Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 8

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 8
Sverrir Kristjánsson: Herstjórnarlist handa vangefnum Föstudaginn 19. okt. síðastl. birti Morgunblaðið kjallara- grein: Norðmenn beita sér gegn lokun herstöðvarinnar í Kefla- vík. Efni kjallaragreinarinnar er alþýðleg útlistun á því, hvað mundi gerast, ef Keflavíkur- stöðinni yrði lokað. Þess skal strax getið, að greinin og her- fræðilegar vangaveltur hennar eru ekki runnar úr ritvélum hinna frumlegu blaðamanna og ritstjórnar Morgunblaðsins. Greinin er þýdd úr The Obser- ver, brezku íhaldsblaði af góð- hestakyni. Höfundurinn heitir Roland Huntford, hetjulegt nafn, án vafa einn af mörgum hernaðarsérfræðingum blaðsins. Mér er svo fortalið, að Morg- unblaðið hafi einkarétt á að birta greinar úr The Observcr. En að þessu sinni læðist ósjálf- rátt að manni lúmskur grunur um, að Morgunblaðið hafi pantað sérstaklega þessa grein og um leið látið í Jjós óskir viðskiptavinarins um vöruval. Öll gerð og röksemdir þessarar kjallaragreinar bera þessum óskum ljósast vitni. Svo skýrt er sauðarmarkið á grein herra Rolands Huntfords. Morgun- blaðið heldur nefnilega að svona cigi að skrifa handa van- gefnum. Af skiljanlegum á- stæðum fær ritstjórnin ekki skilið, að áskrifendur og les- endur Morgunblaðsins séu ekki útskrifaðir með sömu greindar- einkunn og hún sjálf. Ef grun- ur minn er réttur (en grunur er nú bara grunur!) þá hefur mister Huntford tekið pöntun- Undanfarnar vikur hafa her- námssinnar keppst við að hella yfir alþjóð áróðri og „upplýs- ingum“ um nauðsyn herstöðva á íslandi vegna varna lands- ins og hins vestræna heims Mogginn birtir langar bolla- leggingar um hernám Rússa á íslandi sem viðblasandi stað- reynd ef bandaríski herinn hyrfi héðan. Það er öllum kunnugt, sem þekkja alþjóðasögu síðastlið- inna 30 ára, að í stríðslok gerðu leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna með sér samning um skiptingu Evrópu í áhrifasvæði. ina einni gráðu of alvarlega. Greinarkornið er sumsé líkast því sem fáviti hafi tekið að sér að kenna á hæli vangef- inna. Mister Huntford játar það hreinskilnislega að hlutverk bandaríska hersins sé að „fylgj- ast með“, þ. e. njósna um samgöngur á íshafi, „sem ligg- ur að ströndum Sovétríkjanna". En það er athyglisvert, að hvergi er í greininni minnzt á „varnir“ íslands, ekki getið einu orði um hina frægu „legu“ Islands né hagsmuni Islend- inga, sem hljóta þó að vera í einhverju skilvitlegu eða yfir- skilvitlegu samhengi við þessa „legu“. Hvergi örlar á því í kjallaragrein hins brezka blaðamanns, að bandaríska varnarliðið sé að verja okkur íslendinga fyrir Rússum. Hvers konar kurteisi er þetta? Hinn brezki blaðamaður Morgunblaðsins ætlar banda- ríska flugliðinu á Vellinum ekki annan starfa en „hafa gætur á hinu mikilvæga svæði milli suðurstrandar fslands og norðurstrandar Noregs. Það er sú flóðgátt, sem sovézki flotinn I hlut Sovétmanna skyldi koma Austur-Evrópa utan Grikk- lands, og hafa þeir fyllilega virt þennan samning. Sem dæmi má nefna að í stríðslok hafði Þjóðfrelsishreyfing Grikkja, Elas, undir forystu kommúnista, sterkust ítök í landinu, en var barin niður af hægri öflum, sem nutu stuðn- ings Vesturveldanna, — og var neitað um aðstoð Sovétmanna. Raunar dytti engum heilvita stjórnmálamanni í hug að treysta á stuðning Sovétríkj- anna í alþjóðamálum, svo slæ- legir stuðningsmenn og deigir hafa þeir reynst í alþjóðaátök- myndi fara um til Noregs." (allt leturbr. mín). Brezki sérfræðingurinn í sjó- hernaðarlist gerir sumsé ráð fyrir því, að íshafsflotinn so- vézki muni leggja upp frá suð- urströnd Islands þegar stund- in mikla rennur upp og hefur innrás í Noreg. Það er gömul og gild regla í hernaði að vanmeta ekki með öllu vitsmuni andstæðinga sinna. Enda margur hershöfð- inginn farið flatt á því. En hvaða hugmyndir sem vestræn- ir hernaðarsérfræðingar kunna að gera sér um vitsmunalíf sovézku flotaforystunnar, þá er svo mikið víst, að sovézki íshafsflotinn færi ekki að leggja þá lykkju á leið sína að sigla frá Ishafi suður fyrir Is- land og halda þaðan síðan rakleitt til Noregs. Sennilega yrði þá Hornafjörður heima- höfn ishafsflotans og kemur nú Rússum vel að Alþjóða- bankinn lánar okkur Islending- um stórfé til hafnarmannvirkja á suðurströndinni. Þessi furðu- lega siglingaleið hins sovézka árásarflota er fyrsta ástæðan fyrir ótta Norðmanna við brottför bandaríska hersins frá Keflavíkurflugvelli. En það er meira blóð í kúnni. Mister Huntford skýrir kost- gæflega frá herbúnaði Rússa í heimskautaborgunum Mur- mansk og Arkangelsk, en á þeim slóðum minnast landa- mæri Rússlands við Noreg. Þar eru heimahafnir sovézka flotans, þar eru eldfiaugastöðv- ar af öllum gerðum, skrið- um, t. d. í Grikklandi, deiium Araba og ísraelsmanna og í Kúbudeilunni. Öllum heilvita mönnum, sem ekki loka augunum fyrir staðreyndum, er ljóst, að hætta á árás á ísland og þarafleið- andi varnarnauðsyn, er heila- spuni einn. Almenningur á íslandi kærir sig ekki um að ísland verði notað til varnar fyrir Banda- ríkin, mestu heimsvaldasinna og morðvarga samtímans. Allra síst eru menn ginnkeypt- ir fyrir sefasýki morgunblaðs- manna nú, þegar þíða er kom- in á kalda stríðið. drekasveitir og fótgönguliðs- flokkar. En er þetta svo mik- ið undrunarefni? Er þetta meira undrunarefni en að Bretar hafi flotabækistöð í Scapa Flow? I tveimur heims- styrjöldum hefur Murmansk- leiðin verið ein mikilvægasta aðdráttarbraut Rússa. Á þess- um slóðum er hinu víðlenda megínlandsveldi einna skeinu- hættast. Herbúnað í þessum héruðum má að sjálfsögðu nota jafnt til varnar og sóknar, svo sem er um hernaðarmann- virki hvar sem er á hnettinum. I styrjöld við Nató mundu Rússar án alils vafa hernema Noreg norðanverðan, a. m. k., einfaldlega vegna þess að Norðmenn eru félagsbræður í Nató. En ef svo stæði á mundu þeir hernema Noreg landleið- ina með stuðnngi íshafsflota síns, en sá floti kæmi ekki frá Hornafirði eða suðurströnd ís- lands. Og þegar mister Hunt- ford staðhæfir í blákaldri al- vöru, að áTás sem Rússar kynnu að gera á Noreg yrði hafin frá Islandi, þá er það ekki vegna þess að hann viti ekki betur, heldur tekur hann einfaldlega þann kostinn að leika hlutverk hins herfræði- lega fábjána í Litla leikhúsinu Morgunblaðsins, að blekkja ís- lenzku þjóðina fyrir borgun frá þessu stönduga blaði og þjóna hagsmunum Nató. Svo sem kunnugt er trúir ekki nokkur lífvera á Bretland lengur nema vitsmunaverurnar á ritstjórnarskrifstofum Morg- unblaðsins og trúa því í sínu saklausa hjarta, að Moggalýg- in gangi betur ofan í Islend- inga ef hún er framreidd á l’anglaise. Þótt mister Huntford forðist eins og heitan eldinn að nefna hervernd Islands verður hon- um því tíðræddara um vernd- un Noregs og ótta Norðmanna er telji sér voða búinn af Rúss- um, ef Islendingar vísi banda- ríska hernum á brott. Hann segir að Norðmenn hafi að tjaldabaki lagt að stjórnvöld- um í Reykjavík á undanförn- um mánuðum að halda Kafla- víkurstöðinni opinni. Ég er ekki annað en óbreyttur leik- maður og áhorfandi og veit ekki vitund um tilburði og hvíslingar að baki leiktjald- anna. En ef mister Huntford segir satt í þessu efni, þá ger- um við hinni norsku bræðra- þjóð okkar mestan greiða með því að gefa henni þau hollráð, sem skylt er með vinum og frændum. Úr því að heim- skautsher Rússa stendur svo að segja í túnfætinum nyrzt í Noregi, búinn herskipum, kaf- bátum, eldflaugum, skriðdrek- um, flugvólum og fótgönguliði, þá virðist okkur Islendingum ekkert farsælla vinarráð en að Norðmenn biðji Bandaríkin að reisa norska Keflavík eða norskan Keflavíkurflugvöll í landi sínu, þar er ólíkt styttra til varnar og sóknar gegn Rússum en frá þessum út- kjálkarassi hér á Miðnesheið- inni. Þetta er bæði þjóðráð og vináttubragð okkar Islendinga og raunar er ég alveg hissa á Varnir landsins 8 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.