Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 1

Stúdentablaðið - 01.09.1974, Blaðsíða 1
DENI 7. tölublað September 1974 50. árgangur AUKABLAÐ Þetta aukablað er ekki til komið vegna brennandi á- huga ritsrjóra á að gera rit- srjórnarákvarðanir við eitt tölublað að aðalumræðuemi þess næsta. Vökumenn haía hins vegar þennan brennandi áhuga. 1 síðasta blaði vildu Vöku- menn koma á framfæri nokkrum greinum sem inni- héldu gagnrýni á Stúdenta- blaðið. Að mati ritstjóra voru þessar greinar allt of mark- aðar af pexi, rangfærsum og hugsanavillum til að þær gætu gegnt því hlutverki að koma sjónarmiðum á fram- færi. Því endursendi hann greinarnar, en bauð Vöku- inönnum jafnframt að gera grein íyrir skoðunum sínum um Stúdentablaðið i næsta tölublaði. Viðbrögð Vöku- manna urðu hins vegar þau að hlaupa upp í málgögnum sínum, Vísi og Morgunblað- inii, og ásaka ritstjóra um pólitiskar ofsóknir auk ann- arra smærri glæpa. Síðan senda þeir Stúdentablaðinu greinargerð, þar sem þessar ásakanir eru endurteknar og bætt við nokkrum hugleið- ingum um Stúdentablaðið. Þó svo að. ritstjóra þyki umbúðirnar í stærra og lé- legra Iagi utan um jafn lítið efni, telur hann sig hafa gefið Vökumönnum nóg tækifæri til að greina frá sjónarmiðum sínum á heiðarlegri og læsi- Iegri hátt. Þegar þeir voru ekki til viðtals um annað en birtingu langhundarins eða birtingu ekki, var ekki annað hægt en að láta undan þrá- hyggju þeirra. Frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra studenta: STÚDENTABLAÐIÐ - HVAÐ GERÐIS 6. tölublað Stúdentablaðsins, sem út kom í júlílok, hefur þegar valdið talsverðum um- ræðum og blaðaskrifum vegna þess, að ritstjóri blaðsins neit- aði að birta 5 greinar, sem stuðningsmenn Vöku höfðu skrifað. Grein þessi er rituð til þess að setja fram á einum stað frásögn af gangi mála og gert: síðan grein fyrir sjónar- miðinit Vöku. 1. Það sem gerðist Skilafrestur ^reina, sem birt- ast áttu í 6. tölublaði Stúdenta- blaðsins, rann út laugardaginn 20. júlí. Þann dag var skilað til Gests Guðmundaaonar rk- stjóra fjórum ritsmíðiiin, sem tengdar voru Vöku: GreL\ eftir I Berglindi Ásgeirsdóttur, swra nefndist Áskorun tekið og fjallaði um meintan fjandskap ^ Stúdentablaðs og ritstjóra þess í garð Vökumanna og skrifa þeirra; bréf frá Vöku til út- gáfustjórnar blaðsins, þar sem settar voru fram óskir Vöku- manna um meðferð groina þeirra; athugasemd Vöku við skrif ritstjóra og ummæli for- manns Stúdentaráðs í 5. tbl., og loks Vökuþáttur, sem verið hefur fastur liður í blaðinu á- samt svipuðum þætti frá Verð- andi. Áður hafði verið lagt irm opið bréf frá Markúsi Möler til fimm kennara við háskól- ann. Bréfið fjallaði um máls- sóknir VL-manna og aðdrag- anda þeirra. Athugasemdirnar og opna bréfið voru einnig send öllum dagblöðunum tii birtingar, athugasemdirnaT þegar eftir að 5. tbi. kom út, opna bréfið um leið og Stúd- entablaðið fékk það í hendur. Athugasemdirnar voru birtar í Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu, opna bréfið í Morgun- blaði og mjög stytt í Þjóðvilja. Haft var samband við ritstjóra Stúdentablaðsins á mánudegi eða þriðjudegi til að koma á framfæri óskum um uppsetn- ingu. Hann sagði þá, að hann myndi líklega ekki birta allar greinarnar 5, en sagðist myndu láta vita um þetta nánar bréf- lega, sem hann og gerði 25. júlí. Fyrri hluti bréfs hans fjallar beint um 6. tbl. og er birtur hér orðrétt: „Gengið vSr frá 6. tbl. Stúd- entablaðsins í dag. f því bi«Jist engin þeirra 5 ritsmíða, sem Vökn- menn höfðu sent Maoi«»u, af. titir- töldum ástæðum: 1) Ég hélt ég hefði tilkynnt Vöku, að þættir Vöku og Verð- anri féltu niður að þessu sinni, og BÚnnir J>að raunar cnn, þótt uni * Studentablaðið er kostað af sameiginlegum sjóðum stúdenta. * Áætlaður kostnaður á þessu starf sári er a.m.k. 1,4 milljónir króna. * Ritstjóri og blaðstjórn segja blaðið „opið öllum studentum". * Öllum greinum Vökumanna var hins veg.ar neitað í síðasta tbhiblaði. .. ¦ * * ÞiLm. voru leiðréttingar á ósannindum í Stúd- entablaðinu. *' Þess í stað voru birtar bingar greinar um IRA, franska trotzkyista og kommúnista og skammir um Vökumeniu * Hver er dómur þinn um slíkt athæfi? * Hér kynnum við okkar hlið á málinu. misminni geti verið að ræða. Á- stæður þess eru einvörðungu pláss- feysi, sem þegar var fyrirsjáanlegt að frágengnn 5. tbl. 2) Meðan ég srjórna Shídenta- blaðinu, birtir það ekki langloku- greinar, sem skömmu áður hafa birzt í miklu víðlesnari blöðum. Það er og Iágmarkskurteisi, ef far- íð er fram á leiðréttingu á efni, að leita ekki á aðrar slóðir með leiðréttingar, nema þeim hafi þeg- ar verið hafnað af því riti, sem birti tilefni leiðréttinganna. Einnig vil ég beina því til Vökumanna, að telji þeir einhverja ritsmið scr- staklega fallna til birtingar i Stúd- entablaðinu, ættu þeir ekki að láta hana öðrum blöðum, sem fljðtunn- ari eru, i té, fyrr en hún hefur birzt i Stúdentablaðinu. 3) Grein Berglindar og bréf Vöku til útgáfustjórnar Stúdenta- blaðsins tel ég hvorugt birtingar- hæft efni. Bréfið á ekkert frekar erindi á prent en onnur bréf, sem milli félaga og stofnaua ganga, að minu mati. Grein Berglindar líður undan þeim átak&nlega þverbresti, að í Iiemr er ekki geart það> sem greinarhöfnndur þykisi |}*ra, þ. e. að taka áskanm minai, fcúm ve£k- burða rökin, sem hún færir fyrir máli sínu, styðjast við 5. tölublað Stúdentablaðsins, og hefði greinin öll því getað falizt i þegar birtri málsgrein: „Hins vegar er þess að vænta, að blaðið fái á sig nokkurn „andvökii"-Iil:e, ef i Iiverju blaði þarf að leiðrétta Rangfærslnr Vöku- mannð." Rými Stúdentablaðsins er til ým- iss betur varið en bollalegginga og karps um blaðið sjálft. Blað, sem yrði slikri sjálfsdýrkun að bráð, ætti ekki langra lífdaga auð- ið. Vona" ég, að Vökumenn vilji ekki blaðið alveg feigt og skilji því að einhverju leyti þessa röksemd. 4) Það hefði á sinn hátt verið mér gleðiefni að birta eitthvert sýnishorn af skrifum ykkar Vöku- manna, ykkur sjálfum til háðung- ar, en bæði er, að mér leiðist að vinna á þann hátt fylgi þeim mál- stað sem *g er hlynntur, og blaðið hrjáir plássleysi, sem leyfir slíkan munað ekki. Þar sem þið stóðuð að niður- skurði á fjárveitingum til Stúd- entablaðsins, ber ykkur, að mínu mati, skylda til að gera ykkur Ijóst og virða, Sö blaðið hefur >lir svo takmörkuðu rjutui að ráða, að velja verður og hafna efni i það af töluverðu miskunnarleysi. Ykkur til fróðleiks vil ég geta þess, að ekki komst í blaðið ca. l'/z siðfi af settu efni og ca. 2]/z síða af fullfrágengnu efni auk greina ykkar, sem fyllt hefðu á þriðju siðu, ef allt hefði verið birt. Þannig hefði mér verið hægð- arleikur að gefa út 16 siðna blað, ef aðeins hefði verið tekið mið af því efni, sem fyrir lá og mér eða ykkur þótti birtingarhæft." Til skýringar skal þess getið, að 2. töluiiður bréfsins fjallar um bréf Markúsar og athuga- semdir vegna 5. tbl. 1 seinni hluta bréfsins fjallar ritstjóri um tilhögun 7. tbl., svo og rúm það, sem hann telur rétt að ætla umræðu um f járhags- áætlun SHÍ og útgáfumál Stúd- entablaðsins þar og endranær. Verður hér leitazt viö að svara röksemdum ritstjórans, fyrst röksemdum um einstakar greinar og síðan 4. liðnum í bréfi hans^ Jafníramt bréfi rit- stjórans er vitnað í athuga- semd, sem hann sendi Morgun- blaðinu, dags. 6. ágúst, birt 16. ágúst. 2. Vökuþátturinn Til þessa hafa pólitísku fé- lögin, Vaka og Verðandi, hvort haft til umráða í Stúdentablað- inu hálfsíðu á eigin ábyrgð. Gert var um þessa þætti sam- komulag, sem enn hefur ekki verið rift skriflega. Er því vafasamt, hverja heimild rit- stjórinn, Gestur Guðmundsson, hefur til þess að neita að birta Vökuþátt þann, sem honum var sendur í 6. tbl. 1974. Gestur gefur skýringu í bréfi sínu til Vöku 25. júlí sl.: „Ég hélt ég hefði tilkynnt Vöku, að þættir Vöku og Verðandi féllu niður að þessu sinni, og minnir það raunar enn," þött um misminni geti verið að ræða." Gestur kveður sterkar að orði í at- hugasemd sinni í Morgunblað- inu 16. ágúst: „Tilkynnti ég Vöku og Verðandi, að fasta- þættir félaganna yrðu að falla niður að sinni." Þetta er ekki rétt hjá ritstjóranum. Vöku barst aldrei tilkynning, skrif- leg eða munnleg, um að Vöku- þáttur yrði að fala niður. Bn hvers vegna vildi Gestur Guðmundsson ekki birta Vökuþáttinn? Sjálfur ber hann við „rúmleysi", þótt nægt rúm hafi verið fyrir hálfrar annarr- ar síðu grein um trotzkyista- og kommúnistastúdenta í Frakklandi, ljóð um löngu fallnar einræðisstjórnir Portú- gals og Grikklands, heilsíðu- skammir um Vökumenn og heilsíðugrein um írska lýðveld- isherinn. Menn geta dæmt um ástæðurnar sjálfir, ef þeir lesa þáttirm. Fyrsti kaflinn nefnist: Hvers vegna hættu Norður- landastúdentar við aðild? Þar segir: „f 4. tbl. Stúdentablaðsins var greint stuttlega frá 11. þingi I.U.S., „alþjóðasamtaka stúdenta", i Búda- pest. Þar kom fram, að norsku og dönsku stúdentasamtökin höfðu lagt á hilluna áform sin um aðild Sð I.U.S. Ástæður þess voru nokk- urri þoku huldar í fyrstu, cn nú hefnr fregnazt, hvað gcrðist. í Danmörku eru skörp skil á milli kommúnista og trotzkyista i stúd- cntahrcyfingunni. StyðjaSt mcnn þar ýmist við Moskvu, Pcking cða önnur haldreipi. Þcgar I.U.S. hóf herferð sina til að innlima l'lciri vestur-evrópsk stúdentasamtök, voru flestir þessir hópar mjög á- hugasamir um inngöngu. Þegar farið var að kanna málin, upp- byggingu I.U.S., moskvuþægni samtakanna og fjarveru Kinverja, fóru stuðningsmcnn Maós og Troi-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.