Stúdentablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 16
NATO OG HEIMS
VALDASTEFNAN
Vilji maður gera sér grein
fyrir heimsvaldastefnunni er
nærtækast að leita til hinnar
alþýðlegu skýringar sem V. I.
Lenin gaf á henni í riti sínu
Heimsvaldastefnan, hæsta stig
auðvaldsins (19l6). I þessu frá-
bæra og aðgengilega riti gefur
hann eftirfarandi skýringu:
„Heimsvaldastefnan er tíma-
bil fjármálaauðvalds og einok-
unar, sem allsstaðar ryður braut
yfirdrottnun en ekki frelsi. Af-
leiðing þessarar tilhneigingar er
afturhald á öllum sviðum, við
hvaða sjórnmálafyrirkomulag
sem er, og enn frekari aukn-
ing ríkjandi andstæðna á þessu
sviði. Einkanlega fer í vöxt
þjóðerniskúgun og ásókn eftir
landvinningum, þ.e.a.s. skerðing
á þjóðfrelsi (því að landvinn-
ingar eru ekkert annað en
skerðing á sjálfsákvörðunarrétti
þjóða)." (bls. 160).
Þessi skýring á eðli heims-
valdastefnunnar er enn í fullu
gildi. En hér verður fyrst og
fremst fjallað um bandarísku
heimsvaldastefnuna sem er höf-
uðóvinur mannkynsins nú á
tímum.
í bók sinni Agonie de l’Indo
chine gefur franski hershöfð-
inginn Navarre prýðisgóða
mynd (e.t.v. alveg óvart) af
aðferðum bandarísku heims-
valdastefnunnar í Indókína*.
Þar segir hann (bls. 331):
„Nú 'einbeita Bandaríkin sér
að breska heimsveldinu og þó
sérstaklega okkar (franska)
heimsveldi, en með breyttum
aðferðum. Þau „aðstoða" ný-
lenduþjóðirnar. Þau reisa her-
stöðvar í löndum þeirra. Þau
senda þangað óteljandi sendi-
nefndir, á sviði hernaðar, efna-
hags, utanríkisþjónustu, menn-
ingar, trúmála og búa þær gild-
um sjóðum. Þau sýna hvernig
lífið mundi verða betra og auð-
veldara — í það minsta fyrir
leiðtogana — í „frjálsri" um-
gengni við Bandaríkin, frem-
ur en undir drottnun okkar.
Við öll tækifæri sem gefast,
tjá þeir samúð bandarísku þjóð-
arinnar með vonum nýlendu-
þjóðanna og um leið andúð á
okkur. Á kerfisbundinn hátt
hvetja þeir áfram alla and-
stæðinga okkar. Þeir kalta
Sameinuðu þjóðirnar sér til
bjargar, cf nauðsynlegt reyn-
ist Smám saman ýta þeir okk-
ur burt. Þeir koma í staða okk-
ar, en á nær ósýnilegan hátt
sem er aðeins mögulegur fyrir
tilstilli dollaravaldsins. Það er
enginn landstjóri, enginn lands-
fógeti, en það er til staðar
sendiherra Bandaríkjanna, og
án hans leyfis er ekki hægt að
gera neitt. Þjóðirnar halda að
þær séu frjálsar, vegna þess að
stjórnvöld eru af þeirra eigin
kynstofni, en þær sjá ekki að
*Navarre var yfirhershöfðingi
franska heraflans í Indókína á
árunum 1953—54, þess her-
afla sem beið ósigur fyrir þjóð-
frelsisherjunum í Vétnam við
Dien Bien Phu 7. maí 1954.
valdhafarnir eru gjörsamlega
háðir áhrifum peninga, eru að-
eins leppar Bandaríkjanna."
HERNAÐAR-
BANDALÖG USA
Hið heimsvaldasinnaða eðli
einokunarauðvaldsins kemur í
ljós í samningum Bandaríkj-
annaa við önnur ríki. Þannig
er NATO samningurinn aug-
ljóst tæki bandarískrar heims-
valdaastefnu; önnur, fjórða og
sjöttá gr. samningsins tala
einna skýrasta máli um það.
Með þessum greinum tryggja
en þó einkum hernaðarlega að-
stöðu í aðildarlöndunum.
Þetta fyrirkomulag Banda-
ríkjanna að stofna til hernaðar-
bandalags er á engan hátt
bundið við NATO-ríkin ein. Á
sama tíma og McCharty-isminn
tröllreið bandarísku þjóðfélagi
og kaldastríðsáróðurinn var í
hámarki stóð Bandaríkjastjórn
fyrir stofnun hernaðarbanda-
laga um alla jarðarkringluna.
Sérstök áhersla var lögð á „að
girða af" hinn sósíalíska heims-
hluta.
Þannig settu þeir á laggirnar
NATO 1949 (14 aðildarríki).
SEATO (Suðaustur-Asíu banda-
lagið' var stofnað 1954 með
aðild 7 ríkja (USA, Bretland,
Frakkland, Ástralía, Thaíland,
Filippseyjar og Pakistan) stuttu
eftir að samningarnir um Víet
Nain voru gerðir, (sem Banda-
ríkjastjórn neitaði að undirrita).
CENTO (Mið-Asíu bandalagið)
varð til upp úr Bagdað-banda-
laginu (stofnað 1955) með að-
ild Bandaríkjanna, Stóra-Bret-
lands, Tyrklands, Irans, Pakist-
an og Iraks. (Irak sagði sig úr
bandalaginu 1959 og þá var
nafninu breytt í CENTO). AN-
ZUS heitir enn eitt hernaðar-
bandalagið sem Bandaríkin
komu á laggirnar á svipuðum
tíma en x því eru aðeins 3 ríki,
Ástralía og Nýja-Sjáland auk
USA. (Athyglisvert er að virða
fyrir sér á heimskorti staðsetn-
ingu þessara bandalaga sem
umkringja Sovétríkin, Austur-
Evrópu og Kína).
Auk þessara samninga við
fjölda ríkja í öllum heimsálf-
um fyrst og fremst í þeim til-
Baráttusamkoma
í Háskólabíói
1. des. kl. 2
Tveggja tíma samfelld dagskrá undir einkunn-
arorðunum:
ÍSLAND ÚR NATO — HERINN BURT
Ræðumaður: VÉSTEINN LÚÐVÍKSSON.
Fjölmennið og sýnið samstöðu í verki.
1. des. nefnd
gangi að halda við lýði aftur-
haldsstjórnum sem eru um leið
undirgefnar Bandaríkjunum, og
þjóna í einu og öllu hagsmun-
um einokunarauðvaldsins. Hét
má nefna sem dæmi Suður-
Kóreu, Formósu, Saigon-stjórn-
ina o.s.frv. Suður-Ameríka
slapp að sjálfsögðu ekki, þrátt
fyrir landfræðilega fjarlægð
sína frá hinum sósíalíska heims-
hluta. Enda var hér verið að
treysta í fyrsta og síðasta lagi
stöðu bandarísku auðhringanna
með hervaldi. Það var þegar
árið 1947 sem OAS var sett á
laggirnar sem „varnarsamfélag"
20 ríkja.
Oll þessi bandalög eru al-
gerlega sambærileg við NATO.
I sáttmálunum eru ákvæði um
að þau skuli jafnt verjast vopn-
aðri árás utanfrá sem og innan-
frá. M. ö. o. bandalögum þess-
um er ekki hvað síst beint
gegn þjóðfrelsisöflum í aðild-
arlöndunum sjálfum. I dag eru
Bandaríkin með um 3000 her-
stöðvar um allan heim og
meira en ein milljón banda-
rískra hermanna eru utan
Bandaríkjanna sjálfra. Banda-
ríski sagnfræðingurinn David
Horowitz hefur kallað umrædda
stefnu Bandaríkjanna „herkvía
stefnuna", sem lýsir sér í þeirri
viðleitni að „setja hinn komm-
úníska heim í herkví" og
hindra sigur þjóðfrelsishreyf-
inga í löndum sem eru innan
hins bandaríska áhrifasvæðis.
EKKl „MISTÖK"
EÐA „GEÐBILUN"
Árásarstríð Bandaríkjanna í
Indókína er þess vegna ekki
nein „mistök" eins og oft er
reynt að láta í veðri vaka, né
stafa heldur ógnarloftárásir
Bandaríkjanna nú síðustu vik-
urnar af „geðbilún" Nixons.
Bandaríkin hófu árásarstríð
sitt í Indókína til að viðhalda
efnahagslegum ítökum sínum
í Suðaustur-Asíu, — auðlind-
unum (tini, olíu, gúmmíi o.fl.)
—• markaði fyrir eigin offram-
leiðslu og hernaðarlegri að-
stöðu í samræmi við fyrr-
greinda herkvíastefnu. Itök
þessi voru sannarlega í hættu
eftir að Víetnamar höfðu unn-
ið sigur á frönsku herjunum.
(Bandaríkin höfðu reyndar
staðið undir 80% af stríðs-
kostnaði Frakka allt frá árinu
1950).
Með tímanum hefur Víet-
namstríðið fengið annað og
mikilvægara inntak. C. L. Sulz-
berger lýsti því svo í New
Framhald á 13. síðu.
FRÓM ÓSK
„Sú væri einmitt hin mesta hætta sem að Islandi gæti
steðjað að skammsýn Bandaríkjastjórn (þeir geta verið
óheppnir með stjórn eins og aðrir) teldi samkvæmt
samningum skylt að láta undan óviturlegum óskum ís-
lenskra stjórnvalda um heimkvaðningu varnarliðsins.
Þá gæti þess verið skammt að bíða að úti væri um Is-
land.“
Morgunblaðið 25. ágúst 1970; Kristján Albertsson,
helsti sérfræðingur Morgunblaðsins og Sjálfstæðis-
flokksins í utanríkismálum um áratuga skeið.
(Minnist einhver bréfaskrifa rússadindla í Tékkó-
slóvakíu fyrir innrásina 1968?)
16 — STÚDENTABLAÐIÐ