Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.09.2009, Blaðsíða 24
20 22. september 2009 ÞRIÐJUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Þriðjudagur 22. september 2009 ➜ Tónleikar 17.00 Pawel Panasiuk sellóleikari og Agnieszka Panasiuk píanóleikari verða með tónleika í Salnum við Hamraborg í Kópavogi. Á efnisskránni verða verk eftir m.a. Chopin, Rachmaninoff, Þorkell Sig- urbjörnsson og Sigfús Halldórsson. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika á Vagninum á Flateyri. Húsið verður opnað kl. 20. 21.30 Tónlist- armaðurinn Koi heldur útgáfu- tónleika ásamt hljómsveit á Batteríinu við Hafnarstræti 1- 3. Húsið verður opnað kl. 21 og aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Ágúst Þór Árnason flytur erindi um hvort hrunið gefi tilefni til endurskoð- unar á markmiðum í skólastarfi. Fyrirlest- urinn fer fram í Háskólanum á Akureyri (L 201) í Sólborg við Norðurslóð. ➜ Sýningar Hópur listamanna hefur opnað sýninguna „Lýðveldið við lækinn“ í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar í Þrúðvangi við Varmá í Álafosskvos. Opið daglega kl. 14-18. Í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð) hefur verið opnuð sýning á verkum Lisu K. Blatt. Opið alla virka daga kl. 10-19 og um helgar kl. 13-17. ➜ Fjölskyldumorgnar Í Gerðubergi (Gerðuberg 3-5) er boðið upp á samverustund á bókasafninu fyrir fjölskyldur með börn á aldrinum 0-6 ára kl. 10.30-11.30. Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir. Nánari upplýsingar www. gerduberg.is. ➜ Leikrit 18.00 Leikhópurinn Kraðak sýnir verkið „Let‘s talk local - Reykjavík“ á Rest- aurant Reykjavík við Vesturgötu 2. Þar er rakin saga Reykjavíkur frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin fer fram á ensku og er sýnd alla daga kl. 18. ➜ Málþing 12.00 Sagnfræðingafélag Íslands held- ur málfundinn „Hugvísindi á kreppu- tímum“ með þátttöku menntamála- ráðherra, Viðars Hreinssonar og Írisar Ellenberger. Nánari upplýsingar www. sagnfraedingafelag.net. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Námskeið 20.15 Námskeiðið „Sögu- leg skrif fyrir almenning“ hjá Endurmenntun HÍ hefst í kvöld. Leiðbeinandi er Illugi Jökulsson. Námskeiðið er öllum opið og fer fram að Dunhaga 7. Nánari upplýsingar á www. endurmenntun.is. ➜ Kvikmyndir Kvikmyndavika tengd kreppu, kakki og kvótabraski hjá Kvikmyndasafninu til 26. sept. Sýningar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www. kvikmyndasafn.is. 20.00 Sýnd verður kvikmynd Ásdísar Thoroddsen „Ingaló“ frá árinu 1993. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Tékkneski leikstjórinn Mil os Forman er staddur hér á landi á vegum RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík. Á blaða- mannafundi í gærdag upp- lýsti Forman að hann hafi ætlað að gera kvikmynd á Íslandi. Milos Forman hlaut heiðursverð- laun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar, en hann er einn fjögurra núlifandi leikstjóra sem tvívegis hafa hlot- ið Óskarsverðlaunin sem besti leikstjórinn, þau hlaut hann fyrir kvikmyndirnar Gaukshreiðrið og Amadeus. Þrjár kvikmyndir For- mans verða sýndar á kvikmynda- hátíðinni í ár. Forman kom til landsins á sunnu- daginn og mun þetta vera í fyrsta sinn sem hann sækir Ísland heim. „Ég varð heillaður af landslag- inu strax á leið frá flugvellinum. Íslendingum finnst landslagið ef til vill ómerkilegt en mér fannst þetta alveg einstakt,“ sagði hann á blaðamannafundi sem haldinn var á Hótel Plaza í gær. Kvikmyndir Milosar Formans fjalla gjarnan um persónur sem hafa orðið undir í samfélaginu en berjast gegn kúgun og yfirvaldi. Hann segir að æskuárin í fyrr- um Tékkóslóvakíu hafi haft mikil áhrif á persónusköpun sína. For- eldrar hans létust í útrýmingar- búðum nasista og sjálfur flúði hann til Bandaríkjanna á tímum kommúnistastjórnarinnar. „Ég gat ekki snúið heim því ég vissi að ef ég færi heim aftur þá fengi ég ekki að gera kvikmyndir. Síðasta kvikmyndin sem ég hafði gert heima, Veisla slökkvi- liðsmannanna, hafði verið bönnuð af stjórninni þannig að ég vissi að það var engin von fyrir mig þar.“ Forman segist ekki hafa fylgst sér- staklega með íslenskri kvikmynda- gerð undanfarin ár en vonar að hann fái mynddiska með sér heim. „Miðað við þann fjölda kvikmynda sem framleiddar eru hér árlega þá virðist íslensk kvikmyndagerð vera mjög kraftmikil, sérstaklega miðað við fólksfjölda.“ Forman segist hafa viljað gera kvikmynd hér á landi um skákina milli Bobby Fisher og Boris Spassky með þeim sjálfum í aðalhlutverki. „Spassky var tilbúinn til að taka að sér hlut- verkið en eftir að hafa rætt við Fis- her þá áttaði ég mig á því að hann mundi aldrei láta að stjórn né hafa agann sem þarf til að leika í kvik- mynd. Ég ákvað því að hætta við verkefnið.“ Sérstök viðhafnarsýning á Gaukshreiðrinu verður klukk- an 20.00 annað kvöld í stóra sal Háskólabíós. Milos Forman mun auk þess svara spurningum áhorf- enda að sýningu lokinni. sara@frettabladid.is Vildi gera mynd á Íslandi MARGVERÐLAUNAÐUR LEIKSTJÓRI Milos Forman hefur á ferli sínum hlotið flest þau verðlaun sem kvikmyndagerðarfólki getur hlotnast. Hann ræddi við blaðamenn á fundi á Hótel Plaza í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þriðjudagur, 22. september Tuesday, September 22nd Slökkviliðsstjórinn er að hætta, 86 ára gamall og veikur af krabbameini. Til heiðurs honum slá slökkviliðsmennirnir upp mikilli veislu. Öllum bænum er boðið en hlutirnir fara fljótt úr böndunum. Þetta var síðasta mynd Formans í hans gamla heimalandi, Tékkóslóvakíu. Slökkviliðsveislan í Háskólabíó Q&A með Milos Forman kl. 18:40 13:00 Vinnukonan Hellubíó 14:00 Barnastuttmyndir Norræna húsið Íslenskar stuttmyndir 1 Hafnarhúsið 16:00 Byltingarstúlkan, Louise Michel Iðnó Sannleikurinn um kjötheiminn Norræna húsið Ríki bróðirinn Hafnarhúsið Bjarnargreiði Háskólabíó 3 16:40 Ég drap mömmu Háskólabíó 2 17:00 Eamon Háskólabíó 1 18:00 Kæri Zachary Iðnó Dansandi skógur Norræna húsið Gleymd Hafnarhúsið Antoine Hellubíó Óumbúin rúm Háskólabíó 3 Ætti ég virkilega? Háskólabíó 4 18:40 Slökkviliðsveislan Háskólabíó 2 19:00 Vofan Háskólabíó 1 20:00 Stolið: Manifestó rímixarans Iðnó Hádegisverður um miðjan ágúst Norræna húsið Börnin í eldinum Hafnarhúsið Blessun Háskólabíó 3 Fæddur handalaus Háskólabíó 4 20:40 Bráðna / Dularöfl Snæfellsjökuls Háskólabíó 2 21:00 Ameríski geimfarinn Háskólabíó 1 Bílabíó - Með allt á hreinu Norræna húsið 22:00 Tónlistarstuttmyndir Iðnó Skjannabirta: Þegar andi og efni mætast Norræna húsið Önnur reikistjarna Háskólabíó 3 Mennirnir á brúnni Háskólabíó 4 22:20 Aðdáendur kúrekasýningarinnar Hellubíó 22:40 Sori í bráðinu Háskólabíó 1 Galopin augu Háskólabíó 2 16 16 16 16 L L L L 16 16 16 V I P V I P 10 12 L L L L L DISTRICT 9 kl. 5:50 - 8 - 10:30 DISTRICT 9 kl. 8 - 10:30 BANDSLAM kl. 5:45 - 8 - 10:20 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:30 UP M/ Ensk. Tali kl. 8 - 10:20 UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50(3D) UPP M/ ísl. Tali kl. 5:50 DRAG ME TO HELL kl. 10:30 THE PROPOSAL kl. 8 THE PROPOSAL kl. 5:50 HARRY POTTER 6 kl. 5 HANGOVER kl. 5 tilboð 350 kr! DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 FINAL DESTINATION 4 (3D) kl. 8:30 - 10:30 BANDSLAM kl. 6 WHALE WATCHING MASSACR kl. 8:30 - 10:30 UPP M/ ísl. Tali kl. 6(3D) UP M/ Ensk. Tali kl. 6(3D) DISTRICT 9 kl 8 - 10:20 BANDSLAM kl. 5:40 - 8 WHALE WATCHING MASSACRE kl. 10:20 UPP M/ ísl. Tali kl. 5:40 HTTP://FACEBOOK.COM/BIOMYNDIR 16 16 ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í SAMBÍÓUNUM Í DAG KR. 500 GILDIR EKKI Í VIP, Á ÍSLENSKAR MYNDIR OG Á MYNDIR Í 3D L L NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 14 16 16 16 L L L THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 THE UGLY TRUTH LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 INGLOURIOUS BASTERDS kl. 5 - 8 - 10 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 (950) ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.45 AGE OF STUPID kl. 8 SÍMI 462 3500 THE UGLY TRUTH kl. 6 - 8 - 10 FINAL DESTINATION kl. 6 - 8 - 10 14 16 SÍMI 530 1919 14 16 16 16 16 THE UGLY TRUTH kl. 5.45 - 8 - 10.15 BEYOND REASONABLE DOUBT kl. 5.40 - 8 INGLORIOUS BASTERDS kl. 6 - 9 HALLOWEEN 2 kl. 10.20 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 SÍMI 551 9000 H.G.G, Poppland/Rás 2 600 48.000 MANNS!AÐ EIN S 10 DA GAR EFT IR! 17. - 27. september Miðasala hafin í Eymundsson, Austurstræti. Nánari upplýsingar á riff.is STÚLKAN SEM LÉK SÉR AÐ ELDINUM FRUMSÝND 2. OKTÓBER Uppgötvaðu ískaldan sannleikann um karla & konur. Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! ATH: Gildir ekki í Lúxus - bara lúxus Sími: 553 2075 THE UGLY TRUTH kl. 6, 8 og 10.10 12 THE FINAL DESTINATION 3D kl. 10(POWER) 16 INGLORIOUS BASTERDS kl. 6 og 9 16 MY SYSTERS KEEPER kl. 5.50 og 8 12 ÞRIÐJUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR TILBOÐ Á A L L A R M Y N D I R POWERSÝNING KL. 10.00 500 kr. 500 kr. 500 kr. 850 KR. Í 3D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.