárinnar sóru fulltrúar eið með upp- rétta hnefa: „Ég sver að leggja mig allan fram til þess að meg- inmarkmið stjórnarskrárinnar nái fram að ganga: alger reikn- ingsskil við stjórnarhætti ný- lenduveldisins, sameining Gui- neu og Grænhöfða og fram- kvæmd þjóðfélagslegra um- bóta.“ Stjórnarskráin kveður á um stjómarhætti og stjórnun- arstofnanir. Samkvæmt henni skal valdið vera í höndum vinnandi stétta í nánum tengsl- um við PAIGC og þjóðfrelsis- herinn FARP. Stjórnarskráin kveður á um félagslegt jafnrétti, jafnrétti kynjanna og rétt þegn- anna til að njóta menntunar og atvinnuöryggis. Á samkund- unni var fæðingardagur Cab- rals, 12. september, einróma valinn þjóðhátíðardagur Gui- neu-Bissau, til minningar um sjálfstæðishetju þjóðarinnar. Fyrsta ríkið sem viðurkenndi nýstofnað lýðveldi Guineu- Bissau, var nágrannaríkið Gui- nea. Ávöxtur erfiðis í setningarræðu sinni fórust Aristides Pereira svo orð um sjálfstæðisyfirlýsinguna: „Að liðinni 17 ára langri vopnaðri og pólitískri baráttu og fórn- um, eftir að þjóðin hefur orð- ið að vökva svörðinn með blóði sínu, svita og tárum, er- um við í dag að uppskera hinn kærkomna ávöxt, sem sprettur upp vegna erfiðis okkar og fórnfúss starfs á siðustu árum. Við gróðursettum tré, sem er flokkurinn okkar, og lögðum á okkur heljarmikið erfiði tl þess að sá meiður mætti bera þann ávöxt sem er bitur þyrn- ir í augum portúgölsku ný- lendukúgaranna og banda- manna þeirra, afrísku kvisling- anna og allra þeirra sem ætíð hafa neitað að leggja traust og trúnað sinn á hæfileika Afríku- búa í heild og þjóðar okkar þó sérstaklega til að mola hlekki erlendra kúgara og losna undan arðráni þeirra.“ Ordráttur úr frásöögn Correa Wilson, frétta- manns Prensa Latina, sem viðstaddur var þjóðarsamkundu Giu- neu-Bissau. —JoB STÚDENTABLAÐIÐ — 7

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.