Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 14
Maður og bákn Framhald af bls. 3. missir verkamaðurinn sjónar á framleiðsluferlinu sem heild, hann hefur ekki einu sinni yfir- sýn yfir þá sérhæfðu fram- Chile Framhald af 6. síðu fagmenn mættir til leiks. Eitt af því sem hvað mestri ringulreið olli í landinu í sum- ar var verkfall vörubílaeigenda því skiljanlega er svo langt og mjótt land sem Chile mjög háð flutningum. Þegar vörubíla- eigendur höfðu verið í verkfalli um mánaðarskeið höfðu þeir efni á að kaupa sér lagera af varahlutum á svörtum markaði. Fívar fengu þeir fé til þess? Og hvað olli því að dollarinn féll á svarta markaðnum í Chile vikurnar fyrir valdarán- ið? Skyldi það ekki hafa verið vegna dollarastreymis til lands- ins frá Bandaríkjastjórn með milligöngu CIA? LOKAORÐ Af atburðunum í Chile má marga lærdóma draga. Islend- ingar mætm til dæmis spyrja sig þeirrar spurningar hvað þeir hafi að gera í hernaðarbanda- lagi með þeim öflum sem hvað leiðslu sem hann er hluti af. (3) Einkaeign á framleiðslu- tækjum er annarsvegar afleið- ing firrtrar vinnu, þar sem af- urðir verkamannsins eru að- eftir annað hafa sýnt sig að því að svífast einskis þegar hags- munir þeirra eru í húfi. Og á hverjum bitna svo aðgerðir hins alþjóðlega auðvalds harð- ast? Er það ekki einmitt á kúguðum og vanþróuðum þjóð- um þriðja heimsins? En hverjir hafa smtt okkur af mestri ein- lægni í barátm okkar fyrir auð- indum okkar? Eru það Banda- ríkin eða auðhringarnir fjöl- þjóðleglu? Nei, það eru einmitt hinar kúguðu og vanþróuðu þjóðir þriðja heimsins sem stynja undan oki alþjóðaauð- valdsins. Með þeim ber okkur að berjast. Ahrifamesti smðn- ingur okkar við þær þjóðir er að neita allri samvinnu við auð- valdið, hvort sem er í arðráns- tækjum þess sem á fínu máli nefnast efnahagsbandalög eða kúgunartækjum þess sem á sama fína málinu nefnast varn- arbandalög. Heimildir: Chile, Dag Har- eide, PÁX 1973; politisk revy. Þröstur Haraldsson. skildar frá honum (sjá 1. lið). Hins vegar á einkaeign þátt í því að firra vinnuna enn meir, eftir því sem framleiðslutækin verða stærri og verkamaðurinn minni og minni hluti af heild- arfcrlinu. „Einu tengslin sem verka- menn hafa enn við framleiðslu- öflin og eigin tilvemgrundvöll, þ. e. vinnan, á í þeirra augum ekki lengur neitt sameiginlegt mcð persónulegri starfsemi, og viðheldur lífi þeirra til þess eins að afskræma það". Marx, Mega I, 5, bls. 57. Maðurinn er sköpuður eigin sögu, og um leið mótast hann af umhverfi sínu. Vegna þeirra félagslegu tengsla sem eru af- urð meira og minna ómeðvit- aðrar söguþróunar og einkum vegna stéttaskiptingar og einka- eignar á framleiðslutækjum, stendur maðurinn varnarlaus gagnvart því bákni framleiðslu- tækja og stofnana sem hann hefur sjálfur skapað. Sjálf gerð [x*ssa þjóðfélagskerfis hindrar hann í að verða meðvitaður um eigin stöðu. Lítið meira en tannhjól í framleiðsluferlinu, litlu ráðandi um eigin hag, en stjórnað af yfirmönnum og ó- persónulegum reglum, sem skapast af nauðsyn framleiðslu- háttanna, finnur hann sig mátt- lausan, hatar vinnu sína og sér FÉLAGSSTOFNUN STODENTA: HÁSKÓLAFJÖLRITUN, Stúdentaheimilinu uppi, s: 22435 Annast: FJÖLRITUN VÉLRITUN LJÓSRITUN fyrir Háskóla íslands og stúdenta Opin mánudaga til föstudaga kl. 9—12,30 og 13—17 enga leið til breytinga, Þetta ástand er firring Firring er ekki eilífðarlög- mál, ekki verk vondra manna, né félagsleg óheppni eða upp- lýsingaskortur. Firring er afurð ákveðinna sögulegra aðstæðna, eiknaeignar á framleiðslutækj- um, mikillar verkaskiptingar og umbreytingar vinnuafls manns- ins og hæfileika hans í vörur. Með öðrum orðum: firring í sínu sterkasta birtingarformi er liður í ' kapítaliskum fram- leiðsluháttum, afurð þeirra og um leið nauðsynlegur þáttur í viðhaldi þessa þjóðfélagskerfis. I Ijósi þessa ágripskennda yfiriits verður það afskaplega hlálegt að fulltrúar íslenzkrar borgarastéttar í H.I., Vökupilt- arnir, sem flestir eru verðandi eða þegar orðnar praaktíserndi kapítalistar eða háttsettir starfs- menn í arðránsferlinu, skuli ætla sér að gera þau vandamál, sem varpa hvað skýrustu ljósi á mannfjandsamlegt eðli kapítal- ismans, að umtalsefni 1. des. Það hefur að vísu áður gerst að menn hafi brugðið snöru um eigin háls, og full ástæða er til að óska vinstri mönnum til hamingju með það að 900 manns hafi greitt atkvæði ann- að hvort baráttumálunum Her- inn burt — Island úr NATO eða hvatningu um að veitast gegn mannfjandsamlegum þjóðfélagsháttum borgaranna. gg Maðurinn og báknið Framhald af bls. 3. ingar í þjóðfélaginu, ekki hvað sízt með tilliti til byggðastefn- unnar. Takast verður alvarlega á við ríkisbáknið og er það eitt brýnasta verkefni framtíðarinn- ar. Koma skal á virku lýðræði á öllum sviðum þjóðlífsins, þannig að menn ætlist ekki til þess að ríkisvaldið leysi úr öll- um málum, heldur geri það sjálfir, þar sem því verður við komið. Svo mikið hefur að und- anförnu verið rætt um um- hverfismál, að litlu er þar við að bæta. Sérfræðingar telja, að iðnaðarlöndin geti ráðið við megin vandann í umhverfis- málum með því að nota hluta af eðlilegum hagvexti til vernd- ar umhverfisins. Þannig er hér um að ræða hreint hagfræðilegr atriði. Að lokum vil ég víkja lítil- lega að baráttuaðferðum Verð- andimanna. Þeir eru vissulega haldnir miklum og margvísleg- um komplexum gagnvart því, hversu fáir stuðningsmenn Vöku séu. Hér er um algjöran misskilning að ræða, og má í því sambandi benda á kosning- ar í fyrra vor þar sem Vaka hlaut yfir sex hundruð atkvæði. Verðandimenn eru haldnir mikilli þráhyggju, halda fast í sitt og japla stöðugt á því sama. Minna aðferðir þeirra um margt á aðferðir áróðursmeist- ara Hitlers, sem voru í því fólgnar að segja fólki sama hlutinn nógu oft til þess að það tryði vitleysunni. Ekki er öll vitleysa eins. En það er al- kunna að maðurinn talar oft þvert um hug sinn bæði vís- vitandi og ómeðvitað. Því er það hugsanlegt, að hinn há- þróaði Verðandimaður tuttug- ustu aldarinnar hafi ekki metið rétt stöðu sína og þarfir. En víst er um það, að þeir eru að kafna í ösku útbrunninna slag- orða. Hermang Framhald af bls. 4. tala fjálglega um varnarþörf landsins eins og afstaða þeirra mótist af röksemdum en ekki hagsmunum. Jafn afkáraleg eru skrif hernámsblaðanna, Morg- unblaðsins og Vísis, um nauð- syn hersetunnar og fréttir þeirra af björgunarafrekum dát- anna. Þessi blöð eru í eigu margra athafnasömustu her- mangaranna. Þegar ræddar eru röksemdir með og móti hersetunni verður að hafa í huga hugsmuni hlut- aðeigandi. Herstöðvarandstæð- ingar hafa engan persónlegan gróða af brottför hersins. Af- staða [xirra er Ijós: þeir telja íslendingum minnkun að her- setu og tengslum við heims- valdasinna og morðvarga, en vilja að Island fylki sér, vegna hagsmuna sinna og af siðferði- legum ástæðum, í hóp hlut- lausra ríkja þriðja heimsins sem hvarvetna heyja baráttu gegn þcim sömu heimsvaldasinnum og við veitum afnot af landi okkar. Jafnframt vilja hernáms- andstæðingar útrýma þeirri fjár- málaspillingu sem hersetan hefur leitt yfir þjóðina. — Af- staða hernámssinna á sér nokkr- ar hliðstæðar rætur: Þeir hafa beinan fjárhagsgróða af dvöl herliðsins. Hugmyndafræðilega hentar þeim vel að geta ein- angrað sósíalista sem útsendara fjandsamlegra afla og þannig veikt verkalýðshreyfinguna, höfuðfjandmann sinn. Loks er dvöl hersins trygging bæði fyrir áframhaldandi arðránsað- stöðu þeirra og völdum sem og fyrir þá erlenda auðhringa sem þeir leiða yfir landsmenn og hirða umboðsgróða af. Forystumenn hernámssinna líta lotningaraugum til risans í vestri og þess ofsagróða sem borgarastéttinni þar er skapaður með yfirgangi og arðráni í þriðja heiminum og stórfelldari sóun og eyðileggingu auðlinda en dæmi eru til um. Barátta gegn hernáminu er því þáttur í þeirri baráttu sem á sér stað um allan heim og snýst um það, hvort líf eigi að þróast á þessari jörð enn um hríð. Gestur Guðmundsson. 14 — STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.