Stúdentablaðið - 01.12.1973, Qupperneq 10
Pham Van Dong:
Með Víetnam, í baráttu
þess og endurreisn
Eftirfarandi grein er eftir
Pham Van Dong .forsætisráð-
herra Alþýðulýðveldisins Víet-
nam; hún birtist í tímaritinu
World Youth, 3.-4. tbl. 1973:
SAMSTAÐA ER
MIKILVÆGUR ÞÁTTUR
1. Parísarsamkomulagið um
„að binda endi á stríðið og
koma aftur á friði í Víetnam1'
var undirritað á grundvelli við-
urkenningar á grundvallarrétt-
indum Víetnama sem þjóðar.
En Bandaríkin og Saigon-
styrktar þeim friði sem rétt er
kominn á í Víetnam.
2. 1 hinum sósíalíska norður-
hluta vinnur víetnamska þjóð-
in nú að því að annast þá sem
særðust í stríðinu og endur-
reisa landið sem lagt hefur
verið í eyði af völdum stríðs-
ins. Þetta er erfitt verkefni,
sem krefst geysilegrar sam-
þjöppunar krafta og gáfna.
1 kjölfar mikilla og árang-
ursríkra sigra í föðurlandssinn-
aðri baráttu gegn árás Banda-
rikjanna, sem hafa skapað nýj-
stjórnin hafa ekki hætt að
brjóta mikilvægustu skuldbind-
ingar samkomulagsins á blygð-
unarlausan og kerfisbundinn
hátt, og ógna þannig alvarlega
þeim friði sem er í þann mund
að komast á í Víetnam. Þess-
vegna er varðveisla og styrking
friðar mjög áríðandi og afar
mikilvægt markmið í baráttu
víetnömsku þjóðarinnar.
Sem aðilar að undirritun
Parísarsamkomulagsins og
Samþykkt hinnar Alþjóðlegu
ráðstefnu um Víetnam, þá er
víetnamska þjóðin og ríkis-
stjórn Alþýðulýðveldisins Víet-
nam ásamt með Bráðabirgða-
byltingarstjórninni í suðurhluta
Víetnam, ákveðin í að gera
allt sem í þeirra valdi stendur
til að virða nákvæmlega og
gegna samviskusamlega skyld-
um sínum og berjast á sama
tíma af staðfestu og fast-
heldni með það fyrir augum
að knýja alla viðkomandi að-
ila til að gera slíkt hið sama.
Þetta er hið mikilvægasta til
ar, vilhollar aðstæður, og með
aðstoð vinveittra landa, mun
þjóð okkar án vafa fá skráð
nýja sigra í uppbyggingu sósí-
alismans, — sköpun sósíalísks
hagkerfis, sósíalískrar menn-
ingar og sósíalisks einstaklings
— í þeim tilgangi að efla styrk
norðurhlutans í öllu tilliti; póli-
tískt, efnahagslega, menningar-
lega og hvað varðar varnir
þjóðarinnar, en þetta mun
auka áhrif hins sósíalíska norð-
urhluta í þágu byltingarafla
allra landa.
BRENNANDI ÞRÁ
3. 1 suðurhluta Vietnam
undir forystu Þjóðfrelsisfylk-
ingarinnar (FNL) og Bráða-
birgðabyltingarstjórnarinnar
(BBS), eina réttmæta fulltrúa
allra stétta meðal íbúa Suður-
Víetnam, heyja félagar okkar
ákveðna baráttu á þessu augna-
augnabliki til að framfylgja
vopnahléinu, til að varðveita
og styrkja friðinn, til að ná
þjóðlegu sjálfstæði, lýðréttind-
um og samlyndi meðal þjóðar-
innar. Þetta er brennandi þrá
og knýjandi þörf alþýðu Suð-
ur-Víetnam á öllum sviðum
þjóðlífsins.
En eins og allir vita, þá
hefur Saigonstjórnin, með að-
stoð og eggjan Bandaríkjanna,
aftur og aftur beitt brögðum
til ágangs gegn frelsuðu svæð-
unum undir stjórn Bráða-
birgðabyltingarstjórnar Lýð-
veldisins Suður-Víetnam, haft
á oddi stefnu kúgunar og
ógna gegn öllum stéttum með-
al íbúanna á þeim svæðum.
sem eru undir hennar stjórn
(Saigon), og komið í veg fyrir
alla starfsemi í þágu friðar,
lýðréttinda og samlyndis með-
al þjóðarinnar. Hvað viðvík-
ur borgurum, sem í haldi eru
(pólitískum föngum), þá reyn-
ir Saigonstjórnin allar mögu-
legar leiðir til að komast hjá
því að láta þetta fólk laust;
og það sem meira er: hún gríp-
ur til ákaflega villimannlegra
aðferða ofsókna og morða.
Það eru ennþá tugþúsundir
bandarískra hermanna, dul-
búnir sem borgarar, að verki
ólöglega í suðurhluta Víetnam;
hundruð þúsunda tonna af
stríðstækjum hafa verið flutt
inn og er haldið áfram að
flytja inn í Suður-Víetnam.
Allt þetta ber vitni um að
Bandaríkin hafa ekki gefið upp
á bátinn metnaðaráform sín
og geigvænlegar ráðagerðir við-
vikjandi Suður-Víetnam. Þau
notfæra sér leppstjórn Nguyen
Van Thieu með það fyrir aug-
um að umbreyta suðurhluta
Víetnam i bandaríska síð-ný-
lendu og viðhalda skiptingu
Víetnam.
Andspænis þessu ástandi, er
víetnamska þjóðin ákveðin í
að berjast djarflega fyrir fram-
kvæmd allra skuldbindinga
Parisar-samkomulagsins og að
fletta ofan af geigvænlegum
ráðagerðum Washington og
Saigon frammi fyrir almenn-
ingsáliti heimsins. Fólkið berst
af krafti og árangri, með að-
stoð aukinnar samúðar og
stuðnings þjóða hinna bróður-
legu sósíalísku landa og þjóða
alls heimsins, þar með talin
framsækin alþýða Bandarikj-
anna. Víetnamska þjóðin mun
áreiðanlega ná fullum sigri
fyrir sínum réttmæta og vissu-
lega happasæla málstað.
AÐ VARÐVEITA OG
STYRKJA FRIÐINN
4. Velmegandi, lýðræðissinn-
að, sjálfstætt, endursameinað.
friðsælt Víetnam er hin helga
hugsjón gjörvallrar víetnömsku
þjóðarinnar frá norðri til suð-
urs. Eins og Parísar-samkomu-
lagið kveður skýrt á um, mun
endursameining Víetnam eiga
sér stað skref fyrir skref með
friðsamlegum hætti, á grund-
velli umræðna og sámkomu-
lags milli hinna tveggja hluta.
Framhald á bls. 15.
FRÁ RÁÐSTEFNU
YÍETNAMNEFNDAR
Ráðstefna í Norræna húsinu, 10. nóv. 1973, sem Víetnam-
nefndin á ísiandi boðaði til með aðildarsamtökum sinum
og stuðningsfólki, sendir frá sér eftirfarandi ályktanir:
Um Indókina:
1. Ráðstefnan vekur athygli á
hinum sífelldu og stöðugt vax-
andi brotum á Parísarsam-
komulaginu um frið í Víet
Nam, sem Saigonstjórnin með
stuðningi Bandaríkjastjórnar
gerir sig seka um.
I því sambandi er bent á
a) að enn eru yfir 200 þúsund
pólitískir fangar í fangels-
um og einangrunarbúðum
Saigonstjórnarinnar.1)
b) að enn eru í Suður-Víet
Nam yfir 20.000 banda-
rískir hermenn og hernað-
arsérfræðingar, dulbúnir
sem borgaralegir ráðgjafar,
sem skv. upplýsingum flug-
manna, sem teknir hafa
verið til fanga, stjórna m.a.
loftárásum Saigonstjórnar-
innar.2)
c) að loftárásir og landvinn-
ingaherferðir Saigonhersins
á yfirráðasvæði Bráðabirgða
byltingarstjórnarinnar
(BBS), færast nú stöðugt í
aukana,
d) að í fjárlögum Bandaríkja-
stjórnar er gert ráð fyrir
aukningu fjárveitingar til
stríðsrekstrar í Indókína í
formi hernaðaraðstoðar, úr
2.735 milljörðum dollara
fyrir fjárhagsárið 1972—
73 í 4,069 milljarða fyrir
árið 1973—74.3.
Heimildir:
1) Chan Tin, kaþólskur prest-
ur í Saigon.
2) GPA.
3) Elliot Richardson, fyrrum
varna- og dómsmálaráð-
herra USA.
Ráðstefnan minnir á fyrir-
heit Háskólabíósfundarins á
gamlársdag ’72 með þátttöku
forsvarsmanna stjórnarflokk-
anna þriggja um viðurkenningu
á Bráðabirgðabyltingarstjórn-
inni, og stuðning við þjóðfrels-
isbaráttuna í Víet Nam.
Ráðstefnan krefst tafarlausr-
ar viðurkenningar íslenzku rík-
isstjórnarinnar á BBS.
3. Eftir að Bandaríkastjórn
og Saigonstjórn voru þvingaðar
til að hætta loftárásum sínum
á Kambodíu í ágúst s.l., hafa
þjóðfrelsisöflin undir forustu
Hinnar konunglegu einingar-
stjórnar Síhanúks (GRUNC)
unnið stórfellda hernaðarsigra.
Konunglega einingarstjórnin
ræðuf nú nær öllu landinu og
viðurkenning hennar er komin
á dagskrá Allshérjarþings Sam-
einuðu þjóðanna. I því sam-
bandi krefst ráðstefnan viður-
kenningar íslenzku ríkisstjórn-
arinnar á Hinni konunglegu
einingarstjórn Kambodíu og
stuðnings við hana á vettvangi
S.Þ.
Um herstöðvamál:
1. Ráðstefna Víetnamhreyf-
ingarinnar á Islandi, haldin 10.
nóv. 1973, skorar á ríkisstjórn
Islands að standa við fyrirheit
málefnasamningsins um brott-
för hersins af landinu.
Jafnframt vill ráðstefnan
ítreka, að ekki verði fallist á
neins konar málamiðlun í her-
stöðvamálinu.
Ráðstefnan krefst skilyrðis-
lausrar brottfarar alls hersins
á kjörtímabilinu, að herstöðv-
arnar verði lagðar niður og
Island gangi úr Nató.
2. Ráðstefna VNI, 10. 11.
’73, vill beina þeirri áskorun
til allra félaga og samtaka í
landinu, sem vilja berjast gegn
setu bandaríska hersins hér á
landi, að þau hefji nú þegar
hina öflugustu baráttu fyrir því
að herinn hverfi á brott á kjör-
tímabilinu og að herstöðvarnar
verði lagðar niður. Ennfremur
lýsir VNI sig reiðubúna til
samstarfs við alla þá, sem fyrir
þessu vilja berjast.
Um önnur mál:
Ráðstefna Víetnamnefndar-
innar mótmælir harðlega veit-
ingu friðarverðlauna Nóbels til
Kissingers, fulltrúa þess heims-
veldis, sem ber ábyrgð á ger-
eyðingarstríðinu í Víet Nam
og síendurteknum brotum á
Parísarsamkomulaginu um frið
í Víetnam.
Samþ. samhljóða.
10 — STÚDENTABLAÐIÐ