Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Side 13

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Side 13
23 dagar til jóla MARÍUVERS I ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ Aftur fann hún það upp á víst: undur mjúklega á brjóstin þrýst, — öllu öðru hún gleymdi. Unaður, meiri en orð fá lýst, inn í skaut hennar streymdi. ■ ■ ■ Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð, fann hún komið við sína dyggð, — engan segginn þó sá hún. j Heilögum anda yfirskyggð aftur á bak þar lá hún. ■ ■ Ástleitni guðsins ofurseld, ævintýrið það sama kveld syrgði hin sæla meyja: Almáttugur! Ég held . . . ég held . . . — hvað skyldi Jósef segja? ■ ■ ■ ■ ■ Jóhannes úr Kötlum MENNTUN Framhald af bls. 12. skiptir þó mestu máli sú menntamálastefna, sem í æ ríkari mæli er fylgt í auðvalds- ríkjunum, þ. e. að lögð er vax- andi áhersla á að útskrifa á sem skemmstum tíma sérfræð- inga til hagnýtra starfa, á kostnað vísindalegs gildis námsins og möguleika til val- frelsis. Stúdentar geta hins veg- ar í krafti fjarlægðar sinnar frá framleiðsluferlinu öðlast vissa yfirsýn yfir þjóðfélags- veruleikann. Þessar staðreynd- ir ásamt þeirri, að stéttarstaða menntamanna verður stöðugt líkari stöðu öreigastéttarinnar, valda því að námsmenn fylkja sér óðum í hóp þeirra afla sem stefna að kollvörpun auð- valdsþjóðfélagsins og viðtöku þeirra þjóðfélagshátta þar sem „frjáls framþróun einstaklings- ins er skilyrði fyrir frjálsri framþróun heildarinnar“. G.S. NATÓ og . . . Framhald af bls. 16. York Times 3. marz 1965: „Víetnam er ekki hinn raun- verulegi kjarni málsins. Aðal- atriðið er hvernig hægt sé að sigra byltingarheri." Því eins og sama blað hafði eftir Giap, helsta hershöfðingja Víetnama í þjóðfrelsisbarátmnni og nú- verandi varnarmálaráðherra Alþýðuveldisins Víetnam: „Suður-Víetnam er fyrirmynd þjóðfrelsishreyfinga vorra tíma. Ef okkur tekst að vinna sigur í þeirri sérstöku tegund styrj- aldar sem bandarísku heims- valdasinnarnir gera tilraunir með í Suður-Víetnam, þá merk- ir það að hægt er að vinna sig- ur í slíkri styrjöld hvar sem er í heiminum." Þannig eru þeir friðarsamn- ingar sem Bandaríkin hafa nú neyðst til að undirrita (og þar með viðurkennt sinn algera ó- si.gur) mikilvæg hvatning til þjoðfrelsisafla um heim allan. I Víetnamstríðinu hafa Bandaríkin ekki einungis haft sér við h!ið leppherinn í Sai- gon. Aðildarríki SEATO hafa einnig látið jíeim í té hersveit- ir (Astralía, Thailand). Þessi staðreynd varðar okkur Islend- inga mjög miklu og afstöðu íslands til NATO, þó svo að henni hafi lítil sem engin at- hygli verið veitt í því sam- bandi. Fvrrnefnd staðreynd minnir okkur nefnilega á þær kvaðir og skuldbindingar sem Islendingar hafa axlað með að- ild sinni að NATO (sbr. 5. gr. Norður- Atlantshafssamnings- ins). Hvenær sem Bandaríkin telja hagsmunum sínum ógnað — hernaðarlegum og efnahags- legum — er Island skuldbund- ið til að veita þeim aðstöðu til umsvifa hér á landi. Varnar- samningurinn svokallaði sem gengið var frá 1951 ítrekaði og skýrði j>etta atriði nánar, en þar segir í 7. grein: „Hvenær sem atburðir j>eir verða, sem 5. og 6. grein STÚDENTABLAÐIÐ 11. tölublað 1973 HÁTÍÐARBLAÐ 1. DES. 1973. Otgefið af SHÍ og 1. des. nefnd. Ritstjórar: Rúnar Ármann Arthúrsson, ábm. Gestur Guðmundson. Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans. Prentun: Blaðaprent. Norður- Atlantshafssamninigsins tekur til, skal aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, látin í té á sama hátt." Onnur hlið á j»ssu máli er sú að bandaríski heraflinn á Islandi er í raun sterkasti valda- aðilinn í landinu í krafti vopna sinna. Við skyldum ekki gleyma því að á undanförnum áramg- um hafa Bandaríkin hvað eftir annað ekki skirrst við að grípa til hernaðarlegrar íhlumnar og innrásar í lönd, j^egar þæim hefur sýnst stjórnmálaþróun í viðkomandi löndum sér óhag- kvæm. Dæmin um þetta eru mörg, svo sem Grikkland, Tyrkland, Iran, Líbanon, Guate- mala, Dóminíkanska lýðveldið, Kúba, Suður Kórea, Laos, Kam- bodía, að ógleymdu Víetnam. Með tilvist. bandarísku her- stöðvarinnar á Islandi er um augljósa valdaaðstöðu að ræða. Slíkri valdaaðstöðu fylgja ó- hjákvæmilega stjórnmálaleg á- hrif, og í raun er Norður-Atl- antshafssamningurinn og „varn- arsamningurinn" ekkert nema staðfesting á jx?ssum áiirifum, og mun um leið lagalegur grundvöllur fyrir heimsvalda- sinnaðri íhlumn Bandaríkjanna * á Islandi. Rökrétt afleiðing af jsessu er sú að Island er eitt af Jseim löndum sem bandaríska heims- valdastefnan hefur tök á. Bar- átta okkar gegn bandarísku NATO-herstöðinni á Islandi er barátta gegn bandarísku heims- valdastefnunni. Hún er háð í fullri samstöðu með víet- namskri alþýðu og þjóðfrelsis- hreyfingum um allan heim. Barátta okkar hér er NATO BURT AF ÍSLANDI. FFH & SRH „Læra má af leik” LEGO TANNHJÓL Þroskandi skemmtun fyrir unglinga á vélöld. Ný tækifæri til þjálfunar og þátttöku í tækni nútímans. CLEGO DUPLO Stórir LEGO-kubbar fyrir yngstu börnin. Einkum ætlaðir ungum börnum, sem enn hafa ekki náð öruggri stjórn á fingrum sínum. Njótió góórar skemmtunar heima. AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Simi 91 66200 Mosfellssveit SKRIFSTOFA I REYKJAVÍK Suðurgata 10 Sími 22150 STÚDENTABLAÐIÐ — 13

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.