Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 5

Stúdentablaðið - 24.11.1980, Blaðsíða 5
Stúdentablaðið r Ivar Jónsson: Leigu- verkfall á stúdentagörðunum! Leigustríð Félagsstofn- unar Stúdenta (F.SJ og Hagsmunafélags Garðs- búa er enn i fullum gangi þó segja megi að það sé komið stig kotgrafahern- aðar. Hnútur ganga á milli manna en litil hreyfing á málum. l 'stutt máli er deilan þessi: Fjármálará&uneytiö, meö Alþýöubandalagsmanninn Þröst Ólafsson i broddi fylkingar, hefur neytt nefndarálit upp á stúdenta sem i raun ræöur verölags- ákvöröunum stofnunarinnar. Samkvæmt álitinu á leiga aö standa undir rekstrarkostnaöi garöanna og afskriftum. Gangist Félagsstofnunin ekki undir þessa verölagsstefnu á hún á hættu aö rikisframlagiö til hennar veröi skert eöa a.m.k. aukist ekki i framtiöinni. Völdin eru þannig ekki i höndum stúdenta heldur rikisvaldsins og málaliöa þess. Forréttindi að búa á Garði? Stjórn F.S. hefur tekiö þá af- stööu aö leiga standi undir rekstr- arkostnaöi, afskriftum og viö- haldi eins og nefndarálitiö gerir ráö fyrir. Leiga fyrir september- manuö var ákveöin 30 þús Ragn- ar Árnason formaöur stjórnar F.S. og flokksbróöir Þrastar Ól- afssonar, lagöi fram tillögu 12. sept. aö leiguverö yröi 45 þús. „Taldi hann það til ákveöinna forréttinda aö búa á garöi, ekki ætti einnig aö styrkja stúdenta sem þar búa” (úr fundargerö stjórnar F.S.). Garösbúar mótmæltu leigu- hækkuninni strax harölega og vildu ekki sætta sig viö hærri leigu en 24 þús. og bentu á hversu báglegt ástand garöanna er og aö aöeins er löglegt aö miöa hækk- anir viö visitölu húsnæöiskostn- aöar. A fundi meö garösbúum skoraði Ragnar Arnason á gerö- inga aö farara i mál viö F.S. Hagsmuna-félag Garösbúa (H.G.) leitaði til Leigjendasamtakanna Stunda Allaballarnir sósialtska rekstrarstefnu I málefnum F.S.? (L.S.) og i samráí.; viö lögfræöing L.S. töldu þessir aC>!ar leigu- hækkunina ólöglega. L.S. fyrir hönd garösbúa, óskuöu eftir áliti Húsaleigunefndar Reykjavikur sem er umsagnaraöili um slik deilumál. óskaö var eftir aö for- maöur nefndarinnar viki af fundi meöan nefndin tæki mál garöbúa fyrir, enda er hann starfandi framkvæmdastjóri leigusalans F.S. Stjórn SHi andvig stefnu SHi Stúdentaráö tók leigumálin Góður sön&ur Enn kemur plata meö Hauki Morthens — Lltiö brölt og er gefin út af Steinar h.f. Tónlistin er eftir Jóhann Helgason, textar einnig flestir, en Kristján frá Djúpalæk, Þorsteinn Erlingsson, Matthias Jochumsson og Jón Sigurösson eiga sinn textann hver. Undirleik annast Mezzoforte ásamt nokkr- um hljóöfæraleikurum til viöbót- ar. Einu sinni var... A undanförnum árum hafa komiö út nokkrar endurútgáfur á lögum, aöallega tónlist sem Islenskir Tónar og Fálkinn gáfu út á sinum tima. Þau lög frá sjötta áratugnum sem þar er aö finna,eru flest bæöi betur sungin og leikin, en það moö sem er aö finna á islenskum plötumarkaöi i dag. A þvi timabili var Haukur Morthens leiöandi meöal islenskra dægurlagasöngvara og átti firnagóöa spretti i mörgum lögum; Kaupakonan hans Gisla i Gröf, Ég er farmaöur fæddur á landi, 1 faömi dalsins, Þrek og tár, Rokk Calypso i réttunum o.fl. o.fl. Fyrir utan þaö aö syngja djasskennd dægurlög af mikilli færni, þá söng hann ýmis þekkt erlend djasslög, s.s. S’Wonderful á 12 laga plötu sem Jörn Grauen- gaard útsetti. Haukur kunni þá list aö nota ryþmasveitina, ,,aö liggja ofan á kompinu”, eins og einn sérfræöingur vor oröar þaö. Þá haföi hann góöan textafram- burö, skýran og greinilegan. Áheyrilegur söngur A plötunni „Litiö brölt” kemur i ljós aö Haukur hefur alls ekki tapaö rödd sinni eöa hæfninni til aö nota undirleikinn á réttan máta. Söngurinn á plötunni er áheyrilegur og gamlir abdáendur geta fundiö fyrir sælukenndum hrolli, Hauksfilingnum góöa, á ýmsum stööum. Undirleikur Mezzoforte og annarra aöstoöar- manna er ab mestum hluta til ágætur, þétt handverk. Engu aö slöur heföi maður kosið aö þeir heföu á stundum gefiö sveiflunni séns, bæöi lögin og söngurinn gefa sums staöar tilefni til þess. Illa hnoðaður leir Það sem sist er við þessa plötu eru textarnir. Menn eru frá siðustu áratugum vanir inni- haldslausu hnoði, en ég held aö textagerð Jóhanns Helgasonar (ásamt Jóni Sigurössyni, af- kastamiklum leirsmiö, i einu til- vikinu) slái öll fyrri met. Þemun eru tvö, annars vegar hið al- ræmda Þú og ég minni, og hins vegar illa útfærö heimþrá. Þessu tvennu er svo gjarna slegiö sam- an i eitt: Ég hugsa heim/ þegar sól á himni hlær / meöan mildur sunnan blær/ strýkur viömjúkt vanga minn / Ég hugsa heim / er ég dvel þér löngum frá / bak viö fjöllin / fagurblá / einn i útlegö una má /. Eins úir og grúir af hreinum málvillum: / Ef að þilj- ur gætu talað / — þar mun átt við þil (nh.ft.), þil, (þf.ft.), þiljum (þgf.ft.), þilja (ef.ft.) Eöa: / Sveitin milli anda var mitt ævin- týr / lék ég löngum dátt viö minar ær og kýr / ofurlitill snáði ég var ljós og hýr / ó hve ár og dagar liöa flótt /. 1 textunum flýtur hláleg oröa- röð yfir alla bakka: / en ætiö upp i huga mér skaut minningunni um þig / og hún ekki i friöi lætur mig /. Eða: / Oft einn ég sit og hugsa á kvöldin / hvort lif sé eftir ævidag / og fyrr en svefninn tekur völdin / mig tekur strax að dreyma þaö /. Þessi textagerð er i fáum orð- um sagt samhengislaust bull og sýnir að höfundur hefur enga máltilfinningu, ónýtt brageyra og þar sem átakanlegast, er sýnir al gjöran skort á hugsun. Eöa hvaö er hægt aö segja um svona texta: Er úti næöa dimmar nætur / og vindar gnauöa gluggum I / Þá einatt ungabarniö grætur / Þú fyllir pela þess á ný / Og þá það brosir til þin /. Þegar svo er komið að næturnar eru farnar aö næða, þá segi ég pass. Góð og vond Eins og að framan greinir er þessi plata bæöi góö og vond. A henni er aö finna ýmis áheyrileg dægurlög, vel sungin. Þeir sem geta hlustaö án þess aö heyra textana ættu aö geta unað vel viö þessa plötu. En skýr textafram- buröur Hauks gerir skáldinu ær- inn óleik, sem og þeim sem ekki er nákvæmlega sama um meö- ferð máls. Haukur Morthens á eftir að gera eina plötu enn, aö minnsta kosti, það er plata fyrir þá aödá- endur hans sem hrifust af söng hans á lögum sjötta áratugsins — þar sem sveiflan var ekki sniö- gengin. Þá væri viö hæfi aö fá djassleikara (ekki djassrokkara) til aö annast undirleik. Og ekki myndi spilla aö fá sem textasmiö einhvern þann sem mælandi væri á islensku og gæti þar aö auki hugsaö. Viö biöum eftir þeirri plötu. Tómas Einarsson fyrir 24. sept. og samþykkti stefnu garösbúa, 24. þús. Stjórn SHl vildi reyna málamiðlun og samþykkti á fundi sinum 1. okt. tillögu um 30 þús. króna leigu fram til áramóta, en 35 þús. á vormisseri. Jafnframt var stefna stjórnarinnar sú aö i framtiðinni (eftir 1984) myndi leigan standa undir rekstrarkostnaöi, afskrift- um og viöhaldi. Þannig taldi hún sig gæta best hagsmuna stúdenta i heild. Hugsunin mun vera sú aö með þessu er komiö I veg fyrir að fe sé flutt úr vösum allra stúdenta i vasa tiltölulega fámenns hóps. A fundi SHl þennan sama dag var málinu frestaö þar til ýtarlegri gögn lægju fyrir um máliö. Meö þvi aö gangast þannig undir verðlagsstefnu fjármálaráöu- neytisins (sem stangast á viö lög, sbr. siöar i grein þessari) hafa vinstrimenn breytt stefnu sinni. Vinstrimenn hafa á undanförnum árum viljaö miöa leiguna viö raungildi hennar á árunum 1970-75. Leigan hefur aldrei staöið undir kostnaöi viö rekstur garð- anna og þjónusta viö garöbúa var mun meiri á árum áöur. Leigu- hækkun umfram visitöluhækkun er áras á kjör stúdenta. Eðlileg- ast væri fyrir vinstrimenn að berjast fyrir húsaleigustyrkjum fyrir lágiaunahópa og taka þann- ig höndum saman viö verkalýðs- samtökin og alþýðufólk. Slik stefna má þó ekki taka á sig form sem fela i sér árás á einstaka hópa stúdenta. Slikt myndi gerst ef gengiö væri út frá draumsýn- um um aö á næstunni fáist húsa- leigustyrkir til F.S. án átaka og baráttu. Stjórn F.S. samþykkti leiguhækkun úr 18000 I 45000 meö 15000 kr. afslætti til áramóta. Hækkuninni var hleypt i gegn meö atkvæðum aðeins tveggja stjórnarmanna (fulltrúa háskóla- ráðs og menntamálaráöuneytis). Aðeins einn fulltrúi stúdenta greiddi atkvæöi gegn hækkuninni, hinir tveir sátu hjá. Róttæk rekstrarstefna A árunum 1970—78 var rikis- framlagið til F.S. jafnt og þétt skorið niður. Veturinn 1976/77 breyttu vinstrimenn stefnu sinni i F.S. og tóku upp „róttæka rekstr- arstefnu”. Hætt var við að skera niður þjónustu viö stúdenta i sam- ræmi viö niðurskurð rikisfram- lagsins. Þess i staö var hætt á að F.S. færi i greiðsluþrot. Arangur- inn varð sá aö vandamál F.S. vöktu mikla athygli i fjölmiðlum, ráðstefnur voru haldnar með full- trúum rikisvaldsins og nefnd var skipub til aö fjalla um framtiö F.S. Niðurstöður nefndarinnar birtust 1979 og fólu i sér verulega aukningu á rikisframlaginu. Þessu nefndaráliti tóku vinstri- menn meö öllum þeim ágöllum sem þvi fylgdu, en bókuðu þó sin- ar athugasemdir. Afleiðingar þess eru aö koma fram i dag: vinstrimenn ráöast á kjör garö- búa og rikisvaldiö neyðir upp á þá vökustefnu I leigumálum. Aöur höföu þeir jafnvel hótaö sölu á eighum F.S. fremur en aö inn- leiða órétöáta leigu sem er hærri en markaðsleiga. Garösbúar standa i raun einir i bessari baráttu sinni eftir að stjórn SHl haföi þannig snúið við þeim baki. Niöurstaðan varð lika sú að þeir lögöu fram málamiöl- unartillögu, sem gerir ráö fyrir 28 þús. króna leigu og helming af hagnaöi atvinnurekstrar sem rekinn er á görðunum. Þessi 28 þús. króna upphæö lafir i visitölu- hækkun. Garðsbúar hafa þvi fremur valiö leiö málamiölunar- innar en aö lögsækja F.S. Stjórn F.S. hefur hins vegar ekki enn virt garösbúa svars og er haft eft- ir framkvæmdastjóra aö fram- vegis muni stjórn F .S. aöeins eiga viöræöur viö SHl. Skýtur þaö nokkuð skökku viö fagrar yfirlýs- ingar um lýöræöisleg vinnubrögö i Stúdentablaöinu 24. sept. s.l. Hækkunin ólögleg Garðsbúar og Leigjendasam- tökin telja leiguhækkunina aug- ljóslega ólöglega. Hún stangast á viö lög nr.121 frá 1978 um verö- stöövun og tilkynningu var við- skiptaráöuneytinu frá 1. april sem heimilar aðeins leiguhækk- anir i samræmi við hækkun visi- tölu húsnæöiskostnaðar. Félags- stofnunin þarf undanþágu frá þessum lögum til að hækka leig- una, en ótrúlegt er að stofnunin gerist þannig framvörður leigu- sala i baráttu þeirra og skapi for- dæmi fyrir undanþágum (en þess ber að geta að Svavar Gestsson er viöskiptaráöherra). Félagsstofn- unin rekur hins vegar málið á þeirri forsendu aö geröir séu nýir samningar árlega, þvi sé ekki um aö ræöa hækkun á grunnleigu. Þessu hefur verið andmælt þar sem þetta á aðeins við um litinn hluta garösbúa, þ.e. þá sem koma nýir inn á garðinn nú i haust. Gagnvart þeim sem hafa leigt þar undanfarna vetur gildir 8. grein lagaanna um húsaleigusamninga nr.44 1979, en þar segir: „Skil- málar framlengds leigumála sly^lu vera hinir sömu og i upp- haflegum leigumála að öðru leyti, m.a. um fjárhæö húsaleigu, nema aö þvi leyti sem leiöir af leyfileg- um breytingum á húsaleigunni samkvæmt samningi aöila eöa lögum”. (undirstr. höf.) Garös- búar hafa framlengt leigumála sinum á haustin en Félagsstofnun hefur látiö þá undirrita ólöglega leigusamninga sem hún fjölritar sjálf. Þess vegna flækist máliö örlitiö meira. Gagnvart þeim garösbúum sem hafa búiö þar siðastlibinn vetur og i sumar telst samningur ótimabundinn, þar sem samningar F.S. eru ólöglegir og þvi gilda venjuleg ákvæði lag- anna um uppsagnarfrest. Sam- kvæmt þvi getur F.S. ekki látið bera þá út meö lögregluvaldi fyrr en 1. júni 1981. Kosningaúrslit og leigu- deilur Hversvegna F.S. hefur reynt aö böðla þessari hækkun i gegn meö vafasömum útursnúningi úr lög- um veröur ekki reynt aö skýra hér. En þaö ætti aö vera vinstri- mönnum holl lexia ab ihuga áhrif þessarar deilu á niöurstööur 1. des. kosninganna. tvar Jónsson

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.