Stúdentablaðið - 06.03.1978, Blaðsíða 3
Stúdentablaðið
3
*8
Vinstrimenn hafa
gefið út fyrir þessar
kosningar 8 síðna blað
til að kynna stefnu sína
og framboð. Eru stú-
dentar eindregið hvatt-
ir til að lesa blaðið sem
þeir hafa fengið sent
heim í pósti. ( Blaði
vinstrimanna er
stefnuskrá okkar birt,
viðtöl eru við formann
stúdentaráðs og nokkra
frambjóðendur og auk
þess greinar um lána-
mál, Félagsstof nun
stúdenta og fjöldatak-
markanir í læknadeild.
xfi
Stefna vinstrimanna
Að venju hafa vinstrimenn i
Háskóla íslands sett fram itar-
lega og málefnalega stefnuskrá
i háskólaráðs- og stúdentaráðs-
kosningum. Stefnuskrá þeirra
vorið 1978 er birt i heild i Blaði
vinstrimanna sem kom út i sið-
ustu viku. 1 formála stefnu-
skrárinnar er vakin athygii á
þvi að kosningarnar fari að
þessu sinni fram i skugga
harkalegra kjararánsaðgerða
rikisvaldsins, sem stærstu sam-
tök launafólks i landinu hafi
sameinast um að verjast. Sama
rikisstjórn hafi i vetur sýnt
námsmönnum fullan f jandskap.
Þvi er lýst yfir að vinstrimenn
vilji að námsmannahreyfingin
haldiáfram að skipa sér við hlið
verkalýðshreyfingarinnar á
virkan hátt og jafnframt eru
námsmenn hvattir til stuðnings
við andheimsvaldasinnaða bar-
áttu og kvenfrelsisbaráttu. Þá
hvetja þeir námsmenn sjálfa til
órofa samstöðu um hagsmuna-
mái sin.
1 menntamálum er höfuökjör-
orð vinstrimanna menntun er
mannréttindi. Þeir lýsa yfir
fullri andstöðu við hvers kyns
fjöldatakmarkanir i Háskólan-
um og setja fram kröfu um
frjálst námsval. Þeir berjast
gegn hækkun lágmarkseink-
unna, óhóflegu vinnuálagi,
lækkun útgjalda til mennta-
mála, slæmri kennsluaðstöðu,
kröfum ajvinnurekenda um
hlutdeild í stjórn menntakerfis-
ins og atlögum rikisvaldsins að
stúdentum með óraunhæfum
námsmarkareglum LtN. Þeir
setja fram kröfu um lýðræðis-
lega stjórnskipan Háskólans og
telja að til þess að það geti orðið
að veruleika þurfi allt starfsfólk
skólans, kennarar, nemendur
og aðrir að hafa jafnan
atkvæðisrétt.Einn maður — eitt
atkvæði.
í lánamálum er höfuðkjörorð
vinstrimanna „jafnrétti til
náms”. t þvi felst að sérhverj-
um eigi að vera kleift að stunda
það nám sem hann æskir án til-
lits til félagslegra aðstæðna.
Helstu kröfur vinstrimanna í
lánamálum eru: 1. Full lán á
grundvelli ófalsaðs kostnaðar-
mats. 2. Fullt tillit til fjölskyldu
námsmanns. 3. Allt framhalds-
nám verði lánshæft. 4. Jafnrétti
alls náms til lána. 5. Timanlega
útborgun lána. 6. Gegn visitölu-
bundnum endurgreiðslum
námslána. 7. Endurgreiðslur
miðist við greiðslugetu mennta-
manna — engar endurgreiðslur
á lágmarkslaunum.
1 stefnuskrá vinstrimanna
segir einnig að mjög brýnt sé að
auka þekkingu námsmanna á
lánamálunum og öðrum hags-
munamálum námsmanna. Þeir
telja að þetta verði m.a. gert
með aukinni kynningu i
menntaskólunum og innan
deildarfélaga Háskólans.
Vinstrimenn leggja á það
áherslu að sem flestir úr þeirra
hópi taki þátt i uppbyggingu
deildarfélaganna og vinni að
þvi að gera þau að baráttutækj-
um i iagsmunamálum stúdenta.
Vinstrimenn lita svo á að
Félagsstofnun stúdenta (FS)
hafi tviþættu hlutverki að
gegna. Annars vegar á hún að
veita þjónustu er miðar að þvi
að lækka beinan kostnað vegna
námsins. Hins vegar á hún að
selja þjónustu er lýtur að bein-
um nauðþurftum,' fæöi, húsnæði
o.þ.h.
Vinstrimenn telja að höfuðá-
stæðan fyrir rekstrarvanda
Félagsstofnunar sé sú að rikis-
framlagið hafi dregist saman
undanfarin ár svo það er orðið
að hreinum gervistuðningi. Þeir
minna á loforð rikisvaldsins um
að tryggja rekstur FS við stofn-
un fyrirtækisins 1968 og telja að
knýja verði rikisvaldið til að
standa við fyrirheit sin. Ef
rikisvaldið verður ekki við kröf-
um stúdenta og heldur áfram að
svelta FS fjárhagslega verður
að taka upp róttæka rekstrar-
stefnu, sem m.a. felst i þvi að
fyrirtækið neiti að greiða opin-
bergjöld til rikisins og skammti
sér þannig sjálft það fjármagn
sem það þarf.
Vinstrimenn leggja sérstaka
áherslu á að rikisframlagið til
stúdentagarðanna verði hækkað
verulega og benda á að garð-
arnir eru að hruni komnir og
ekki ibúðarhæfir ef ekki verður
tekið i taumana.
1 utanrikismálum leggja
vinstrimenn sem fyrr áherslu á
að efla tengslin við norræna
stúdentahreyfingu og áfram-
haldandi þátttöku i norrænu
formannaráðstefnunni (NOM).
Þá telja vinstrimenn að islensk-
um stúdentum beri að taka þátt
i alþjóðlegri baráttu gegn
heimsvaldastefnu. Vinstrimenn
leggja áherslu á baráttuna gegn
erlendum herstöðvum á Islandi
og fyrir úrsögn Islands úr
NATO. Vinstrimenn styðja and-
fasiska baráttu og alla baráttu
fyrir lýðréttindum. Þeir styðja
þjóðfrelsisbaráttu græn-
lendinga og baráttuna fyrir
frelsun pólitiskra fanga hvar
sem er i heiminum. Vinstri-
menn berjast gegn rányrkju
heimsvaldasinna á auðlindum
og ibúum jarðar. 1 þvi sambandi
styðja þeir starf „Baráttuhreyf-
ingar gegn heimsvaldastefnu.”
Vinstrimenn i Háskóla
Islands sameina innan sinna vé-
banda námsmenn með ólikar
pólitiskar skoðanir. Innan sam-
fylkingarinnar eru menn úr
ólikum flokkum og samtökum
og utan þeirra, sem eiga þáð
sameiginlegt að vera til vinstri
við Sjálfstæðisflokkinn. Sam-
staða er meðal vinstrimanna
um baráttu fyrir hagsmuna-
málum námsmanna og um þá
stefnuskrá sem hér hefur laus-
lega verið kynnt.
Listi vinstrimanna er B-list-
inn.
Er Vaka útibú frá Sjálfstæðisflokknum?
Sirkus (Hólm)steina
smart.
öllum sem hefja nám við H.í.
verður fljótlega ljóst, að innan
skólans starfar litið útibú frá
sirkus Geira smart — Vaka félag
„lýðræðissinnaðra” stúdenta.
Sirkus er reyndar engu minna
réttnefni á Vöku en móðurflokkn-
um stóra, þvi gegnum rysjóttar
tiðir hefur margur konstugur
trúður sprottið úr f jólugarði Vöku
og siðasta og bestþekkta dæmið
nú um stundir er náttúrlega
Hannes Hólmsteinn Gissurarson.
Að sönnu hefur vegur þess vig-
reifa andskota vinstrihyggjú af
öllu tagi ekki alltaf staðið jafnhátt
meðal „lýðræðislegra” stúdenta.
Það er t.a.m. ekki langt siðan
sómakær forysta Vöku útilokaði
hann frá störfum sinum, þegar
böndin bárust að Hannesi sem
heimildarmanni Morgunblaðsins
að lognum fréttum um afgreiðslu
Stúdentaráðs á tillögu til fordæm-
ingar á fikniefnum. Um það mál
hefur reyndar oft áður verið f jall-
að iblöðum stúdenta, og óþarfi að
tiunda þær deilur á ný. Aftur á
móti segir það sina sögu um Vöku
i dag, að nú er Hannes orðinn
innsti koppur i búri hennar, orð-
inn leiðtogi hóps harðsnúinna
Heimdellinga sem stjórna Vöku
einsog hljómsveitarstjóri hljóm-
sveit, og eiga sér þá ósk heitasta
að sem flestir stúdentar dilli sér
eftir hljómfallinu.
Fjárhagsleg tengsl Vöku
og Sjálfstæðismanna.
Um náin tengsl Vöku og Sjálf-
stæðisflokksins vitnar þó margt
fleira en vera Heimdellinga i
kjarna Vöku. Það er t.a.m.
kostnaöarsamt að standa straum
af félagi, sem oft á tlðum stendur
i umfangsmikilli og fjárfrekri
blaðaútgáfu. Þetta hafa vinstri
menn oftlega reynt, og þurft að
standa fyrir happdrættum, dans-
leikjum og stundum samskotum
til að ná endum saman. Félag
„lýðræðissinnaðra” stúdenta er
aftur á móti hafið yfir þess konar
búhokur — það leysir sin vanda-
mál á þann einfalda hátt að
senda árlega betlibréf til álitlegs
hóps auðugra Sjálfstæðismanna
og biðja um framlög til sinnar
göfugu iðju. Þessi aðferð hefur
gefist vel, enda lita Sjálfstæöis-
menn almennt á Vöku sem deild
flokksins I Háskólanum og telja
þvi sjálfsagt að styrkja stráka-
greyin. Eitt slíkt betlibréf var les-
ið upp á kosningafundi á sl. ári og
vakti mikinn fögnuð fundar-
manna.
Heimavígstöðvarnar heita
Albert Hall.
Þegar kosningar fara i hönd
njóta Vökumenn einnig tengsla
sinna við sirkus Geira smart á
rikulegan hátt. Þá fá þeir jafnan
aðstöðu til hringinga og annars
kosningaundirbúnings i húsi þvi
sem Sjálfstæðisflokkurinn á við
Háaleitisbraut og er ýmist nefnt
Ármannsfell eða Albert Hall.
Þrátt fyrir að þetta sé á allra vit-
orði neitar Vaka enn öllum
tengslum við Sjálfstæðisflokkinn.
Það ber vott um aðdáunarverða
staðfestu, sem ber að virða.
Bundnir á klafa flokksins.
Það er vissulega rétt hjá Vöku-
mönnum, að félag þeirra er ekki i
beinum skipulagsbundnum
tengslum við Sjálfstæðisflokkinn.
Aftur á móti er ljóst, að Vaka nýt-
ur ýmissar vildar af hálfu flokks-
ins, sem ekki verður skilin á ann-
an hátt en þann, að flokkurinn tel-
ur sig hafa einhvern hag af góð-
um þrifnaði Vöku. Sú afstaða
Sjálfstæðisflokksins verður ekki
skýrð með öðru en þvi, að stefna
Vöku fer saman við megindrætti
þess hugmyndakerfis sem hann
grundvallar starf sitt á. Þessu
hefur Vaka ævinlega neitað. Sé á
hinn bógin einhver fótur fyrir
þeirri staðhæfingu að stefna Vöku
Framhald á 4. siðu
„Frumkvæði” Vökuvarfrumhlaup
Frá þvi hefur verið skýrt i Stúdentablaðinu að Vaka, félag
hægri stúdenta, átti frumkvæði að þvi að senda fjárveitinga-
nefnd Alþingis áskorunarbréf um hækkun rikisframlagsins til
Lánasjóðs islenskra námsmanna. Svipaðar hugmyndir höfðu
reyndar komið áður fram hjá vinstrimönnum.
En það er athyglisvert að i þessu máli skipaði Vaka pólitisk-
um einkahagsmunum sinum ofar hagsmunum námsmanna.
Áskorunarherferð hennar var skipulögðán nokkurs samráðs við
stúdentaráð, deildarfélög Háskólans eöa kjarabaráttunefnd
námsmanna, sem þá voru að undirbúa mótmælaaðgerðir i
lánamálum.
Að fáum dögum liðnum kom i ljós að herferð Vöku var hreint
glappaskot, illa skipulögð og vanhugsuð.
Vinstrimenn gerðu sér grein fyrir þvi að ef örfá áskorunarbréf.
bærust fjárveitinganefnd mundi hún túlka það sem almennt
áhugaleysi námsmanna um kjaramál sin. Þvi var ákveðið i
samráði við Vöku að stúdentaráð og kjarabaráttunefnd náms-
manna yfirtækju áskorunarherferðina.
Eftir á kom i ljós að vinstrimenn höfðu rétt fyrir sér. Vöku
hafði aðeins tekist að safna saman um 100 áskorunarbréfum. A
örfáum dögum tókst stúdentaráði og kjarabaráttunefnd hins
vegar að tólffalda þá tölu og skiluðu fjárveitinganefnd Alþingis
1200 áskorunarbréfum.
Þannig tókst vinstrimönnum að koma i veg fyrir að frumhlaup
Vöku yrði námsmönnum til tjóns.
J
Greidum atkvædi gegn Numerus Clausus
Tvo vinstrimenn í háskólaráð!
Eitt helsta deiluefni i stúdenta-
baráttunni i Háskólanum er af-
staðah til fjöldatakmarkana
(Numerus Clausus). Afstaða
vinstrimanna er skýr og af-
dráttarlaus. Þeir berjast gegn
öllum takmörkunum undir kjör-
orðinu menntun er mannréttindi.
Þeir telja að faglegar kröfur eigi
að ráða framvindu náms en
hvorki duttlungar afturhalds-
samra prófessora né s.n. „þarfir
atvinnuveganna”, þ.e. atvinnu-
rekenda.
Afstaða Vöku einkennist af
hálfvelgju og hiki. I stað þess að
berjastgegn öllum takmörkunum
vilja Vökumenn velja „skástu
leiðina” og makka viö háskóla-
yfirvöld um það hvernig fara eigi
að þvi að skerða réttindi
stúdenta. Vaka hefur tek-
ið afstöðu með þeirri frá-
leitu kenningu eins af laga-
prófessorum ihaldsins að
núverandi fjöldatakmörkun i
læknadeild sé i samræmi við
reglugerð Háskólans. I sam-
ræmi við það hefur fulltrúi Vöku i
háskólaráði ekki mótmælt Num-
erus Clausus heldur látið vinstri
mönnum eftir að halda uppi
málsvörn fyrir læknanema.
Það er þvi ljóst að með þvi að
kjósa nýjan Vökumann i háskóla-
ráð er verið að kjósa gegn hags-
munum stúdenta. Hætta er á þvi
að þá myndist meirihluti i ráðinu
sem er fjandsamlegur réttindum
stúdenta og kann að koma á tak-
mörkunum ifleiri háskóladeildum
Vinstrimenn skora á stúdenta
að kjósa ekki lista Vöku til há-
skólaráðs og benda á aö kjörseð-
illinn er tviskiptur, svo þeir sem
viija styðja Vöku i stúdentaráð
geta kosið tvo eindregna and-
stæðinga fjöldatakmarkana, Pét-
ur Orra Jónsson viðskiptanema
og Vilhelminu Haraldsdóttur
læknanema, i háskólaráð með þvi
að greiða lista vinstrimanna þar
atkv^ý sitt.
AL.væði greitt B-Iistanum er
atkvæði gegn Numerus Clausus!
Engan stuðningsmann fjöldatak-
markana i háskólaráð!