Stúdentablaðið - 01.12.1973, Síða 15
Ávarp Sveins
Framhald af bls. 2.
NATO, í ljósi baráttu alþýðu
um allan heim gegn heims-
valdastefnunni
I apríl þessa árs gerðist það
ennfremur, að þing Æskulýðs-
sambands Islands ákvað að
gera þessi mál að höfuðbaráttu-
málum sambandsins.
Ljóst er, að námsmenn og
ungt fólk almennt, er á-
kveðnast og fljótast til í j>ess-
ari baráttu. Þannig er það um
allan heim. En hér sem annars
staðar er fólki að lærast bemr
að skilja eðli heimsvaldastefn-
unnar. Nóg eru dæmin.
Ekki alls fyrir löngu fékk
almenningur á Vesturlöndum
að heyra fréttir sem öflugustu
fjölmiðlar hafa lengi þagað
yfir. Hér á ég við nýlendustríð
portúgölsku NATO-herjanna í
Angóla Mósambik og Gínea-
Bissau.
Þess er sömuleiðis að vænta,
að þrátt fyrir tilburði ísl. vina
fasismans í Chile, í fréttamiðl-
um hér á landi, þá fordæmi Is-
lendingar valdarán herforingj-
anna, morðið á forseta lands-
ins, Salvador Allende og ó-
töldum fjölda manna, sem
framarlega höfðu staðið í bar-
áttunni gegn áhrifum banda-
rískra auðhringa og fyrir lýð-
ræði og félagslegum framför-
um, og sýni samstöðu með al-
þýðu Chile í baráttunni gegn
fasisma og heimsvaldastefnu.
Og þessa dagana fylgist fólk
með því hvernig Bandaríkja-
stjórn tekur þátt í nýlendustríði
ísraela gegn þjóðum og í
löndum Araba.
En samt er enginn vafi á
því að íslenzk alþýða hefur
dregið sína skýrustu lærdóma
og mun ávallt gera, af sinni
eigin baráttu við heimsvalda-
stefnuna.
Innrás brezka NATO-flotans
í ísl. lögsögu 19- maí s.l. opn-
aði augu þeirra Islendinga sem
sjá vilja, hverju hlutverki
NATO í raun gegnir. Var ein-
hver að tala um varnar- eða
öryggisbandalag?
Meira að segja Heimdelling-
ar hlupu til með öðrum og
hótuðu endurskoðun á aðild
íslands að NATO.
ísl. ríkisstjórnin lét hjá líða
að slíta stjórnmálasambandi við
Breta og NATO.
A sama tíma hefur heilmikið
sjónarspil verið sett á svið bæði
hér og í Lundúnum og hefur
Jósep Lúns, NATO-foringi
komið fram í ýmsum gervum.
Bretar kölluðu flotann út
fyrir 50 mílurnar, en létu fylgja
með þá hótun að inn réðust
þeir afmr, ef ísl. landhelgis-
gæzla dirfðist að snerta við
landhelgisbrjótunum. Stjórnin
mun hafa þáð þetta ógnar-
vopnahlé, meðan forsætisráð-
herra tygjaði sig til Lundúna-
ferðar.
Hann er snúinn aftur með
samkomulagsdrög, sem fela
ekki í sér viðurkenningu Breta
á fiskveiðilögsögu íslands.
Nú mun þess skammt að
bíða, að Morgunblaðið krefjist
friðarverðlauna til handa Jósep
Lúns fyrir milligöngu hans um
þetta samkomulag. Það kann
vel að vera að siðleysingjarnir
í Nóbelsnefnd Norska Stór-
þingsins, sem engan greinar-
mun gera á bandarískri heims-
valdastefnu og þjóðfrelsisbar-
átm Víetnama, verði Morgun-
blaðsmönnum sammála í þessu
sem öðm.
En ísl. alþýða hefur fengið
nóg af skollaleiknum. Hún
sættir sig ekki við það að geng-
ið verði að afarkostum Breta.
Hún á engra hagsmuna að
gæta í því að auðvelda NATO
fótfesm á íslandi. Henni er
hvorki vörn né öryggi í banda-
rískum her á Islandi.
Stéttarlegir hagsmunir ís-
lenzkrar alþýðu eru aðrir.
ÍSLAND ÚR NATO!
HERINN BURT!______________
Ræða Jóns
Framhald af bls. 2.
þeir aldrei átt erindi og við
það eiga þeir engar skuldbind-
ingar lengur. Við krefjumst
þess að íslendingar lýsi yfir
stuðningi við vinaþjóðir okk-
ar meðal nýfrjálsra þjóða og
þjóða þriðja heimsins; þar falla
saman hagræn og siðræn sjón-
armið. Og fullveldisdeginum
sýnum við mestan sóma með
því að helga honum þennan
málstað.
Ekki skal ég svo úr ræðu-
stóli fara, að ég víki ekki lítil-
lega að bákninu góða, þótt þar
sjáist lítt handaskil fyrir þoku
og froðu. Mér er þó kært að
lýsa því yfir hér, að vernd
gróðurs, aukið tillit til manns-
ins, dreifing þekkingar, mann-
fólag réttlætis og virkt lýðræði
eru meðal baráttumála Verð-
andi. Verðandi berst líka gegn
stöðnuðum stjórnvöldum og
vélvæddu mannlífi. Fjarstýrð
skoðanamyndun er líka alvar-
legt fyrirbæri að okkar dómi.
Við leggjum til að Vaka gangi
til samstarfs við okkur í bar-
áttunni gegn því, og í fyrsta
áfanga mætti hugsa sér að
breyta Morgunblaðshöllinni í
t. d. ódýrt leiguhúsnæði fyrir
verkafólk. Um malbikað borg-
arlíf er það að segja, að við
höfum ekki haft spurnir af
því, að til stæði að malbika
Reykvíkinga, en ég held að
það hljóti að vera vont að láta
malbika sig, sérstaklega ef not-
aðir eru þessir stóru og þungu
valtarar. En þar sem ég er úr
sveit, þykir mér vænt um mal-
bik, því að Bísleifur hefur
sagt, að gróðurinn elti malbik-
ið. Mér er kunnugt að almenn-
ur áhugi er hjá bændum að
malbika ofbeittar afréttar sín-
ar. Það er að vísu dýrt að
klæða landið á þennan hátt, en
afurðirnar aukast og við vitum
líka, að báknið lánar stundum
fé mönnum, sem hafa meira
umleikis en svo, að þeir geti
staðið undir því af sjálfsdáð-
um. En þeir hinir sömu geta
þá sagt eins og Loðvík 14.:
Báknið, það er ég.
Pham Van...
Framhald af bls. 10.
Gagnvart okkar fólki, þá hef-
ur baráttan fyrir kröfunni um
að allir aðilar virði nákvæm-
lega og framfylgi samvizku-
samlega Parísar-samkomulag-
inu; ennfremur það markmið
að skapa hin ótvíræðu skilyrði
til friðsamlegrar endursamein-
ingar landsins. Ef um verður
að ræða frið, þjóðlegt sjálf-
stæði, lýðréttindi og samlyndi
þjóðarinnar, þá mun friðsam-
leg endursameining Víetnam
eiga sér stað.
VÍETNÖMSK ÆSKA
SLÁANDI AFL
í stuttu máli þá eru mark-
miðin fjögur í baráttu víet-
nömsku þjóðarinnar nú þessi:
a) Að verja og styrkja frið-
inn.
b) Að reisa sósíalisma í
norðri og efla Alþýðulýðveldið
Víetnam á öllum sviðum.
c) Að leiða til lykta hina
þjóðlegu, lýðræðislegu byltingu
í suðurhluta Víetnam, og:
d) Að sækja fram til frið-
samlegrar endursameiningar
Víetnam.
I föðurlandssinnuðu mót-
spyrnustríði okkar gegn árás
Bandaríkjanna, hefur víet-
nömsk æska alltaf verið
sláandi afl; stöðugt reiðu-
búin að takast á hendur öll
torveld og sæmdarfull verk-
efni. Núna, í endurreisn hins
stríðseydda lands, heldur sigur-
sæll kraftur hennar áfram að
vera sláandi afl í uppbyggingu
sósíalisnians í norðurhluta
Víetnam.
Æskan er afl, sem land okk-
ar og ríki getur treyst á. Við
erum þess fullviss að ungir
Víetnamar munu ásamt með
öðrum landsmönnum ná at-
hyglisverðum árangri á öllum
sviðum; framleiðslu, námi og
undirbúningi fyrir baráttu,
og leggja þannig af mörkum
sinn verðuga skerf til málstað-
ar hinnar þjóðlegu byltingar.
Víetnamska þjóðin hefur í
baráttu sinni gegn bandarísku,
heimsvaldasinnuðu árásar-
mönnunum ávallt notið sam-
úðar og stuðnings sósíalísku
bræðralandanna, og vina sinna
í heimsálfunum fimm, þar með
talda æsku heimsins. Þessi
samúð og stuðningur var mik-
ilvægur þáttur, sem stuðlaði að
okkar nýlega, sögulega sigri.
Víetnamska þjóðin er sannfærð
um, að í baráttunni fyrir því,
að verja friðinn, byggja upp
sósíalisma í Alþýðulýðveldinu
Víetnam, ná fullu sjálfstæði
og lýðræði í Suðrinu, sækja
fram til friðsamlegrar endur-
sameiningar Víetnam. fyrir
því að reisa friðsælt, endur-
sameinað, sjálfstætt, lýðræðis-
iegt og velmegnandi Víetnam
og að leggja fram sinn skerf til
varnar friði í Suð-Austur-Asíu
og heiminum, þá munum við
halda áfram að njóta öflugs
stuðnings og gífurlegrar og á-
hrifamikillar aðstoðar hinna
bróðurlegu sósíalísku landa,
framsækinna þjóða um allan
heim og hinna sterku afla
æsku og stúdenta um gervallan
heim. (Oopinber þýð. — srh)
Ógnarlæti
Framhald af bls. 5.
inu í Indókína. Obeint hafa
þau öfl sem að baki þessum
her standa, stuðlað að valda-
ráninu í Chile og ótal öðrum
fasistabyltingum um allan
heim. Og æðsti yfirmaður hers-
ins, Richard Nixon, er yfirlýst-
ur misindismaður og lygari sem
fáir trúa eða treysta.
A meðan íhaldið syngur
NATO lof og prís, situr af-
kvæmi þess, fasistaklíkan
gríska, í sínum sess og beitir
þjóð sína kúgun og ofbeldi.
Portúgalska einræðisstjórnin
rekur grimmileg nýlendustríð,
og sjálfir þekkjum við Islend-
ingar NATO-„verndina" af
eigin raun úr þorskastríðinu.
Hvers konar menn vilja eiga
svona vini?
Hvers konar menn vilja
svona verndara? Hvers konar
menn?
HASICOLA
STÚDENTAR
AFSLATTUR
Notfærið ykkur hin sérstöku kjör, sem við bjóðum
háskólastúdentum einum.
Við veitum ykkur 10% afslátt af öllum viðskiptum við
verzlanir okkar gegn framvísun skírteinis.
TI'ZKUVERZLUN LAUGAVEGI 47 SÍM117575
Coctailsósa &sinnepssósa
Cocktailsósa: f2 dl af tómatsósu í dós af sýrÓum
rjóma.
Sinnepssósa: 2 msk af sinnepi í dós af sýróum
rjóma.
Gott meó fiski, pylsum, hamborgurum, steiktu
kjöti, kjúklingum, kryddsíld, humar, rœkju o.fl.
MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK
1 CREME
í FRAICHE
STÚDENTABLAÐIÐ — 15